Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Ég er alki og nikótínfíkill
Ég er alki, ég get dílað við það. Ég vinn í að vera edrú og ég höndla það prýðilega. Mér hefur sjaldan liðið betur ef ég á að vera skammarlega hreinskilin.
Ég er nikótínfíkill og ég get ekki dílað við það. Ég vinn ekki í að hætta en það má segja mér til nokkurra málsbóta að ég hef minnkað það um meira en helming eftir að ég flutti hér niður í Teigahverfi og fer út til að reykja.
Ég er ekki hrifin af úlpum, hef meira að segja skrifað um það heitar færslur en þær voru skrifaðar fyrir kreppu. Á þeim tíma sem maður gat leyft sér að vera með lúxusvandamál með dassi af attitjúdi.
Og enn er ég að ganga í gegnum úlpuhaturstímabil. Hvað get ég sagt, veðráttan gerir mér hluti.
Ég verð nefnilega að klæðast einni forljótri og þræl hlýrri við mína nikótíniðkun úti í garranum.
Í úlpu missir kona kvenleikan og í mínu tilfelli gerast fleiri og stórkostlegri útlitsbreytingar á mér en mér er unnt að þola til langframa.
Sjáið fyrir ykkur kúlu. Sjáið svo fyrir ykkur konu.
Já, rétt skilið ég verð kúlukona.
Þess vegna hef ég tekið ákvörðun.
Ég verð búin að drepa í fyrir jól.
Það er ekki hægt að vera hipp og kúl í vatteraðri úlpu með skinnkant á hettu.
Bara alls ekki.
Það er heldur ekki hægt að beina fingri ásakandi að t.d. eiginmanni og skamma hann fyrir umgengni eða eitthvað.
Því viðkomandi eiginmaður hristist bara af hlátri og segir; ekki reyna að vera ábúðarfull í þessum klæðnaði. Það missir algjörlega marks.
Mark my words, ég verð hætt að reykja fyrir jól.
Cry me a river
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Snúra | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
You need a huge hug.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 23.11.2008 kl. 21:34
Sko sem einn fíkill við annann.
Ég reykti á við meðal kolatogara í mjög mörg ár, nokkuð fleiri en ég vil muna.
Mér tókst að losna við fíknina eftir að ég dópaði .
Dópið er eitthvað nýtt stöff, sem læknar vísa á. Ekki Ziban heldur eitthvað annað.
Maður dópar nokkru fyrr en máður drepur í. SVo ákveður maður hvenær maður á að drepa í. Mér tókst að drepa í efti að hafa þurft að beita mig hörðu ða halda út þar til DAGURINN rann upp.
Hef verið reyklaus síðan 10 des í fyrra, með einni undantekningu.
Sko nebblega, sko, ég var í sumarhúsa hverfinu mínu, pínu í glasi, svona 5 bjórar. Var boðið að hluta á góðan Blues, Big Moma Thronton, Slow hand, Janis og mmmmmmmmmmm margir aðrir.
ég sagði nei við Jónum en reykti nokkrar löglegar.
Ekki alveg niðurbrotin en samt pínu ánægðu r að hafa ekki troðið í eina feita.
Fáðu þér Dópið og losnaðu við landbúnaðarafurðir fátækra bænda í SAmeríku.
miðbæjaríhaldið
getur nú hlustað á urrandi Blues án tóbaks, Jibbí
Sendir mjúkar kveðjur sem strýkur vanga þinn í hluttekningu.
Það er EKKI bara verið að segja bless við tóbaksvöndla, það er verið að fara í skilnað við VIN til áratuga.
Þetta fatta þeir ekki sem ekki eru fíklar í allt sem gott er, Rumba, Jass, Rock og fl, sem inniheldur hreyfingu mjaðma og fl búkhluta
Bjarni Kjartansson, 23.11.2008 kl. 21:37
Karlinn minn er búinn að sækja um að komast aftur á Reykjalund og það getur tekið tímann sinn að fá svoleiðis umsókn í gegn. En við erum búin að ákveða að hætta að reykja þegar hann fer þangað. Hvort sem er bannað að reykja á Reykjalundi svo um að gera að nota tækifærið.
Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 21:42
Það er búið að eyða skrilljónum í forvarnir og kvikindisskap og mannvonsku gagnvart reykingafólki án nokkurs árangurs og svo var lausnin alltaf fyrir framan okkur ... ljót úlpa!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.11.2008 kl. 21:48
Fáðu þér bara fallega kápu!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 22:08
Oh, hvað ég skil þig. Í mínu tilfelli er það forljótt vínrautt prjónasjal, sem fer með mér hvert sem ég fer.....ef ske kynni að maður þurfi að fara út
Sigrún Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:18
.... I cry a river over yoooou.....
Er það ekki svona annars?
Taktu systir mína með þér í þetta... það er á engan hátt töff að reykja - það var það í den kannski en ekki núna Jenný mín, og alls ekki fyrir konur sem finnst ekki töff að vera í úlpu...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:36
Þurrir alkar reykja sirka tvo þriðju af öllum sígarettum á Íslandi og drekka sjö tíundu allra kaffibolla ef eitthvað er að marka AA fundi og Vogara. Það sannar eiginlega sálfræðilegar kenningar um poly-addiction sem ég aðhyllist en það er smá útúrdúr ;)
Sumir segja Naltrexone vera lykilinn að framtíðarlausn á þessum vanda. Lyfið kæfir vímuáhrif heróíns og aðra ópíóða og rannsóknir virðast sýna að það virki gegn áfengis- og tóbaksfíkn. Þær niðurstöður munu þó enn vera nokkuð umdeildar þó mér skiljist að tekist hafi að endurframkalla þær.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:41
Já, og svona btw, þá var statistíkin hér að ofan auðvitað bull gripið úr lausu lofti.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:42
Thú átt alveg eftir ad gera thetta leikandi. Hef trú á thér.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:10
Þega ég hætti eftir yfir 20 ára reykingar með nauðsynlegum hléum á meðgöngu-og brjóstagjafatímabilum, þá ákvað ég dagsetningu og undirbjó mig með sólarhringsplástrum sterkasta í 3 vikur, svo næststerkasta, og svo minnst sterkasta, og eftir 9 vikur þá kveið ég því rosalega að hætta að nota plástur ég var svo sannfærð um að ég mundi falla.- En nei - nú 18 árum síðar, get ég ekki skilið hvernig ég lét sígaretturnar gjörsamlega stjórna lífi mínu í öll þessi ár. -
En það sem meira er, ég er búinn að græða fjórarmilljónirogáttahundruðþúsundkrónur, sem ég notaði sem útborgun í íbúð. - Og utanlandsferð með fjölskylduna. - Því ég lagði reykingapeningana inn á bók.
Gangi þér vel Jenný Anna ég er alveg handviss um að þér tekst þetta. - Úþví mér tókst að hætta, þá tekst þér að hætta.- Ég er nefnilega algjör nikótínfíkill.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:34
Nú fer ég að skilja af hverju svona fáir hafa tekið mark á mér í gegnum tíðina....
Prófið annars að fara ómálaðar í úlpu inn í tískubúð...
Þetta hefur samt lagast frá því að allt kvenkyns átti að vera dömulegt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:37
Gleymdi að segja: Gangi þér vel!
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:38
Ég var buinn að vera edrú í um það bil 9 ár þegar ég gafst upp á tóbakinu (reykti tæpa 2 pakka á dag í um 25 ár það eru 11 ár nuna í feb.) ég tók á þessu með sömu meðölum og drykkjunni ég náði mínum botni og hreinlega gafst upp.
Gangi þér vel þetta verður leikur þegar þu ákveður þetta
Loki (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:42
Ég elska konur í úlpum sem reykja,það er eitthvað svo sjarmerandi við það.
Konráð Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 23:45
Takk takk fyrir mig elsku Jenný mín og góða nóttina mín kæra
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:27
You go girl... og laus við úlpuna geturðu farið að ota putta aftur.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.11.2008 kl. 00:43
Gangi þér vel Jenný, ég veit að þú getur þetta. Ég hef sjálf verið reyklaus síðan í maí, ég var reyndar geðveik í 2 mánuði en mig hefur ekki langað í síðan...mig langar að ráðleggja þér að tala við Valgeir Skagfjörð, hann er með frábær námskeið þar sem löngunin er hreinlega tekin frá fólki, ekki ósvipað og í meðferð...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:04
Kraftur í þér. Hef fulla trú á því að þú getir þetta, enda er þetta ein ljótasta úlpa sem ég hef séð. Ef þín er svo enn ljótari þá er málið bara á einn veg - henda úlpunni og rettunni.
Get því miður ekki sagt neinar hetjusögur af mér. Reyndi zyban og fór á taugum. Reyndi campix og það drap ekki hjá mér löngunina sem skyldi. Svo en er ég í fjötrum nikótínfíknarinnar. Úlpan mín er ekki nógu ljót og ég er vön því að ganga í úlpum af því að ég er soddan kuldakreista.
Ég er samt fullviss að ég finn mína úlpu á endanum.
Goooooood luck - þú hefur það sem þarf.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:14
Gangi þér vel þetta er hægt.
Gunnar Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 01:25
gott hjá thér, gangi thér vel..en thetta er andskoti erfitt..prófadi i sumar og féll harkalega svo marbletturinn sést en á rakkatinu....en thú rumpar thessu af..gengur nottlega EKKI ad vera i svona ljótri úlpu vid thessa idkun
hafdu góda viku Jenný
María Guðmundsdóttir, 24.11.2008 kl. 06:12
Jæja já góðan daginn. Sko mín undirbúningsvinna fór næstum öll í hundana í gær vegna þess að andsk.... pakkinn var of nálægt mér.
Ég skil alveg þetta úlpudæmi, svona líður mér þegar ég heimsæki dóttur mína á Íslandi. Bara eins og fífl, standandi í norðangarra í dúnúlpu með hettu eins og umrenningur.
Hér reyki ég inni en bara á vissum stöðum. Hósta upp lifur og lungum á hinum stöðunum.
Gott að lesa innlitin hér að ofan þau berja í mann kjarkinn.
Er farin að telja niður dagana og fæ hroll bara við tilhugsunina um reyklausan dag.
Best að fara að lofta hér út.
Ía Jóhannsdóttir, 24.11.2008 kl. 09:03
Ég vil sko fá að reykja mínar sígarettur í friði uppí rúmi undir sæng þar sem er hlýtt og notó, engin úlpa sko! .. um leið og ég teygi mig í snakkið sem ég dýfi í majonesídýfuna og bleksvartan kaffibolla númer 10... ... p.s. áttu ekki pels?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.11.2008 kl. 09:30
Ég á konu sem fer létt með að vera kynþokkafull í úlpu!
Pjétur G (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 11:06
Ég er sannfærð um að þér tekst það sem þú ætlar þér.
Ég þekki einn sem var búinn að reyna oft að hætta, en tókst það loksins þegar hann notaði lyfið Champix. Það svínvirkar víst.
Laufey B Waage, 24.11.2008 kl. 12:02
Gangi þér vel að ná tökum á nikótínfíkninni. (Ég er hins vegar alveg viss um að þú ert viðbjóðslega sæt kúla en farðu ekki lengra með það.)
Steingerður Steinarsdóttir, 24.11.2008 kl. 12:10
Takk öll fyrir ofboðslega skemmtileg innlegg og allar ráðleggingarnar.
Ég neyðist greinilega til að hætta ósómanum, ég get ekki verið minni manneskja en þið öll.
Pjétur G: Þú ert dúlla.
Annars er ég í kasti, þið eruð ógeðslega fyndin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.11.2008 kl. 12:27
Ég var föðmuð í gær.Svo var sagt við mig,ummmmmmmm góð lykt af þér.Ekki þessi þunga reykingarstybba sem fylgdi þér einu sinni. Gangi þér vel að drepa í úlpukúlukonaMæli með því að fólk hætti að reykja,
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:47
Djö...líst mér á þig!!
Alva Kristín Ævarsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.