Leita í fréttum mbl.is

..og ég klökkna oft á dag

Það er svo hressandi að horfa á Silfur Egils þessar vikurnar.

Það blæs mér von í brjóst að heyra frá öllu þessu "óþekkta" fólki sem hann hefur boðið í þáttinn undanfarið því þar kveður við nýjan tón.

Þarna kemur fólk sem er ekki hrætt við að tjá skoðun sína og það gagnrýnir hikstalaust.  Fólk sem ekki er múlbundið í pólitískum flokkum.

Fólk sem hefur lagt heilmikla vinnu í að rannsaka mál og leita svara við þeim fjölmörgu spurningum sem brenna á almenningi í þessu landi og stjórnvöld skirrast við að svara.

Það er af sem áður var.

Svei mér þá að það liggur við að ég klökkni oft á dag núorðið.  Sennilega vegna þess að áfallið og óvissan gerir mig meyra.

En eftir þennan þátt Egils þá hugsaði ég með mér að það væri svo sannarlega von um breytta og betri tíma með allt þetta frábæra fólk í grasrótinni.  Fólk sem ég er viss um að gæti haft áhrif til hins betra við að byggja upp nýtt Ísland.

Þegar búið er að sparka gömlu gildunum og talsmönnum þeirra svona nánast út í hafsauga.

Mikið rosalega er það hressandi að heyra frá nýju fólki.

Takk fyrir góðan þátt og nú veit ég að við megum engan tíma missa.

Það er svo margt ljótt í gangi bak við tjöldin.

Kosningar takk.

SILFRIÐ


mbl.is Stjórnmálakreppa ríkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið svakalega er ég sammála þér, svona líður mér líka.

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.11.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Við fáum meira af þessu í Háskólabíói annað kvöld - ALLIR mæti!

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.11.2008 kl. 15:49

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við á kærleiks mætum og það tímanlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var einmitt að horfa á Silfrið í hádeginu..fyrst var ég agndofa yfir endalausri spillingu og rugli sem er stöðugt að koma upp á yfirborðið..og svo rodalega glöð með að við eigum enn til alvöru íslendinga með heilann í lagi..og skilning á hvað raunverulegt lýðræði stendur fyrir. Ég verð samt líka ferlega sorgmædd þegar venjulegt fólk stendur upp og kallar þetta sama fólk skríl og vill óbreytt ástand og sama fólkið áfram með svokallaðar björgunaraðsgerðir.. Það hreinlega hræðir mig að sumir séu svona vel dáleiddir.  En já...fjölmennum á Háksólabíó á morgun og sjáum meðeigin augum hvaða þingmenn og hvaða ráðherrar nenna að mæta á fund hjá yfirmönnum sínum og gera grein fyrir störfum sínum.

Afsakaðu..athugasemdirnar mínar eru alltaf svo langar núna..enda liggur mér svo margt á hjarta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.11.2008 kl. 16:00

5 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Áfram Egill.

Gunnar Gunnarsson, 23.11.2008 kl. 16:04

6 identicon

Hvað er af því að hafa langar athugasemdir Katrín?.   Þær eru yfirleitt þær athugasemdir sem eru áhugaverðastar,   skárra en allar þessar "kvitt" athugasemdir sem fólk kemur oft með einsog það væri að kvitta á kortastrimil í búð.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:05

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott hjá Agli

Sigurður Þórðarson, 23.11.2008 kl. 16:14

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er sammála Jóhannesi, langar athugasemdir eru kærkomnar og ég tala nú ekki um þegar þær taka til efnisins í viðkomandi pistli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2008 kl. 17:26

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sé aldrei Egil er alltaf að vinna á sunnudögum og eftir að hafa setið límd við tölvu í 8-12 tíma langar mig ekki í meira tölvugláp þegar ég kem heim.

Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 19:31

10 Smámynd: Heidi Strand

Ég er líka mjög ánægð með silfrið. Það er orðið að gæðasilfri og bráðum má kalla þáttinn Egils gull.

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 21:12

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er flott...á annars eftir að horfa á Silfrið á netinu, þurfti að sinna öðru í dag, ætla að kíkja á það á morgun.

Að horfa á forsætiráðherra og utanríkisráðherra þessa dagana í sjónvarpi líkist því æ meir að horfa á sprungna blöðru.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:41

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...eða kannski heldur blöðru sem loftið sígur hægt og rólega úr...

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:42

13 Smámynd: Historiker

Eða svona blöðru sem flögrar í hringi ásamt háværu og blautu prumphljóði.

Historiker, 24.11.2008 kl. 00:51

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þér,  það er svo margt að gerast og klukkan tifar. - Ef þeir tilkynna ekki kosningar í vor, á morgun þegar umræður hefjast um vantraust á Ríkisstjórnina, þá er lýðræðið að engu haft.

Og hvað gerist þá,  verður Alþingishúsið tekið? Ráðherrar og þingmenn bornir út í stólunum? -

Þjóðin hefur sagt þeim upp störfum. -  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:57

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Lilja Guðrún,

Ég var nú um daginn með drög að tillögum að því hvernig mætti hrekja þingmenn og ráðherra til að standa upp úr stólunum sjálfir, - verklegar, löglegar framkvæmdir á pöllum Alþingis og í tröppum þeirra einnig. Það er að segja að skapa slíkt ónæði gagnvart störfum þingsins, ekki með framíköllum eða ólátum, heldur með ónæði af því tagi sem leikarar verða fyrir á sýningum ef áhorfendur kunna illa að haga sér, að það yrði ekki starfhæft vegna sífelldra tafa af völdum almennings. Þar á ég við sífellt ráp um pallana, símhringingar á þeim og fleira í þeim dúr. Yfirleitt hefur fólk mjög hægt um sig þarna uppi, en er það ekki rétt hjá mér að gólfið sé trégólf, þó húsið sé úr steini? Það vita allir hvað gerist ef gengið er á tréklossum á slíku gólfi...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:06

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef þingpöllum yrði lokað yrði allt vitlaust...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband