Leita í fréttum mbl.is

Það skreppur saman

Það er vantrauststillaga á ríkisstjórnina í uppsiglinu.

Jájá og ekki mínútu of seint.

Annars er krepputalið farið að ná inn í smæstu umræðuefni hér á kærleiks.

Ég geng um eins og sparibaukur og það liggur við að ég sé farin að margnota einnota kaffifilttrana.

Samt finn ég lítinn mun.

Það skreppur allt saman þessa dagana.  Haldið ykkar sauruga hugsunarhátt fyrir ykkur sjálf plebbarnir ykkar.

Á þessum tíma í fyrra var ég farin að jólablogga eins og engin væri framtíðin. 

Komin á kaf í stemminguna enda rétt rúmur mánuður til jóla þá eins og nú.

En með kreppunni koma ákveðin vandamál, hvað á að gefa í jólagjafir, skal föndrað, bakað og boðið í bjóð?

Auðvitað mun allt þetta mínus föndur verða ástundað enda nægur tími í janúar til að fremja kviðristur af örvæntingu og angist vegna framtíðarinnar.

Ég hef aðeins eina ósk varðandi jólagjöf.  Hún er ekki stór, ekki svo dýr, en ansi fyrirferðamikil.

Ég vil kosningar í vor.

Ég vil þjóðstjórn núna.

Ég vil Davíð úr Seðlabankanum, Baldur Guðlaugsson úr fjármálaráðuneytinu, sannleikan varðandi efnahagshrunið á borðið og ýmislegt annað lítið og löðurmannlegt.

Skiljið pakkann eftir hérna þegar þið farið út af síðunni minni elskurnar.

Ég ætla að jólast smá.

Setjum jólin í hjartað og hlutið á þessa snillinga.

Falalalalala

 


mbl.is Undirbúa vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það koma nefnilega samt jól, sem betur ferEigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 21.11.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Þröstur Unnar

http://blogs.chron.com/mamadrama/archives/2007/07/christmas_in_ju.html

Þröstur Unnar, 21.11.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Rándýrt að halda kosningar Jenný mín litla frekjudolla hehe!

En, tek undir fallegu kveðjuna hennar Jónínu til þín hér að ofan!

Magnús Geir Guðmundsson, 21.11.2008 kl. 10:18

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki mínútu of snemma, gott ef þetta verður veruleiki, með vantrausttillögu.  Þetta er alveg komið nóg af vandræðagangi.

En ég segi eins og þú allt skreppur saman, maður heldur að maður sé að draga saman seglinn en nei, það er alltaf sami peningaausturinn.  Jólin koma nú samt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2008 kl. 10:18

5 identicon

Magnús, Kostnaður kosningar munu ekki ná með tærnar þar sem bankahrun sitjandi stjórnar og gerviauðmanna er með hælana!

Bjarni (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:41

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 10:49

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú færð flottar jólagjafahugmyndir HÉRNA

Jólagjöfin til þín er hér:

424088794_ef2447dda4.jpg

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.11.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband