Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Hatur?
Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra setti krumlurnar í giftingu forsetans sem var þó langt fyrir utan hans valdsviðs.
Ljótt að lesa. Auðvitað hefur maður heyrt sögur, hryllingssögur um hótanir og valdbeitingu úr þessari átt en ég er svo mikill bjáni að ég hef trúað því að þær hafi verið upplognar eða mikið færðar í stílinn.
Ég þekki engan sem hatar, kann það ekki sjálf og það virðist allt að því ótrúlegt að einhver geti lagt sig niður við svona bara í hefndarskyni.
Kannski er orðið hatur hérna óviðeigandi. Orðið hatur er nánast algjör vansögn eða "understatement" í þessu tilfelli.
Hvað veit ég?
En hér er bréfið frá Davíð til Ólafs.
"Forsætisráðherra þykir miður að þurfa að senda forsetanum þessa nótu en óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við framkvæmd hjónavígslunnar á Bessastöðum hinn 14. maí s.l. Sýslumaðurinn, sem framkvæmdi athöfnina að kröfu forsetans, þrátt fyrir að formskilyrða, sem allir verða að sæta að lögum,hafi ekki verið gætt, segist hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá rétt gögn í hendur, enda hefði forsetinn gefið drengskaparloforð um að slík gögn bærust strax dagana eftir hjónavígsluna,en nú er liðið á þriðja mánuð frá vígslunni! Ljóst er að sýslumanniurðu á mistök að verða við óskum forsetans um framkvæmd hjónavígslu, enda loforð af þessu tagi ekki tekin gild í tilvikum annarra. Naumast þarf að árétta að allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum en þó verður að telja að enn gætilegar verði að fara þegar þjóðhöfðinginn sjálfur á hlut að máli. Þá er þess að geta að hagstofustjóri hefur einnig áhyggjur af málinu, enda hefur Þjóðskrá ekki getað framkvæmt viðeigandi skráningar tengdar brúðhjónunum og hefur hagstofustjóri tjáð hagstofuráðherra að auk framangreindra annmarkahafi ekki verið gerðar viðeigandiráðstafanir til að unnt sé að skrá lögheimili eiginkonunnar að Bessastöðum eins og brúðhjónin óskuðu eftir á hjónavígsluskýrslu. Hafa forráðamenn Þjóðskrár og sýslumaður margoft haft sambandvið hr. Sigurð G. Guðjónsson hrl., lögmann brúðgumans, án fullnægjandiárangurs. Er óskiljanlegt og óverjandi með öllu að ekki hafi verið bætt úr þeim ágöllum sem á vígslunni voru og því sem að öðru leyti á vantar til að ganga megi frá færslum Þjóðskrár með ágallalausum hætti. Verður að krefjast þess að úr öllum þeim ágöllum verði bætt án tafar, enda er þetta mál allt hið vandræðalegasta og óheppilegt hvernig til þess var stofnað.
Davíð Oddsson."
Það er eins gott að vera ekki með hávaða og læti, stíga varlega til jarðar.
Ómar Ragnarsson bloggar um þetta mál á svipuðum nótum. Hér.
Grein Fréttablaðs um málið. Hér.
Það fer hrollur niður eftir bakinu á mér.
Ég segi það satt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já. Davíð er "veikari" en maður hefði trúað.
Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 10:55
Algjörlega sammála. Þetta er skelfileg lesning.
agla (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:58
Auðvitað er maðurinn fársjúkur og á þess vegna fyrst og fremst bágt.
Soffía Valdimarsdóttir, 20.11.2008 kl. 11:00
Ætli Davíð hjónasiðir sé enn að störfum? Veit biskup og alsherjargoði af þessu?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:01
Og Ólafur væntanlega hafinn yfir lög og reglur þessa lands eða hvað?Ef einhver annar en Davíð hefði skrifað þessa áminningu og áminningin verið til Jóns en ekki séra Jóns væri málið þá annað?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:07
Ekkert sem Davíð gerir kemur mér lengur á óvart. Ólafur á vissulega marga óvildarmenn í Sjálfstæðisflokknum sem nú ganga svo langt að reyna að gera dóttur hans tortryggilega. Er ekki allt í lagi?
Helga Magnúsdóttir, 20.11.2008 kl. 11:09
Já! Birna Dís eiginlega sagði það sem ég ætlaði að segja!
Það er örugglega endalaust hægt að pikka upp skítinn eftir þá báða félagana!!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 11:09
En takið eftir enn eru sauðirnir farnir að jarma. Það er ótrúlega fyndið að horfa upp á jámennina eta allt upp eftir Davíð og nota hvert tækifæri til að réttlæta allt sem frá honum kemur. Hvað er að fólki ? ég bara spyr. Svona lagað myndi ekki þrífast ef íslendingar svona margir væru ekki svona miklir bjöllusauðir, sjá hvorki né heyra neitt af því sem fram kemur af gagnrýni. Nei maðurinn er heilagur og það eru landráð að segja frá einhverju neikvæðu. Ég bara á ekki orð, ég verð að segja það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2008 kl. 11:09
Í tilefni af kommenti Birnu Dísar!
Skyldi það vera í verkahring Forsætisráðherra hverju sinni að fylgjat með og framfylgja hjúskaparlögum. Augljóslega var hér bara um einhverja pappírsleg mistök að ræða, og í verkahring sýslumanns að kippa því í lag. Engin vísbending um að s.k. fjölveri hafi verið á dagskrá!
Það er auðvitað sjúkt að forsætisráðherra skuli hafa verið að vakta þetta atriði gagnvart þessu einstaklingi sérstaklega! Eða ætli séu einhver dæmi um að hann hafi víðar gert athugasemdir á þessum vettvangi?
Kristján H Theódórsson, 20.11.2008 kl. 11:17
Það er ekkert verið að gera dóttur Ólafs tortryggilega en það er verið að varpa fram og sýna fram á þessi óendanlegu krosstengsl sem eru að sliga þetta samfélag. Leikreglurnar í Matadorinu Ísland eru meingallaðar og byggjast á valdníðslu í sinni frekustu mynd. Eins og sjá má á þessu dæmi sem Jenný tekur til. Ísland er allt morandi í spillingu og krosstengslum og LEYNDÓUM!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 11:19
Hmmm, siðgæðisvitund íslensku þjóðarinnar hefur verið mér mikið umhugsunarefni síðustu vikurnar.
Mér finnst þessi umræða t.d. mjög áhugaverð. Æðsti embættismaður landsins fer ekki eftir lögum og reglum landsins. Og fólki finnst athugavert að gerðar athugasemdir við það????
Vissulega er forsætisráðherra (sama hvaða nafni hann nefnist) ekki að skipta sér að hjónaböndum almennt EEENNN þegar æðsti embættismaður þjóðarinnar, sjálfur forsetinn, brýtur lög og reglur þeirrar þjóðar sem hann þjónar, þá vegur það að orðspori íslensku þjóðarinnar og finnst því fullkomlega eðlilegt að forsætisráðherra (sama hvað hann heitir) taki á málinu (en kemur fram í bréfinu að aðrir embættismenn ríkisins hafi reynt án árangurs).
Fyrirsögnin á greininni er HATUR? Og virðist verið að vísa í að Davíð hati Ólaf. Mér finnst spurningin hinsvegar frekar vera um hatur fólks á Davíð. Er það farið að blinda einhverjum sýn? Virkar alla vega áhrifamikið til að beina sjónum fólks frá því sem skiptir máli í íslensku samfélagi í dag.
ASE (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 12:08
Ég sé ekkert hatur í þessu. Ef það er rétt að formskilyrðum hafi ekki verið fullnlgt er sjálfsagt að benda á það að allir séu jafnir fyrir lögunum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.11.2008 kl. 12:19
Takk fyrir þátttökuna í umræðunni.
Bara svo það sé á hreinu þá fer ég ekki ofan af því að það er ekki í verkahring forsætisráðherra að skipta sér af sifjamálum. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra.
Þið sem sjáið ekkert athugavert við þessa íhlutun Davíðs óska ég til hamingju, mikil er trú ykkar.´
Ég er að birta þetta bréf vegna þess að mér finnst skipta mála hvert einasta atriði sem fram kemur um þennan mann vegna þess að það er hann sem öllu ræður, það hefur greinilega komið í ljós.
Og gjörðir hans eru ekki yfir gagnrýni hafnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 13:39
Það er ekkert athugavert við þetta bréf. Það hefði verið gengið eftir þessum gögnum við alla aðra. Hvers vegna þá ekki Ólaf Ragnar? Það að ÞETTA skuli vera forsíðufrétt í Fréttablaðinu KEMUR EKKI Á ÓVART. Að sama skapi KEMUR ÞAÐ EKKI Á ÓVART að sú staðreynd að Jóni Ásgeiri HAFI VERIÐ LEYFT AÐ KOMAST UPP Í 1000 MILLJARÐA SKULD í íslenska bankakerfinu SÉ EKKI FORSÍÐUFRÉTT Í FRÉTTABLAÐINU.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:01
Lengi getur nú gott batnað, eða vont versnað, svona eftir því hvernig menn líta nú á málið!
Samskipti forseta landsins og seðlabankastjórans, tveggja fv. stjórnmálamanna hafa fyrst og síðast einkennst af ÓVILD, hatur kannski já of sterk lýsing, en þó ekki hægt að hallmæla þér Jenný fyrir að nota það orð né finnast það liggja í mannanna tveggja samskiptum.Gæti sett á mjög langa ræðu og rakið þessi samskipti, en nenni því ekki að öðru leiti en því, að meir hefur tvímælalaust annar þeirra lagt sig fram og því miður lagst lágt gagnvart hinum.Svo er það allur skotgrafahernaðurinn í kringum þá og er nú enn einn gangin hafin vegna þessarar bókaútgáfu og eins og sjá má spara menn ekki stóru orðin, sem væri svosem allt í lagi, ef menn bulluðu ekki og rugluðu í leiðinni og tækju undir óvildarhjalið, sem varlega sagt, er mjög svo frjálsleg meðferð á sannleikanum!
svo er það þessi endalusa þörf manna þegar þeir hafa í raun engin rök, að standa í eilífum "málningarkúnstum og smíðum úr loftbólum" eins og sjá má hér að ofan og eru gömul saga og ný.
Magnús Geir Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 14:56
Tvö orð:
1) skítlegt
2) eðli
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 19:41
Já, fólk virðist einfaldlega elska að hata Davíð Oddsson. Er ekki gefinn möguleiki á því að hagstofan hafi haft af áhyggjur af að eitthvað vantaði upp á gögn og beðið um að farin yrði þessi leið? Á þessum tíma var hagstofan undir forsætisráðuneytinu. En það er nokkuð víst að Davíð hefur ekki þótt þetta leiðinlegt verkefni!
Sigrún (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 22:15
Ég skil ekki af hverju konan framvísaði ekki staðfestinug á skilnaði sínum. Ég þurfti að gera það, og allir aðrir landsmenn. Sýslumaður klúðraði málinu og Hagstofan klagaði í Hagstofuráðherra sem var DO, eftir að hafa árangurslaust reynt að fá staðfestinguna hjá lögmanni forseta. Sýnir bara á hvaða lágu plani forsetahjónin eru og æfisöguritarinn.
Helga (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.