Leita í fréttum mbl.is

Peningagredda eða ágengni?

Ég hef alltaf verið stolt af Vigdísi Finnbogadóttur.

Svo var ég í sjálfboðavinnu í Svíþjóð við að svara spurningum um hana, þegar ég bjó þar á meðan hún var kjörin forseti.

Svíarnir elskuðu hana.  Eins og ég reyndar líka og mér var það því ljúft og skylt að tala um konuna í lengd og bráð.

Vigdís vinnur sífellt á ef það er mögulegt. 

Og þvílík hvatning sem hún hefur verið konum til þátttöku í samfélaginu og þá meina ég víða um heim.

Nú er hún í viðtali við spænska dagblaðið El País.  Hún segir að íslenska þjóðin hafi verið niðurlægð vegna hruns bankanna.

Hún talar líka um að starf sitt við kynningu á landinu hafi orðið að engu með sama.

Allt rétt og satt.

Svo er hún svo kurteis og mild hún Vigdís þegar hún talar um að konur verði að koma að uppbyggingunni hér á landi....vegna þess að þær hafi ekki eins ágengt viðhorf til lífsins og karlar.

Ég er í krúttkasti.

Enginn hefur áður orðað græðgis- og peningagredduna í körlunum á eins kurteisilegan máta svo ég hafi séð.

Ég dáist að þessari konu.


mbl.is Íslendingar verða að endurheimta virðinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru fleiri sem dá þessa konu og hafa gert nánast alla tíð!

hh (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:50

2 identicon

Já, Jenný, hún Vigdís er engri lík. Hvernig hún orðaði öll okkar vandamál í fáeinum setningum á þann hátt sem er engum líkur, en kristallaði samt allt sem við vildum sagt hafa á kurteislegan, djúphugsaðan máta, var alger snilld. Að geta sagt svona "krúttlega" eins og þú myndir orða það, tvö aðalatriðin í vanda okkar Íslendinga, þetta með bankana og orðstírinn. Hugsa að það sé rétt hjá henni að nú þurfi kvenlegan hugsunarhátt til að taka við völdum, eða þannig. Áfram Vigdís, hin vísa kona.

Nína S (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þú ert langkrúttlegust.

Elísabet Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn frú Jenný.  Varð að blogga líka um þetta núna þegar ég kom heim enda Vigdís í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum.  Gott að vera komin heim.

Ía Jóhannsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Dísa Dóra

Vigdís er frábær kona og var frábær forseti.  Hef lengi dáð hana og virðing mín fyrir henni eykst bara með árunum.

Dísa Dóra, 19.11.2008 kl. 16:42

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æðislegt - og munum þetta með "ágengnina"!

Edda Agnarsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:57

7 identicon

Hún Vigdís er flott,hún er landi og þjóð til sóma hvar sem hún kemur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:30

8 identicon

... Birna bankastýra hvað?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:54

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thetta er bara frábærlega ordad , Vigdís er sjentilkona og bara flýgur upp virdingarstigann langt framúr ØLLUM køllum

María Guðmundsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:57

10 Smámynd: Einar Indriðason

Vigdís Finnbogadóttir er enn minn forseti.  Þetta er ekkert flókið.  Og hana nú.

Einar Indriðason, 19.11.2008 kl. 18:34

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála hverju orði

Jónína Dúadóttir, 19.11.2008 kl. 18:49

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mjög vel orðað hjá Vigdísi. Við getum alltaf verið stolt af henni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 19:33

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hún er löngu orðin goðsögn þessi kona. Svo er hún svo djö.. flott manneskjan. Mikið yngri í útliti en árin segja til um

Jóna Á. Gísladóttir, 19.11.2008 kl. 19:53

14 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Mér hefur  alltaf fundist blessuð konan alveg óumræðilega leiðinleg.  Íslensk tunga og plöntum trjám hefur verið aðalinnlegg hennar og nánast það eina  í gegnum árin.  Og þegar hún  loksins hætti þá þurfti hún ekstra pening til að borga aðstoð við að svar pósti. Eins og hún hafi ekki haft nóg uppúr starfinu.

Auður Matthíasdóttir, 19.11.2008 kl. 22:32

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Lady in blue, þú hlýtur nú samt að geta viðurkennt að það er skömminni skárra að planta trjám og dásama íslenska tungu en að mæra jakkafataterroristana í útlöndum og skála við þá á Bessastöðum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:56

16 Smámynd: Laufey B Waage

"ágengt viðhorf". Yndislegt. Ég á örugglega eftir að stela þessu orðalagi frá henni. Hún er náttla bara frábær.

Laufey B Waage, 20.11.2008 kl. 09:49

17 identicon

... svo ekki sé minnst á Elínu Sigfúsdóttur LandsbankaLord

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.