Leita í fréttum mbl.is

Siðblindustefnan

Það eru líkur á að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir innherjaupplýsingum um hlutabréf Landsbankans þegar hann seldi bréf sín í bankanum.

Til þess að fá málið nákvæmlega á hreint þarf að komast að því hvað var rætt á fundi með Darling viðskiptaráðherra Breta þ. 2. sept. s.l. en þann fund sat ráðuneytisstjórinn.

Hálfum mánuði seinna seldi hann bréfin.

Kommon, maðurinn er ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.

Af hverju gengur hann ekki úr starfi á meðan málið er rannsakað?

Á meðan minnsti vafi leikur á því hvort þarna orki eitthvað tvímælis á hann auðvitað ekki að vera að vasast í vinnu á meðan.

Það á ekki að þurfa að segja fólki svona.

Þetta virðist sér íslenskt fyrirbrigði.  Að sitja sem fastast eins lengi og stætt er.

Það er þessi nananabúbú stefna.  Siðblindustefnan.  Ég fer ekki rassgat nema þið getið sannað eitthvað.

Ég ætlast til að maðurinn fari að minnsta kosti í launalaust leyfi þar til málið hefur verið rannsakað.

Ég er algjörlega að tapa mér yfir þessari siðblindu í stjórnkerfinu.

ARG.


mbl.is Ráðuneytisstjóri hugsanlega innherji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem mér gremst mest er að það virðist vera alveg saman hvað þetta fólk gerir, það er jafn heilagt og Jésú.  Það er ekki hróflað við elítunni, meðan karlinn sem stal einum lyfrarpylsukepp var handtekinn, tala nú ekki um barnið sem opnaði umbúðirnar í Toys are us  Getur þetta fólk ekki áttað sig á að með þessari vernd á stórþjófum og siðleysingjum er verið að setja almennt siðferði niður á lægra plan fyrir okkur hinum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ehemm, Jenný, þó það sé nú aukaatriði:

"Þetta virðist sér íslenskt fyrirbrigði.  Að sitja sem fastast eins lengi og stætt er."

Kannski hefði ég frekar að senda þér tölvupóst um þetta, en mér fannst þetta bara svo óborganlega fyndið...

Taktu bara þetta komment út ef þú breytir þessu...

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En kannski var þetta viljandi hjá þér?

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 15:11

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb ég hló mikið Greta mín þegar ég skrifaði þetta.

Þ.e. ég sá þetta um leið og ég las yfir og mér dettur ekki í hug að breyta þessu.

Hehe.

Ásthildur: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.