Laugardagur, 15. nóvember 2008
Ég er grenjuskjóða
Mikið rosalega er ég þakklát Stöð 2 fyrir að senda út mótmælin í beinni.
Ég er ein af þeim sem átti ekki heimangengt og mikið skelfing þótti mér vænt um að geta fylgst með.
Ég er tilfinningamanneskja, ég fór að grenja undir ræðunni hennar Kristínar Helgu.
Annars voru ræðumennirnir hver öðrum flottari.
Hörður Torfa líka. Hann er náttúrulega snillingur maðurinn að halda þessum mótmælum gangandi ásamt sínu fólki og það sex laugardaga í röð.
En ástæðan fyrir því ég grét er samansafn af mörgu.
Eins og vonbrigðum, reiði, ótta og örvæntingu. Örvæntingin er verst. Vegna þess að það er ekki hlustað á fólkið í landinu. Svo var ég auðvitað smá meyr og flippuð út af öllu þessu frábæra fólki sem stóð og mótmælti.
Ég finn reyndar fyrir von. Ég held nefnilega að nú sé almenningur á Íslandi að skrifa merkilega sögu.
Ég held að íslenskt samfélag hafi vaknað og áttað sig á að valdið til að breyta er hjá fólkinu falið, við vorum bara búin að gleyma því.
Svo ætla ég að kúvenda í skoðun minni á unga fólkinu sem virkjaði eggjabúskap heimilanna í þágu lýðræðis.
Á meðan að ofbeldi er ekki beitt þá ætla ég ekki að fara að æsa mig yfir hvernig fólk kýs að tjá líðan sína.
Egg eru reyndar helvíti subbuleg og erfið að ná af - en það eru óvenjulegir tímar. Hvað get ég sagt?
En ég er grenjuskjóða og ég viðurkenni það hér með.
Takk stöð 2.
Þúsundir mótmæla á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Og Gei´r Jón og lögguskátarnir hans fengu blóm. Það fannst mér fallegt. Þá komu tár hjá mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 16:27
Ég er líka hrærð og ánægð. Eins og út úr mínu brjósti talað Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2008 kl. 16:36
Rás eitt sendi líka beint frá mótmælunum! Það fannst mér flott framtak hjá þeim.
Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 16:36
Það var sent út á netinu á báðum miðlum.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 16:40
Þetta voru frábær mótmæli... og líklega þau bestu til þessa. Ræðumennirnir voru snilld. Viðar (eða hét hann það ekki? heimspekingurinn.. athyglisbresturinn er að fara mig með hérna..), fyrsti fræðumaður dagsins var alveg spot on og var ræðan hans eins og töluð frá mínu hjarta... væri gaman ef þessi ræða kæmist á netið fyrir þá sem ekki sáu og heyrðu, því hún ætti að verða að skyldulesningu.
Ræðan hennar Kristínar Helgu var ekki verri, játa það að það spruttu fram tár sem ég þó náði að hemja... enda eins gott innan um fleiri þúsund manns... og svo ræðan hans Andra Snæs... þarf að ræða hana eitthvað frekar? verulega góð... væri gaman að sjá hana á prenti líka... segi ekki annað...
Mér fannst líka gaman að sjá að lögreglan fékk blóm frá mörgum, hvítblóm... tákn friðar. Það var góður leikur...
Síðast en ekki síst þá er ég bara algjörlega sammála þér með Hörð Torfa. Hann er duglegur og á allt props skilið.
Amen!
Isis, 15.11.2008 kl. 16:41
Alveg sammála þér Jenný. Það er frábært að geta séð og horft héðan af Vestfjörðum með fjölmennum mótmælum og ræðuhöldum, fá þannig að taka þátt. Munum. Gleymum ekki. Þegar frá líður. Munum næst þegar við kjósum.
Nína S (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:52
frábært ad geta fylgst med fyrir thá sem ekki komast. flott framtak hjá stød 2.
hafdu góda helgi
María Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 16:57
Þetta voru flott mólmæli en í hræðilega kulda. Ég er búin að borða heitan hafragraut og nú ætla ég að fá mér kaffi - því mér enn kalt og var þó í kanínuull innst.
Útaf með ríkisstjórnina!
María Kristjánsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:06
Þetta var allt voða fínt... í sjötta skipti
Hvað ætli það eigi annars að láta þetta duga lengi?
Heiða B. Heiðars, 15.11.2008 kl. 20:19
Mikið finnst mér gott að heyra að allt hafi gengið vel, ég komst ekki í samstöðugönguna sem fram fór hér á Akureyri eins og ég hafði gert ráð fyrir, og það sem verra var ég hafði ekki einusinni aðstöðu til að sjá eða heyra af mótmælafundinum. - Mikið væri gott ef hægt væri að setja þessar ræður á netið. - Baráttukveðjur. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.11.2008 kl. 20:53
Lilja Guðrún, þú getur séð fundinn (og okkur Heidi veifa hvítum fánum! á hárréttum stað í viðtalinu við Hörð!) á netinu á visir.is ef þú hfur aðgang að tölvu.
Það var stórkostlegt að vera þarna í dag - þrátt fyrir kulda. Við konur vorum þvílíkt dúðaðar og næstum ekkert kalt. Nú er Heidi heima að saum fleiri fána.
Mætum öll næsta laugardag.
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:30
Viðar Þorsteinsson heimspekingur sagði allt sem segja þurfti á þessari stundu og kom einstaklega vel fyrir sig orði, hann sagði m.a.:
...hér er alls ekkert lýðræði - vinir , synir og ættingjar eru ráðnir í ábyrgðarstöður,
... íslensk stjórnvöld hafa ekki umboð fólksins í landinu
Þessi skortur á umboði er einmitt kjarni málsins og er það sem gerir stöðuna í dag svo erfiða og enn erfiðari - verði ekki grundvallarbreyting á. Þessir einstaklingar sem nú sem skipa ráðherrastöður , alþingisþingismenn, bankastjórn Seðlabanka og forstöðumenn fjármálaeftirlits eru rúnir trausti og þurfa nú að taka pokann sinn og leita að nýjum starfsvettvangi, þar sem viðkomandi geta virkilega orðið að gagni í þjóðfélaginu, en ekki sitja í óþökk fólksins í vonlausri aðstöðu.
Ekkert persónulegt - það er bara eina færa leiðin í stöðunni og því lengur sem líður verður það sýnilegra. Með kveðju Hákon
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.