Leita í fréttum mbl.is

Gleði mín og sorgir

 ffa

Í dag hef ég verið sullandi glöð.

Það er vegna þess að ég er að lesa bókina um hana Möggu Pálu vinkonu mína. 

Það gleður mig.

Ég hitti skemmtilegt fólk í dag.

Það gladdi mig.

Svo kom minn heittelskaði heim úr matvörubúðinni og upp úr pokanum tók ég líter af mjólk og hann var jólaskreyttur. 

Ég nánast fríkaði ég út af gleði.

Svo einföld sál hún Jenný, gleðst yfir litlu.

Svo kom ein helvítis klósetthreinsiauglýsingin enn á milli frétta og Kastljóss..

og það rændi gleði minni og sorgin tók yfir.

Eða klígjan ef ég á að vera hreinskilin - en sorg er flottara orð á prenti.

En ég var snögg að jafna mig því eins og ég sagði áður þá er ég einföld sál.

Núna hjala ég við sjálfa mig svona líka urrandi glöð.

Þið ráðið hvort þið trúið mér.

En ég hef fullan hug á að stefna hreinlætisvöruframleiðendum sem sýna ógeðsleg klósett í nærmynd.

Djöfuls pervertar.

Ojabjakk en annars góð bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Síðustu fréttir herma, ef ég hef skilið rétt, að brátt muni auglýsingafargan heyra fortíðinni til í ríkisfjölmiðlum.

Fínt hvað sjónvarpið varðar, hins vegar hefur mér alltaf fundist viss sjarmi yfir að fá auglýsingar á gömlu gufunni, lesnar með þægilegum röddum þulanna.

Hver sem er kominn til vits og ára man ekki eftir umframþunganum og hláturskasti Ragnheiðar Ástu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hlýt að vera svona ung...man ekki eftir því :)

Heiða B. Heiðars, 14.11.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

He, he, nei Heiða,...það eru bara við forngripirnir sem munum eftir þessu

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Man ekki eftir því heldur........ ;)

En svakalega er ég glöð að þú ert svona einföld sál Nenna mín! Kaupirðu fötin þín líka hjá Sævari Karli?

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Best ég upplýsi:

Ragnheiður Ásta Pétursdóttir var ólétt, það vissi víst öll þjóðin, og fékk þvílíkt hláturskast þegar hún las auglýsingu frá heilsuræktarstöð sem bauð konum að koma og losna við "umframþungann" að hún varð að fá annan til að taka við lestrinum, eftir vonlausar tilraunir til að halda lestrinum áfram.

Verum glöð...eins og Jenný

Jólin koma samt...og vorið...og allt soleis...þrátt fyrir kreppu...ennþá að minnsta kosti...það er ekki kominn heimsendir...strax. ...já, já.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er voða glöð...enda með fullann munninn af franskri súkkulaðitertu!!

Heiða B. Heiðars, 14.11.2008 kl. 22:19

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur og góða helgi elsku Jenný mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heiða! Vertu ekki að tala með fullan munninn....

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 22:49

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu ekki að meina Möggu Pálu Hjalla?? hún er snillingur og ekkert annað, landið væri ríkt að eiga fleiri konur eins og hana.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 23:38

10 identicon

Ég man eftir umframþunganum hennar Ragnheiðar Ástu .Ég var vinnumaður í sveit 15 ára og var að gera hreint þegar auglýsingin með umframþungan var lesin eða átti að lesa hana.Konan hló svo mikið að hún gat ekki lesið eða talað.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:51

11 Smámynd: Ester Júlía

Þú ert yndisleg!  Einlæg í skrifum og orðin lifandi.  Eigðu frábæra helgi

Ester Júlía, 15.11.2008 kl. 00:06

12 identicon

Hvað SEGIR klósettið þitt um þig? Ef eitthvað er "turn-off" í auglýsingu! Ef klósettið mitt færi að röfla eitthvað um mig og mitt fólk yrði því snarlega hent lengst út í hafsauga! Oh! hvað ég skil þig, þoli ekki myndina sem gefin er af konum, með nefið ofan í skálinni, mælandi út skítarandir. Fyrirgefið, við erum að hugsa um annað og merkilegra. Þetta (skíturinn)er tekið með annarri hendinni, án þess að hugsa og "brandið" skiptir ekki máli. (Afsakið langa færslu, var mál ;)

Solveig (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:47

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég myndi styðja allsherjarbann við auglýsingum, permanently, þó ekki væri nema bara til að losna við Elsu Lund og Skúla Rafvirkja að auglýsa eilífa hlélausa útsölu hjá ZikZak.  Það er gersamlega að færa mann úr límingunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 04:30

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er gott þú ert glöð

Jónína Dúadóttir, 15.11.2008 kl. 06:11

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Muna ekki allir eftir dömubindaauglýsingunum með bláa blóðinu ?

Greinilega bara úr Bretadrottningu...

Nú er kominn tími á að selbitast, Jenný mín 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 08:43

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gott ad vera gladur, enn betra ef madur getur gladst yfir litlu  en mikid er ég sammála med thessar klósettauglýsingar...úff...

hafdu góda helgi Jenný

María Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 08:57

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe þið eruð frábær.

Hildur Helga: Já okkur sárvantar eitthvað um selbita.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.11.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband