Föstudagur, 14. nóvember 2008
..og yfir í alkóhólisma
Ég hef áður bloggað um nýútkomnu bókina hans Orra Harðar, Alkasamfélagið.
Orra finnst skorta möguleika á úrræðum eftir áfengismeðferð.
Hann gagnrýnir harðlega AA-samtökin og setur stórt spurningamerki við trúarlegan þátt í áfengislækningum dagsins í dag.
Ég er ein af þeim sem vill ekki blanda guði almáttugum inn í mitt bataferli. Bara alls ekki.
Ég get heldur ekki tekið undir frasann "bati hvers og eins er undir einingu leynisamtakanna kominn". Reyndar finnst mér fleiri frasar sem ganga ljósum logum um alkasamfélagið algjörlega glórulaus vitleysa.
Velferð þín er undir agerðum ríkistjórnarinnar komin. Halló, þá væri ég dauð, ég skal segja ykkur það.
Minn bati er að stærstum hluta undir sjálfum mér kominn, ekki guði, ekki yfirnáttúrulegum kraftaverkum, ekki undirkastelsi og uppgjöf.
Að láta bata minn í hendurnar á einhverjum óskilgreindum æðri mætti gerir mig skelfingu lostna. Hvað ef hann er ekki til, hvað ef honum er slétt sama um mig vesalinginn, hvað ef hann er sömu skoðunar og ég og finnst að það sé lágmarkskrafa að ég noti heilabúið sem hann útdeildi mér?
Við erum ólíkar manneskjurnar. Við alkar erum ólíkir innbyrðis alveg eins og sykursjúkir eru það.
Innan alkasamfélagsins eru uppi alls kyns skoðanir á hvað sé best að gera til að viðhalda bata.
Fyrir mér er það að taka ábyrgð á sjálfri mér, reyna að gera betur og átta mig á hvar veikleikar mínir liggja, hvað ég þurfi að forðast og þ.u.l. og leita mér síðan hjálpar hjá fagmönnum eins og læknum og geðlæknum eftir því sem þörf er á.
Sumir fara AA-leiðina og það er bara frábært mín vegna. Ég hef farið hana líka.
En þegar trúarbrögðum er blandað inn í bataferlið gerir það umræðuna erfiðari. Það er eins og maður sé að ráðast á Krist á krossinum.
Vond blanda.
Á meðan ekki hefur verið fundið lækning við alkóhólisma á maður að halda áfram að spyrja, velta fyrir sér og rökræða.
Eitt hentar þér, mér eitthvað annað.
Bókin hans Orra er innlegg í þessa umræðu.
Fróðleg bókagagnrýni á Alkasamfélagið á DV. Lesið.
Ræðum saman.
P.s. eins og sjá má af mynd af bókarkápu þá er Orri með hvítbókina í ár.
Ekki lélegt hjá þessum frábæra stílista.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 16:51
Ég hef löngum sagt að það skipti ekki máli hvað virkar fyrir fólk á meðan það virkar! Fólk má hrópa Hallelúja á korters fresti og hoppa í hring á einum fæti mín vegna ef það heldur því frá því sem það ekki getur höndlað!
Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 16:55
Skál fyrir því.
Þröstur Unnar, 14.11.2008 kl. 16:57
AA-samtökin eins og önnur tólf-spora samtök bjóða uppá ákveðna lausn sem hefur virkað fyrir marga. Sé fólk með aðrar hugmyndir um hvað virkar fyrir það er það hið besta mál og væri æðislegt ef fólk gæti komið boðið þeim sem ekki geta nýtt sér lausnir samtakanna einhverjar aðrar lausnir. Það gerir það samt ekki sanngjarnt að saka þá sem í sjálfboðaliðavinnu hafa verið að hjálpa ölkum í þessu samfélagi um að ekki sé neitt gert nóg fyrir alka. Það má vera að ég sé svolítið viðkvæmur fyrir árásum á þessi samtök því þau hafa gert algert kraftaverk í minni fjölskyldu en skilningur minn er sá að alkar viðhaldi sínum bata með lífið að veði og það sé því ekki fallegt að rífa niður það sem er gert án þess að bjóða fólki neitt í staðin.
Héðinn Björnsson, 14.11.2008 kl. 17:27
Ég er enn að vonast eftir AAA mati frá Moody's eins og ríkistjórnin. Hún fékk fleiri Ö eftir því sem hún skuldaði meira. Ég drakk aftur og þá miklu miklu meira eftir að ég fékk AA matið, samt hækkaði ekki drykkjuhæfniseinkun mín. Það er kannski ástæðan fyrir að ég er enn edrú. Hitt hefði sennilega bara stigið mér til höfuðs og ég orðið mér að fjörtjóni.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 17:32
Ég veit að ég á von á því nú bráðlega að heyra þig og sjá. Ég hlakka mikið til.
Þú ert skörungur. Gangi þér allt í haginn mín kæra.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 14.11.2008 kl. 18:54
guð er suð
Brjánn Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 19:14
Þarf að skoða þessa bók.
Ég átti pabba sem dó án þess að nokkurn tímann að viðurkenna sinn alkóhólisma, missti samt allt og alla frá sér vegna drykkju, fjölskylduna, konu og 4 börn, hús og mjög góða atvinnu.
AA menn komu margsinnis og reyndu að ræða við hann en hann keypti aldrei hugmyndarfræði þeirra?
Sem sagt ekki hægt að steypa öllum í sama mótið.
Knús til þín elsku Jenný.
Kolbrún Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 20:10
Kolbrún: Takk fyrir að deila þessu. Það eru svo margir sem deyja úr þessum sjúkdómi. Því miður.
Mér finnst að umræða sé alltaf af hinu góða og eins og Hrönn segir þá skiptir í raun engu hvernig fólk finnur batann, bara að hann sé fyrir hendi.
Ég mæli með þessari bók, hún er frábært innlegg í annars einsleita umræðu um áfengismál.
Svo er hún svo bráðfyndin líka, sem er ekki leiðinlegt.
Héðinn: Þetta er ekki niðurrif en umræða getur varla verið hættuleg.
Jón Steinar: Svona getur þetta verið.
Kalli: Erum við að fara að hittast?
Takk öll fyrir umræðuna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 20:53
Alveg sammála, þetta er frábær bók og fínt að fá umræðuna. Þekki fólk sem telur sig eiga AA-samtökunum líf sitt að launa og líka aðra sem vilja ekki blanda guði inn í þetta og hefur gengið vel. Við erum misjöfn og það sama hentar ekki öllum. Vona að bókin hans Orra hjálpi þeim sem halda að þeir séu misheppnaðir af því að þeim líkar ekki leið AA, t.d. trúlausu fólki.
Gurrí Har (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:22
Þessi bók mun ekki fá mikla athygli því get ég lofað þér þar sem þetta er rit sem skrifað er af grömum alka og flestir alkar sem hafa unnið 12 sporin heiðarlega og einarðlega kippa sér lítið upp við þetta.
Orri hefur verið edrú í andartak ef svo má segja, eitt og hálft ár er skítur á priki í edrúmennsku, varla runnið af honum og taugakerfið eins og hann segir sjálfur enn að jafna sig eftir að hafa farið í rúst.
Að vera edrú svona sutt og skrifa bók svona snemma í edrúmennsku er ekki gott fyrir alkann því ef eitthvað bregst í þessari sérleið hans og hann hrynur á hausinn er erfiðari en allt að koma til baka og láta af sér renna, flestir alkar sem fara sérleiðina koma aftur í AA því sérleiðin virkaði aðeins í stuttan tíma enda byggð á gremju eins og bókin hans Orra.
Kreppa Alkadóttir., 14.11.2008 kl. 22:10
Kreppa: Það er vegna þenna líka sem ég og fleiri finnum okkur ekki í AA. Þú veist allt og gengur út frá að allar leiðir aðrar en AA leiðin séu "sérleiðir í aðeins stuttan tíma".
Ég þekki Orra og leyfi mér að halda því fram að hann er ekki vitund gramur, það verður hins vegar ekki sagt um þig.
Ertu viss um að þú sért á réttri leið svona pirruð?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 22:34
Hæ, Jenný, gott tillegg í umræðuna, góð tilbreyting frá öllu þessu krepputali. Ég gleymi aldrei setningunni hans Salomons (hét hann það ekki sá sem Laddi lék í Stella í orlofi?) So fólk trúir það læknist, þá læknast fólkin.
Nína S (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 01:10
Já þetta komment stúlkunar er frábær vitnisburður um að AA eru trúarbrögð með dogma, sem ekki má ræða né gagnrýna. Óhagganlegur bókstafur. Rétt eins og í öðrum trúaröfgum. Ég er minnugur þessara sjálfskipuðu 12 spora klerka, sem kafa í þýðingar á bókinni eins og guðfræðingar og grískugreinar og ganga um með gatslitna AA bók fulla af lituðum yfirstrikunum og bókamerkjum eins og sturlaðir farandpédíkarar. Þeir reka titrandi taugaflök út um borg og bý á fyrstu vikum m.a. til að heimta fyrirgefningu á brotum sínum og greiða fyrir eða bæta skaða áralangrar neyslu. Það er bilun. (9. sporið)
Dont get me wrong. Ég er ekki að gagnrýna inntak þessa kerfis, en segja að það má ræða það og aðlaga þörfum. Það sem ég er að segja er að gæði dogmans veltur ávallt á þeim sem á heldur, eins og við sjáum svo áberandi vel í kristindómnum t.d.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 09:17
Frábær bók. Gott hjá þér að vekja athygli á henni Jenný og gott hjá Kreppu Alkadóttur að sanna í einu innslagi hversu sannur boðskapur bókarinnar er.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 13:32
Skrattinn missi þig Jenny!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 23:07
Jón Steinar: Algjörlega.
Gunnar Hrafn: Sammála, það þarf að ræða þessi mál. Bók Orra er ágætur útgangspunktur, hvort sem menn eru henni sammála eða ekki.
Sigurður Þór: Var ég að detta?
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 23:10
Yfirvegað álit, agalega pent og yfiregað: Þetta er ágæt bók en ég er ekki sammála öllu. Það er hugsun bókarinnar sem á að virða fyrir sér, rökgildi hennar, en ekki edrútími höfundarins. By the long way to Tipparery: Ég er hrifinn af pirruðu fólki - ef eitthvað vit er í pirringnum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 23:12
Nei Jenný, ég meina bara að þú hafnar góðum gvöði og ljósinu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 23:13
Ég hafna engu og hef mína trú þegar þannig liggur á mér.
Ég hafna hins vegar að blanda trúarbrögðum í sjúkdómameðferð.
Mér finnst bókin fín og ég er alls ekki sammála henni frá A-Ö en ég verð að viðurkenna að stóran hluta hennar skrifa ég uppá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 23:16
Últra yfirvegað álit, hvert ekki verður á móti mælt: Það er fullt af trúlausu fólki í AA og hefur alltaf verið. En það er eitthvað í samtakamættinum, að deila sömu reynslu, sem er mikilvægt og sameinar fólkið. Trúin er ekki eins altæk í AA eins og halda mætti og Orri gerir kannski of mikið úr. En þetta fer samt versnandi á síðustu árum. Að vera hundheiðinn og gjöra gys að gvöði komast menn hæglega upp með í AA. Það hef ég gert í 30 ár, svona líka bláedrú og fínn. En margar trúarhetjurnar hef ég séð og heyrt blaðra um guð og sérleiðir og detta svo í það og byrja svo á sama blaðrinu án þess að hafa lært neitt. En þetta er ekki sérlega stór hópur en sérlega hvumleiður. Það er eins og hann sé haldinn eilífðri hægðakreppu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.