Leita í fréttum mbl.is

Kreppuhelvítið rændi úr mér hjartanu

 vomit

Ég er nokkuð hress bara.  Miðað við stöðu mála og allan þann friggings ballett.

Ég er búin að þrífa allt í hólf og gólf.

Ég ætla að hrynja í skuldafenið með hreina íbúð, nýböðuð og púðruð í sparidragtinni.

Ég meina ef maður þarf að lenda í áföllum þá er eins gott að gera það klæddur í sitt besta og með allt tandurhreint í kringum sig.

Ég vil deyja hrein.

Maður gæti nefnilega lent í blöðunum.

Maðurinn sem ég giftist síðast segir að ég sé svo ógeðslega morbid.

Ég segi við hann á móti að maður þurfi að gera ráð fyrir öllu, líka því að hníga niður þegar minnst varir.

Hvað veit ég um hvað mín líffæri þola lengi við í þessum lygadansi sem hér er dansaður.

Kommon ég er 56 ára gamall alki með líferni að baki sem fær versta sukkprest til að roðna.  DJÓK.

Það var eins gott að það voru ekki vitni af mínum húsmóðurtilburðum hér í dag.

Ég var nefnilega dedd á því að skemmta mér eins og enginn væri morgundagurinn.

Ég dansaði færeyskan hringdans við ryksuguna.

Ég geiflaði mig framan í speglana á meðan ég pússaði þá og svo rappaði ég Gunnarshólma.

Helvíti flott hjá mér bara.

Þú ert hvatvís sagði húsbandið núna áðan þegar ég var að þykjast kúgast yfir malinu í Björgólfi.

Þú ert hvatvís og hryllilega mikið kvikindi.

Ég sagði honum að hann þyrfti ekki að benda mér á hið augljósa.

Hann sagði að það væri ekki fallegt að hlægja af liggjandi auðmönnum.

Ég vissi það en sagðist samt ætla að láta það eftir mér.

Og þá sagði hann  að ég væri kaldrifjuð kona. (Þetta er dialógur ala leitisgróa).

Og ég samþykkti það og taldi mig vita að það væri kreppuhelvítið sem hefði rænt úr mér hjartanu.

Og þá sagði hann...

DJÓK.

Ég er hins vegar að segja ykkur núna að héðan í frá er ég stjórnleysingi.

Ég mun ekki fylgja lögum og reglum ef ég kemst hjá því.

BYLTING JENNÝJAR ÖNNU ER HAFIN OG ÞAÐ EKKI DEGI OF SEINT.

Súmí motherfuckers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Góð eins og alltaf.

Laufey B Waage, 13.11.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lifi byltingin

Sigrún Jónsdóttir, 13.11.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú ert óborganleg

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 21:15

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Tja - manneskja gæti nú ekki sent frá sér snilldarpistla nema vera með hjartað á réttum stað og slatta af heilum sellum í toppstykkinu.  Heldurðu ekki bara að það séu nýrun sem kreppan rændi af þér hróið mitt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.11.2008 kl. 21:48

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

kvízl, kyndill, kannzke haglari ?

úlpulauzt ?

Steingrímur Helgason, 13.11.2008 kl. 21:53

6 identicon

Þú ert" ógeðslega" góð.

Svava (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:57

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þið eruð hér með boðnar velkomnar í heimsókn til mín, Jenný og Baulukolla, með tuskurnar með ykkur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:16

8 identicon

jeij!!

alva (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:29

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Solidarnos!!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 22:37

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ja men jöss

Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2008 kl. 23:05

11 identicon

Þvílíkur alvarlegur undirtónn undir kaldhæðnislegri lýsingu og húmor. Krepputalið og allt það, ertu nokkuð orðin húk'd á því? Þ.e. þannig að það sé farið að buga þig smám saman eins og hjartað sem vill fara út?

Nína S (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:29

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Alltaf kemur lestur á blogginu þínu mér í gott skap

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:12

13 identicon

Hmmm.

Þú varst vansæl með flesta hluti í samfélaginu fyrir kreppu sbr. pistla þína og með flesta alla hluti niðrum þig sjálf.  Það var samt í miðju góðærinu.

Áttu þá sérstaklega von á því að vera hamingjusöm í miðri kreppu?  Kreppu sem er varla byrjuð í raun.

 Get a life, elskan:)  

Socrates (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 05:25

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 14.11.2008 kl. 05:49

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Socrates....nú dattstu heldur betur á hausinn í góðærispottinn og hans galdrabrellur. Staðreyndin er nefninlega sú að þetta margumtalaða góðæri var  fjarverandi hjá mjög mörgum. Góðærið var bara eins og fjarlægur ómur af röddum sumra sem fengu heldur betur fylli sína af góðærinu. En þeir voru eins og við vitum núna... fáir og útvaldir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 08:35

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir  komment.  Þið eruð skemmtileg.

Líka Sókrates sem heitir líka Búdda og örgla Jesús og er hundleiðinlegur.

Jájá.

Katrín: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 09:38

17 identicon

Hringdans með ryksugu vekur ekki hvað síst athygli. Uppgötvun þessa fagra dags er því, að mögulegt er að öfunda ryksugur!? Annars væri gaman að heyra betur um þig, Björgólf og Einar, hví þú varst ekki bara glöð að heyra í honum í gær?

Magnús Geir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987257

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.