Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Mér er allri lokið
Pres er orðinn reiður. Honum finnst bræður vorir á Norðurlöndum hafa gefið skít í oss.
Kannski.
En steininn í maganum á mér stækkar og stækkar.
Ég er komin með upp í kok af lygum, undanslætti og blekkingum ráðamanna.
Hvar er helvítis lánsumsóknin til IMF?
Er hún læst ofan í skúffu Seðlabankastjóra?
Í gær sagði Geir að forseta ASÍ kæmi ekki afturenda við hvernig ríkisstjórnin starfaði.
Halló, er maðurinn ekki enn búinn að ná því að hann starfar í umboði þjóðarinnar.
Djöfuls hroki og heimska. Já, ég blóta bara, engin ástæða til að gera neitt annað.
Og svo skil ég breskan, hollenskan og þýskan almenning sem hefur verið tekinn í görnina af íslenskum ómerkingum og í framhaldi af því spyr ég? Af hverju eru menn sem hafa stolið sparnaði fjölda manna í útlöndum ekki á bak við lás og slá?
Er það nema von að við séum ekki á jólagjafalista þessara þjóða.
En helvítis Gordon Brown og Allister Darling gengu aðeins of langt þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalögin. Svoleiðis gerir maður ekki nema maður vilji standa í illvígum leiðindum.
Solla sagði í gær að það væri ekki víst hvort Bretarnir kæmu að passa okkur í desember. Það ætti ekki að magna þessa deilu.
Þá var mér eiginlega allri lokið. Það er varla hægt að ganga lengra í að gera allt vitlaust en að beita hryðjuverkalöggjöfinni. Ef það er ekki að kasta stríðshanskanum þá veit ég ekki hvaða skilaboð geta verið skýrari. Þetta er svona næsti bær við að hertaka landið.
Við þurfum ekki að magna neitt. Bretarnir hafa gefið tóninn. Að sjálfsögðu afþökkum við vernd frá þeim.
Það breytir ekki því að breskur almenningur á samúð mína alla.
En til að gera langa sögu stutta þá treysti ég ekki ríkisstjórninni fyrir horn.
Það er búið að ljúga nóg. Svíkja nóg og láta skeika að sköpuðu fyrir lífstíð.
Ég nenni ekki lengur að hlusta á ekki neitt.
Kjósum!
Forsetinn gagnrýndi nágrannaríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Utanþingsstjórn strax
Hólmdís Hjartardóttir, 12.11.2008 kl. 09:38
Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 09:39
Neyðarstjórn núna...skipuð færustu sérfræðingum á sínu sviði. Verkefni hennar er að sigla skútunni í höfn og á meða eins heilli og hægt er...setja á laggirnar óháðar rannsóknarnefndir...og á meðan leggjumst við hin undir feld og spáum í hvernig við ætlum að byggja þetta þjóðfélag upp aftur og á hvaða forsendum. ÚT með flokkana og eiginhagsmunakerfi..rotið og spillt upp að eyrum. Nýtt fólk, nýjar hugmyndir og nýja framtíðarsýn. Við þurfum tíma til að ná áttum og þurfum virkilega að finna leiðir til að koma í veg fyrir að vera rænt um hábjartan dag af snaróðum græðgispúkum. Þ.e ef við finnum lausnir til að koma þeim í skilning um að nærveru þeirra er ekki ÓSKAÐ LENGUR!!!!ARG..HVAÐ ÞARF EIGINLEGA TIL!"!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 09:50
Sammála Jenný, nóg er komið af þessum lygum. En varðandi Gordon Brown, ertu þá ekki sammála þessari útfærslu? Ég er nokkuð viss um það ....
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2008 kl. 10:05
Ég er sammála þér þetta er orði óþolandi.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:07
Katrín: SAMMÁLA.
Guðsteinn: Nú hló ég.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 10:09
eg held að i staðin fyrir að 70-80.000 islendingar skrifi a einhvern lista til Gordon Brown ættu þessir sömu að hopast fyrir utan alþingi næsta laugardag og heimta aðgerðir, svör, breytingar hja Geir H
sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:10
Nákvæmlega 100% sammála þér.
Hversu sterkann maga er lýðurinn með til að þola yfirganginn hrokann?
Krafan er: Stjórnin á að seigja af sér, boða til kosninga, mynda þjóðstjórn.
Enn þetta verður aldrei ef þjóðinn lætur ekki til sín taka.
Þórður Runólfsson, 12.11.2008 kl. 10:11
Alþingi klukkan 12.00 á hádegi í dag..sláum Skjaldborg í kringum alþingi til varnar lýðræðinu okkar. mætum öll. Málið er orðið MJÖG alvarlegt!!
Hafiði lesið þetta??
Sá þetta á blogginu www.birgitta.blog.is
"Nú rétt í þessu voru að berast ábendingar frá OECD að ef að Ríkisstjórnin víki ekki frá nú þegar sé staða okkar sú skelfilegasta sem menn hafa séð gerast í vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni!
Núna sem aldrei fyrr verðum við að standa saman og láta allan heiminn vita af því að við íslendingar látum ekki bjóða okkur meir en komið er af skelfilegum atburðum sem einkennast af spillingu, valdagræðgi og hroka yfirvalda sem hafa sett okkur út á kaldan klaka og er nú mest umhugað að bjarga eigin skinni en ekki hagsmunum hins almenna íslendings. Viljum við leyfa þeim að halda þessu ÁFRAM? Er ekki komið nóg? Erlend stjórnvöld og stofnanir vilja ekki lána okkur peninga þar sem þeir treysta ekki núverandi Ríkisstjórn. Þetta kostar okkur gífurlegar fjárhæðir með hverri mínútu sem líður og menn vilja ekki víkja vegna ótta við að upp komist um spillinguna sem þeir halda utan um. Hverju höfum við að tapa? Erum ekki nú þegar rúin trausti og orðin gjaldþrota, er það ekki nóg? Eftir hverju erum við að bíða?"
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 10:25
Mér brá svo þegar ég sá þessar upplýsingar sem ég setti inn í athugasemdirnar hjá Jenný...en af því að ég er búin að fá upplýsingar um að þetta sé kannski ekki alveg svona skulum við fara rólega í þetta í bili. Svona æðir hysterían af stað þegar fólki er haldið frá öllum upplýsingum....maður spyr sig...." Hversu lengi getur þetta gengið svona??? Hver veit eiginlega hvað er hvað núorðið þegar meira að segja ráðamenn eru staðnir að því aftur og aftur að fara ekki rétt með??
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 11:02
Íslendingar geta ekki endalaust lifað á betli og lánum.
Sigurður Þórðarson, 12.11.2008 kl. 11:07
Hæ elsku mamma mín. Ég er svo sammála þér og mér finnst það líka sorglegt að sumt fólk í landinu er ekki að gera sér grein fyrir því sem er í vændum. Þess vegna þurfum við sem höfum háværa rödd að öskra. Þess vegna ætla ég að mæta á mótmælin klukkan 12:00 Þú öskrar með því að passa fyrir mig á meðan. Ég mæti fyrir okkur báðar svo að börnin mín og barnabörn þín geti lifað sín bestu ár án þess að þurfa að borga brúsann fyrir hvítu feitu miðaldraða mennina sem eru nú við völd.Love you Sara
Sara Hrund (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:12
Samkvæmt Eiríki Bergmann dósent við Háskólann í Bifröst, bera Bretar sjálfir ábyrgð á Icesave reikningunum eftir að þeir frystu eignir bankana í Bretlandi með hryðjuverkalögum, það þýðir að við skuldum ekki öll þessi ósköp sem okkur hefur verið talin trú um, og þá lítur málið betur út.
Ég legg til að við afþökkum afskipti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og þiggjum lán frá þeim þjóðum sem hafa boðið okkur þau til þess að byggja hér upp gjaldeyrisforða, við verðum þá jafnframt laus við vaxtaskilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og getum hríðlækkað stýrivexti. Aukinn gjaldeyrir og lágir stýrivextir væri sem vítamínssprauta í atvinnulífið.
Bretar og hollendingar verða að sjá um þarlenda Icesave reikninga sjálfir, það er glapræði að láta afkomendur okkar blæða fyrir glæpi örfárra útrásarvíkinga. Þetta þýðir náttúrulega áframhaldandi hatur á íslendingum,en það verður bara að hafa það, við verðum þá að horfast í augu við það að markaður fyrir íslenskar vörur í þessum löndum er búin og þá verðum við að byggja upp nýja markaði annarsstaðar, þrátt fyrir allt er það mikið betri kostur en að vera í Icesave-skuldaánauð um ókomin ár.
Við vöxum að styrk við mótlæti, það er ósköp eðlilegt manneskjunni að berjast fyrir sér og sínum, þannig hefur það alltaf verið í gegnum aldirnar. Við sem erum uppi í dag höfum haft það frekar náðugt en kynslóðirnar á undan okkur þurftu að berjast við breta fyrir fiskimiðum okkar, þó svo að íslenskir sjómenn hafi lagt líf sitt að veði við að sigla með fisk til sveltandi breta í seinni heimsstyrjöldinni. Áfram Ísland
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 11:28
Sammála Guðrúnu! Ég held að við séum ekkert betur komin með lán frá IMF ásamt öllum þeim skilyrðum sem því fylgja!
Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 11:38
Bretar og Hollendingar eru í góðri aðstöðu til þess að ná í skottið á bankaræningjunum og láta þá svara til saka og skila inn eignum til Bretlands sem þeir hafa náð að stinga undan. Svo að þegar að upp er staðið mun skaðinn verða minni fyrir þá heldur en ella.
Guðrún Sæmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 11:42
Maður er í hálfgerðu sjokku daglega, best að sleppa helv. fréttunum, en nei, ég vil fylgjast með.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 12:05
Það er agalegt að heyra í þér svona gargandi reiðri Jenný mín. Ef ég væri á skerinu mundi ég eflaust garga líka. Það er alveg óþolandi að stjórnvöld neiti að upplýsa þegna sína um ástand og gang mála sem gefur sterklega til kynna að sannleikurinn þoli ekki dagsljósið.
Kannski að það sé komin tími á Íslandi fyrir aðferðina hans Gandhi.
Hún mundi beinast gegn stjórnvöldum og stofnunum þeirra og felur í sér friðsamar en ólöglegar aðgerðir eins og að neita að borga skatta og alla opinbera reikninga. Þannig hittir maður þau fyrir þar sem þau kennir mest til, í budduna.
Málið er náttúrulega að fólk þarf að þola lokanir og aðrar mótaðgerðir stjórnvalda og svona aðgerðir missa marks ef þær eru ekki fjöldaaðgerðir. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.11.2008 kl. 13:43
Sammála, Svanur, tökum Gandhi-inn á þetta!
Það er verst að það er alltaf BÚIÐ að taka skattinn af öllu, ekki satt?
Nú mæta ennþá fleiri á Austurvöll á laugardaginn kemur, og eitthvað fleira má gera...
Greta Björg Úlfsdóttir, 12.11.2008 kl. 13:53
jenný mín skoðaðu færsluna mína brosa smá
Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 16:17
Takk öll fyrir frábær komment.
Sara mín: Ég er stolt af þér dóttir góð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 16:33
Já, kjósum, kjósum og það sem fyrst.
Flott stelpa sem þú átt Jenný Anna, til hamingju með hana. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.11.2008 kl. 21:12
Ekki allir sem vilja fá kosningar í náinni framtíð búnir að kvitta undir www.kjosa.is?
ASE (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 00:09
Ég vil aðgerðir núna strax, og svör við ýmsum spurningum um spillinguna og einkavinavæðinguna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.11.2008 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.