Leita í fréttum mbl.is

Frasamaskínan Jenný Anna

 borðabiðjaelska

Smá ladídadída færsla til að hvíla okkur á pólitíkinni.

Ég er að lesa frábæra bók.  Hún heitir "borða, biðja, elska" og algjörlega það sem mig vantaði inn í hálf ömurlegan hvunndaginn.

Bókin er um konu sem heldur í ferðalag til þriggja landa, Ítalíu, Indlands og Indónesíu eftir erfiðan skilnað.

Þessi koma er manneskja sem ég sé nánast allar vinkonur mínar í.

Fyndin, hlý, töff, gefandi, forvitin, full sjálfíroníu og til alls vís. 

Hef ég sagt ykkur að ég elska vinkonur mínar?

Lesið hana.  Algjörlega frábær bók fyrir alla sem hafa gaman af að ferðast í  huganum.

En að öðru en ekki svo allt öðru.

Ég var að taka til í bókaskápunum áðan, eða réttara sagt að reyna það.  Ég festist nefnilega í þessari bókinni eða hinni og þetta gekk nokkuð seint hjá mér.

Ég hef ekki pláss fyrir fleiri bókahillur að sinni og því var ég að reyna að rýma fyrir nýjum.

Mér fannst ég samt engri bók geta pakkað niður, fannst ég þurfa að hafa hverja einustu eina innan seilingar.

Þangað til ég byrjaði að rekast á sjálfshjálparbækur.  Já, ég var einu sinni svo illa haldin að ég eignaðist nokkrar.  Merkilegt hvað margir hafa gaukað að mér slíkum í gegnum tíðina. 

Var verið að segja mér eitthvað?

Ég þoli ekki selvfölgligheter á prenti, né heldur á hraðbergi beint í viðkvæm hlustunarfærin.

Sjálfshjálparbækur eru frábær leið til að ná sér í skjótfenga peninga og fórnarlömb þessara höfunda eru að mestu leyti konur.

Lifðu lífinu lifandi!  Já sniðugt, prufa það.  Það er ef ég get risið upp frá dauðum.  Fíbbl. 

Elskaðu sjálfan þig! Já er það sniðugt, ég sem elska bara blóm og runna.  Prufa það.

Konur sem elska of mikið! Vá ef einhverri bók hefur verið ofaukið á markaði þá er það þessi.  Fleiri hundruð blaðsíður um einfalda almenna skynsemi sem er; Ekki gleypa fólk og líma þig á það eins og frímerki, það lætur þér (og því) líða illa. Getur endað með ofbeldi. Skilaboðin eru einföld: Þú situr uppi með sjálfa þig, dílaðu við það.

Svo eru það öll gullkornin sem fólk hefur stöðugt á hraðbergi.  Svona hægara sagt en gert frasa þegar maður er leiður og sár.

Það birtir upp um síðir!  Erfiðleikar herða þig!  Þakkaðu guði fyrir erfiðleikana, þeir eru þroskandi!

Og tilvitnanirnar maður minn. Þar er Einar Ben algjörlega misnotaður endalaust og botnlaust.

Ef maður opnar muninn til að segja skoðun sína á mönnum eða málefnum þá kemur "aðgát skal höfð í nærveru sálar" fljúgandi og gefur manni á kjaftinn.

Aumingja Einar Ben, hvers á hann að gjalda.

Það er reyndar vitnað í Einar Ben í annarri hvorri bloggfærslu.  Jájá, maðurinn er hittari.  Seint en samt.

Ég set gullkorn, frasa og sjálfshjálparrit í tætarann.

Þ.e. myndi gera það ef ég væri ekki búin að lána hann niður í sóandsó ráðuneyti.

Og sjá það myndaðist pláss í mínum bókaskápum.

Ekki leiðinlegt.

Lífið er dásemd á milli sorgarþátta.

Lifið lífinu lifandi og ekki segja ljótt.

Munið að aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Frasamaskínan Jenný Anna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mig sárvantar fleiri bókahillur, hér eru bókastaflar sem ég kom með í búið út um allt fína skrifstofuherbergið (áður húsbóndaherbergi) sem er af þeim sökum auðvitað alls ekki fínt lengur. Var að auglýsa eftir hillum á barnalandi, gá hvort ég get verið svona klók eins og dóttirin að fá sér húsgögn á næstum núlli!

Er annars að lesa bók núna sem heitir "Hnotið um hamingjuna" og það er sérstaklega tekið fram í formála að hún sé ekki sjálfshjálparbók!  Er að vísu með nokkrar í gangi, finnst stundum gott að grípa í ólíkar bækur. Siggi Páls Minnisbók er einnig ókláruð, hún er fanta skemmtileg.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Minnisbókin hans Sigga er yndisleg.

Sko ég er með heilan vegg af hillum en get ekki bætt fleirum við.

Það frústrerar mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 15:56

3 Smámynd: M

Þú hlýtur þá að eiga Secret, er það ekki ?   Ekki nenni ég að lesa hana. Svo djö... jarðbundin.

M, 11.11.2008 kl. 16:30

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aldrei verið sérlega hrifin af sjálfsræktarbókum en þær eru vissulega misjafnar.

Átti að skila mergjuðu þakklæti til dóttur þinnar fyrir barnafötin sem hún gaf Nadeen. Ég skrapp í dag með litla afmælisgjöf handa henni,  3 ára í dag, og tók pokann með, vandlega úthugsað ... Allt passaði voða vel (oggulítið of stórt sem er bara enn betra). Kjóllinn úr gallaefninu vakti mikla lukku og hún vildi fá að fara í hann strax. Hugsa að það sé mikið mátunarkvöld núna, hún var heilluð af sparikjólunum og bara þessu öllu saman. Takk, takk, takkkkkk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.11.2008 kl. 19:30

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 19:49

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef aldrei eignast eða lesið sjálfshjálparbók. Enginn gefið mér slíka bók, fólk telur líklega að mér sé ekki viðbjargandi.

Helga Magnúsdóttir, 11.11.2008 kl. 19:49

7 identicon

Snilld!! Vinkona mín var einmitt að segja mér að ég yrrrrrrði að lesa Edgard Tolle eða ég held að nafnið hans sé svona skrifað...hehe..fyndið hvað kvenmenn lesa mikið af þessum sjálfshjálparbókum, miklu meir en karlmenn, ég á tonn af þessum bókum og er alveg jafn hópeless samt, enda les ég þær sjaldnast til enda, skipti fekar út í Auði Haralds eða eitthvað álika skemmtilegt sem lætur mér líða vel. 

alva (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:25

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð frábær.

Gurrí: Gott að sú stutta er ánægð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 21:58

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

tíhí... ég eignaðist allar þessar bækur fyrir áratugum síðan auk bókarinnar öskubuskuáráttan, þá var í gangi mikil naflaskoðun, veit hins vegar ekkert um þessar bækur í dag.....humm???

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:24

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sumar sjálfshjálparbækur eru góðar, aðrar vondar..bara eins og gengur og gerist. Ég las nú einu sinni eina sem var eins og duglegt spark í afturendann. Sú virkaði sko!!!! Eru ekki bara annars allra bækur sem vekja mann upp til vitundar eða fá mann til að hugsa á jákvæðari hátt eða uppbyggilegri bara fínar??? Getur ekki skaðað...

En sumar eru...já ...frekar hallandi eða þannig!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.