Leita í fréttum mbl.is

Afsagnir og axlanotkun 101

Bjarni Harðarson brýtur blað með afsögn sinni í morgun.

Almenningur hefur krafist breyttra tíma og nýrra vinnubragða stjórnmálamanna.

Mér finnst Bjarni Harðarson svara því kalli og hreinskilningslega þá finnst mér að einhverjir aðrir hefðu átt að sjá sæng sína útbreidda og það fyrir löngu.

Margir með öllu svartari "afrekaskrá" en Bjarni Harðarson.

Bjarni telur að honum hafi orðið á alvarleg mistök og hann tekur ábyrgð í samræmi við það.

Ég kann ekki að dæma um hversu alvarleg mistök Bjarna voru en ég þori að hengja mig upp á að svona leynisendingar til fjölmiðla ásamt öðru baktjaldamakki hefur verið ástundað af mörgum stjórnmálamanninum og það um langa hríð.  Það hefur einfaldlega ekki komist upp um þá.

En Bjarni Harðarson gefur línuna hérna og ég er þakklát fyrir það.

Málið er að hann hefur siðferðiskennd.   Eitthvað sem mörgum í ríkisstjórninni ásamt sumum Seðlabankastjórum og auðmönnum greinilega skortir.

Mér finnst að Bjarni gæti haldið fyrir þá námskeið.

Afsagnir og axlanotkun 101.

Kominn tími til að stjórnarherrarnir fái vitneskju um til hvers axlirnar á þeim voru skapaðar.

Takk Bjarni, þú ert búinn að setja tóninn.

Arg.


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bjarni gerði "mistök"

En þeir sem framið hafa afglöp sitja sem fastast.

En Bjarni er maður að meiri.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.11.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er nefnilega heila málið það hefur ekki komist upp um aðra sem hafa gert sama hlutinn, hefði Bjarni samt sagt af sér ef þetta hefði ekki komist upp ? Mér finnst þetta samt það eina rétta og ef ég væri með hatt, tæki ég ofan fyrir honum.

Jónína Dúadóttir, 11.11.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér finnst það frekar ömurlegt að hann sé að axla ábyrgð og segja af sér fyrir gjörðir Valgerðar, það er ekki eins og þetta hafi verið leynilegt plagg.

Sævar Einarsson, 11.11.2008 kl. 12:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alveg sammála þér hérna Jenný eins og svo oft áður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2008 kl. 13:42

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Loksins loksins kom fordæmi, vonum bara að það virki á hina þverhausana sem sitja sem fastast.

Elísabet Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 13:48

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svona skólabókardæmi um hegðun margra þingmanna, en það komst upp í þetta skiptið, margur væru foknir ef þeir segðu af sér við þessar aðstæður, kannski væri það gott?

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 14:33

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gott mál hjá Bjarna, vonandi fylgja sem flestir af thessum apakøttum i kjølfarid.

hafdu gódan dag

María Guðmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 14:41

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér hefur alltaf líkað skrambi vel við Bjarna þótt ég þekki hann ekki neitt. Finnst flott hjá honum að hafa sagt af sér, þótt ég eigi eftir að sakna hans af þingi, það setur hann í allt annan hóp en suma aðra þingmenn sem mættu alveg fara fyrir verri hluti en sitja sem fastast.

Minni á www.dv.is/blogg/gurri 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.11.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband