Leita í fréttum mbl.is

Sigurjón enn í bankanum - eruð þið að grínast í mér?

Ef ég væri ekki svona vel upp alin og algjörlega laus við ofbeldishneigð þá væri þessi stund, þessi mínúta þegar ég sá þetta hér fyrir neðan mitt móment til að versla mér heykvísl.

Orðið á götunni segir:

Sigurjón er enn í bankanum

Orðið á götunni er að Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, sé enn að störfum í bankanum á nýrri skrifstofu, sem hafi verið sérstaklega innréttuð fyrir hann. Hann er enn sagður leggja í gamla bankastjórabílastæðið sitt eins og ekkert hafi í skorist og spígspora um bankann eins og sá sem öllu ræður.

Einum starfsmanna bankans ofbýður þetta svo að hann getur ekki orða bundist lengur: “Svo virðist sem í raun hafi ekkert breyst í Landsbankanum þrátt fyrir fall hans. Sigurjón Árnason er ennþá allt í öllu þar. Hann virðist stýra öllu í gegnum konuna sem enginn veit hvað fær í laun. Samkvæmt fréttatilkynningu sem gefin var út þegar Sigurjón og Halldór létu af störfum var sagt að þeir myndu verða hinum nýja banka til ráðgjafar einhvern tíma.

“Staðreyndin er sú að ennþá kemur Sigurjón á sínum bíl og leggur í stæði bankastjóra. Hann fékk undir sig heila hæð yfir Reykjavíkurapóteki sem bankinn er með á leigu. Þar var allt innréttað uppá nýtt fyrir hann í hvelli og þar starfa honum til aðstoðar hátt í 10 starfsmenn!!!!!!!!!!! Hvað skyldi gerast þar???? Um þetta má ekki tala í bankanum og mikið pukur er í kringum þessa starfsemi Sigurjóns. Ég hef grun um að enginn geri sér grein fyrir hversu fyrirferðarmiklir gömlu stjórnendurnir eru enn þann dag í dag. Í það minnsta gengur Sigurjón um ganga eins og maðurinn sem öllu ræður.

Því miður hefur lítið sem ekkert breyst.”

Þið vitið hver Sigurjón er gott fólk, þessi sem var látinn fara og kennir öllum um nema sjálfum sér.

Björgvin viðskiptaráðherra og hinir í ríkisstjórninni hljóta að hafa verulega einbeittan brotavilja þegar kemur að því að fara á bak við almenning, ljúga að honum og setja upp blekkingarsjó.

Leikhús fáránleikans hvað?

Burt með spillingarliðið!
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Burt með spillingarliðið!

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heykvísl ætti að duga til að moka þessu spillingarliði út

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:42

3 identicon

"Sigurjón kennir öllum um nema sjálfum sér." Fræðin segja að fyrstu orð glæpamanna séu að reyna koma sök á annan. Flettið svo upp í viðbrögðum bankamanna eftir hrunið. 

Ráðlegg fólki að spara stóru orðin og kraftana þangað til síðar.

Innmúraður sagði mér að það sem þegar er á yfirborðinu sé hreinasta hátíð miðað við það sem á eftir að koma í ljós þegar menn hætta að rannsaka sig sjálfir og utanað komandi fara ofan í sauman á hlutunum.

Verð illa svikinn ef ekki verður brotinn gluggi svona uppúr áramótunum eða jafnvel fyrr.

101 (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Kristjánsson

Þarft þú ekki að fara taka lyfin þín ?

Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 18:24

5 identicon

 mig grunar að 101 hafi rétt fyrir sér því miður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:32

6 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Það sést örugglega reykurinn sem leggur af mér alla leið frá Sverige, svo þreifandi-öskuill sem ég er.  Þegar maður hélt að þessir menn gætu ekki lengur komið manni á óvart.  Er ekki hægt að taka sig saman og moka þessu liði barasta út?  Upp með heykvíslarnar!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 5.11.2008 kl. 18:45

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 get svo svarid thad!!!!!!!!! er thetta bara FARSI eda hvad??? thad er bara ekki í lagi med nokkurn hlut lengur, thetta heldur bara áfram,upp mokast endalaus drullan . UPP MED HEYKVÍSLARNAR OG BURT MED SPILLINGARLIDID!!!

María Guðmundsdóttir, 5.11.2008 kl. 19:12

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Og sveiattannnnnnnn!!!! Er þetta rétt, Jenný?? Ef svo er, þá skal ég selja þér.... nei, ég skal gefa þér heykvíslina mína og treysti því svo að þú gangir almennilega í verkið...... vúman

Var annars búin að vera í langri bloggpásu, hlakkaði til að fá hláturskast eins og venjulega yfir blogginu þínu, en fæ þetta eins og blauta tusku í andlitið...... Jæja, ég verð að lesa aðeins lengra í síðustu bloggin þín og vonast til að mér stökkvi bros á vör á næsta klukkutímanum.

Takk fyrir þín skemmtilegu blogg, tjélling

Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 20:03

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sko til, komin úr úlpunni & farin að teygja sig eftir heykvízlinni, kyndlinum & tvíhleypunni ?

Bál í skoðinu ...

Steingrímur Helgason, 5.11.2008 kl. 21:34

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er hrædd um að 101 hafi rétt fyrir sér.   Vitið þið um óbyggða eyju sem rúmar okku öll?  Mætti vera veðursælli en Ísland.

Burt með spillinguna

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 22:25

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvaða drullusokkur er þessi Kristjánsson eiginlega?

En já... er þetta ekki að verða fínt?

Heiða B. Heiðars, 5.11.2008 kl. 22:33

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Eins og þessi drengur var mikið krútt þegar hann var unglingur ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.11.2008 kl. 00:06

13 Smámynd: Dísa Dóra

Og það versta er að þrátt fyrir mikið tal um að lagalega þá eigi þessir menn að sitja inni visst lengi fyrir hitt og þetta þá verður sennilega aldrei neitt látið á slíkt reyna

Dísa Dóra, 6.11.2008 kl. 00:31

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heykvíslar fara að seljast upp. Fyrstur kemur fyrstur fær!

Uppskrift að kyndli: 1 stk veglegur stólfótur úr timbri. 1 stk. Gamalt koddaver.  150cm af blómavír eða gardínugormur.  Lampaolía, Steikarfeiti, smjerlíki eða álika.

Tendrist með sígarettukveikjara eða Heklu eldspýtum í nágrenni við stjórnsýslubyggingar.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 01:00

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillinguna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2008 kl. 02:32

16 Smámynd: Róbert Tómasson

Maður er alveg hættur að skilja þessa vitleysu alla, það er eins og þurfi að segja þessu spillingarpakki upp með haglabyssu.

Róbert Tómasson, 6.11.2008 kl. 08:08

17 identicon

Það virðist bara vera svo í dag að það er alveg sama hvað almenningur segir og gerir það er ekkert hlustað á þegna landsins.

Ráðamenn þjóðarinnar stinga hausnum í sandinn og hlusta ekki á þjóðina, ef þeir gerðu það þá væri búið að skipta frá a-ö um stjórn bankanna, það hefði verið gert STRAX, það væri búið að skipta um áhöfn í seðlabankanum, það væri búið að skipta út fólki í fjármálaeftirlitinu, það væri búið að boða aðildarumsókn inn í Evrópusambandið og það væri búið að boða til kosninga n.k vor. Þetta er það sem þjóðin vill enda sýna skoðanakannanir það. Við munum hvað Geir sagði, ég læt ekki skoðanakannanir hafa áhrfi á mig né stjórna mér, hann á einmitt að taka mark af þeim því þar getur hann séð hvað þjóðin vill og hann er í vinnu hjá henni.

Hvað getum við gert? Það er því miður ekki svo mikið, en það sem ég ætla að gera og ég hvet að sjálfsögðu alla til að gera er að skipta um banka, ég hef verið í KB-banka og nú get ég ekki verið þar lengur, ég ætla að koma mér í einhvern sparisjóð. Ef ætlir hættu að skipta við þessi glæpafyrirtæki þá yrði kannski eitthvað gert, hinsvegar geri ég mér grein fyrir því að Íslendingar eru ekki þekktir fyrir samstöðu og því eru væntingarnar kannski ekki stórar. Þetta er samt það sem ég ætla að gera, ég er búinn að fá upp í kok af þessu pakki.

Auðunn Atli (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:32

18 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er ömurlegt í einu orði sagt og gerir mann foxillan!!! Ég segi eins og Dúa; burt með formann VR líka! Það er skítalykt úr hverju horni og það er komið fram við okkur 'auman almúgann' eins og við séum fávitar!! Það lítur líka út fyrir að þetta sé bara rétt að byrja. 

Hugarfluga, 6.11.2008 kl. 08:39

19 identicon

Sæl.

Já,það eru allir búnir að fá nóg. Nýjar fréttir á hálftíma fresti af þessum óskapnaði. Lof sé fréttum og BLOGGURUM.

Kærleiksskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:29

20 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Maður verður ótrúlega dapur og vonlaus yfir svona tíðindum. Hvar er eiginlega siðferðisþrek þessa manns sem er formaður stéttarfélags og á að gæta hagsmuna fjölda fólks. Í hvaða stéttarfélagi eru bankastarfsmenn, VR kannski?

Og ef þetta er satt með Sigurjón Árnason, eru engin lög í landinu sem stoppa svona lagað? Ef þetta er satt hlýtur hann að vera á launum frá ríkinu.

Ég er allavega búin að skipta um viðskiptabanka, komin úr Kaupþingi í sparisjóð. Eins gott að sparisjóðirnir haldi.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.11.2008 kl. 12:25

21 identicon

Svo fréttir maður að yfirmenn sem voru látnir hætta hjá Kaupþingi hafi fengið vinnu hjá Nýja Landsbankanum

Ella (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:25

22 identicon

Okei, nú eru allir brjálaðir, það sýður á fólki. En siðblinda spillingarliðið í bönkunum og pólitíkinni þekkir sitt heimafólk. Það veit að það þarf bara að bíða af sér storminn. Hér ríkir nefnilega sú lenska að enginn þarf að taka ábyrgð á neinu. Bara að bíða af sér óveðrið.

Í næstu kosningum kjósum við svo sömu vitleysuna yfir okkur aftur af því við þorum ekki annað. Hefur það ekki alltaf verið þannig?

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:41

23 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vá, ég vissi ekki að þessi kelling væri spússa Sigurjóns!

Þvílíkt og annað eins!

Réttast væri að allir "almennilegir" Íslendingar flýðu landið  - skildu skítagræðgispakkið eftir og leyfði því að reyna að græða á sjálfu sér.

Mér koma í hug orð Alberts Einstein:

"How strange is the lot of us mortals! Each of us is here for a brief sojourn; for what purpose he knows not, though he sometimes thinks he senses it. But without deeper reflection one knows from daily life that one exists for other people — first of all for those upon whose smiles and well-being our own happiness is wholly dependent, and then for the many, unknown to us, to whose destinies we are bound by the ties of sympathy. A hundred times every day I remind myself that my inner and outer life are based on the labors of other men, living and dead, and that I must exert myself in order to give in the same measure as I have received and am still receiving..."

Hugsanir af þessu tagi fyrirfinnast alveg örugglega innan höfuðskelja þessa fólks.

Wikiquote: Albert Einstein

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:00

24 identicon

Þetta er nú ljóta bloggið. Hér er bara gróusögukjaftæði og sleggjudómar. Ekki ein hugsun með rökstuðningi. Lýðskrum!

Þyrnir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.