Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Illugi er með´etta
Allt sem maður heyrir ótrúlegt þessa dagana og vikurnar virðist hafa þá tilhneigingu að reynast vera satt. Að minnsta kosti ansi margt.
Ég hef velt því mikið fyrir mér hvers vegna Geir Haarde er svona dedd á því að halda Davíð í Seðlabanka. Þrátt fyrir að landið, miðin, löndin og álfurnar vilji hann frá.
Ég var að velta fyrir mér hvort Dabbi hefði eitthvað á Geir, en mér fannst það ótrúlegt af því Geir er ógeðslega streit náungi og ekki líklegur til að vera með eitthvað hanky panky í pólitískum eða persónulegum skilningi.
Svo datt mér í hug að ástæðan gæti verið einhver Frímúrarabinding, að þeir hefðu gengið í klíkubandalag á sellufundi þar, hvað veit maður. Ég var farin að hallast á eitthvað svona Bræðraband í þessari endalausu undrun minni á langlundargeði Geirs sem jafnvel hefur logið eins og sprúttsali hvað eftir annað, að fjölmiðlum sko.
Og svona er ég búin að fabúlera um Geir og Dabba bandalagið alveg út í eitt.
En nú hefur Illugi komið með skýringu sem mér sýnist muni vera sönn.
Gvöð hjálpi okkur öllum.
Eða hvað?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Vá, Sjálfstæðisflokkur þríklofinn, Davíðsarmur, Geirsarmur og Þorgerðar Katrínar armur....hvernig ætli skiptingin yrði svo úr þessum ca. 20%, sem enn segjast styðja "flokkinn"?
Sigrún Jónsdóttir, 4.11.2008 kl. 16:31
Hann Davíð er auðvitað svo veruleikafirrtur og heldur að hann sé endalaust vinsæll, sama hvað hann skítur á sig.
Er búin að fá upp í kok á spillingunni í þessu landi
M, 4.11.2008 kl. 17:22
Þetta er einum of "klikkað" til að vera satt hjá honum Illuga, og því er hættan sú að þetta sé satt. - Enda fer Illugi sjaldnast með fleipur.
Og það sem meira er, hann er þekktur fyrir að vera hárbeittur penni og stinga á kýlum þjóðfélagsins, jafnframt því sem hann aflar sér heimilda og sannleiksgildi þess sem hann fjallar um, áður en hann sendir það frá sér. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.11.2008 kl. 17:27
Dabbi að stofna nýjan flokk, - verða nokkrir í honum nema hann og klíkan hans. Sem virðist þó ótrúlega fjölmenn?
Geir er ótrúlega vandræðalegur þessa dagana, eins og hann viti ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga.
Þorgerður á útopnu með stressið eins og blikkandi jólaseríu í kringum sig.
Samfylkingin plottar og firrir sig ábyrgð á öðrun en tilteknum hlutum stjórnarsamstarfsins.
Þvílík ríkisstjórn. Þvílík endemis vitleysa.
Og útrásarhausaveiðararnir á fullu að gefa "góð" í fjölmiðlum. Svei og aftur svei!
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.11.2008 kl. 17:38
"góð" ráð, átti þetta að vera.
Held ég leggi mig aftur fram að fréttum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.11.2008 kl. 17:39
Barnið sagði
"Mamma, mikið er ég fegin að lygin er til .
Ha??? segir mamman
jú hugsaðu þér ef allt sem við heyrum væri satt"
manni verður oft hugsað til þessara orða undanfarna daga
kveðja
ókunn Jóhanna Ragnars.
Jóhanna Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:06
Það er örugglega eitthvað til í þessu hjá Illuga, hann hefur oft hitt naglann á höfuðið og því ekki núna? Þú hefur sjálfsagt líka hitt naglann á höfuðið með tilgátunni um þá reglubræður. Davíðsarmur í íhaldsflokknum er ótrúlega sterkur en ég hef trú á því að Geir langi til að slíta sig frá þeim armi og sýna fram á að hann geti stýrt flokknum án afskipta frá Davíð. Seðlabankastjóri vill það hins vegar ekki og þess vegna er þessi pattstaða komin upp.
Hitt er svo annað mál að mér sýnist varaformaðurinn vera farin að gera sig líklega til að taka við flokknum og fv. bæjarstjóri í Mosó gekk fram fyrir skjöldu með henni í dag. Ég er þó ekki viss um vangaveltur Sigrúnar Jónsdóttur hér að ofan um þrískiptan flokk, Geir mun ekki láta það verða og taka afstöðu með eða móti Davíð.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.11.2008 kl. 21:52
Þarf ekki nokkra til að geta kallast flokkur.Vitið þið um einhvern annan en Hannes Hólmstein sem mundi fylgja honum?Ekki ég.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:03
Baldur Guðlaugsson, Kjartan Gunnarsson,...fleiri...?
Þá eru alla vega komnir þrír!
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.11.2008 kl. 22:06
Það er fullt af fólki sem er undir Davíðsregnhlífinni, ótrúlegt en satt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 22:18
Já, kallinn hefur komið ár sinni vel fyrir borð, enda búinn að hafa til þess gott næði.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.11.2008 kl. 22:50
Ekki kem ég til með að kjósa Dabba svo mikið er víst
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 22:54
En ef hann stofnaði nýjan flokk yrði hann að sleppa Seðlabankanum...ekki er hann að vasast í pólitík (svona opinberlega, meina ég) á sama tíma, annars svosem aldrei að vita hvað honum dettur í hug í því sambandi...kannski væri bara fínt að kallinn stofnaði flokk og skítfélli svo í kosningum...he, he,... bara sona að bulla...
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:08
Einhvern veginn get ég ekki ímyndað mér að fólk flykki sér í kringum Davíð fyrir utan örfáa sem trúa á hann eins og guð almáttugan - eða þá sem hann hefur eitthvað á.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:52
Ég held Davíð yrði meira ágengt en menn grunar, þótt ekki verði neinn stórsigur. Það er nefnilega ótrúlegt hvað flugurnar sækja í skítinn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.11.2008 kl. 00:26
Sé þessi sögusögn sem Illugi hefur heyrt sönn, þá finnst mér að Davíð ætti nú bara að fara á elliheimili, allavega í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, og sé það satt að hann hafi hótað Geir að kljúfa flokkinn, þá hlýtur Geir að þurfa að fara til augnlæknis til að láta athuga sjónina, því flokkurinn er þegar farin að klofna í allar áttir vegna ósættis meðal flokksmanna um það hvernig haldið er á málum. Og það mikilvægasta sem við megum ekki gleyma; þó við sem eldri erum munum vel eftir Davíð á hans blómatíma, þá er fjöldi ungs fólks sem gengur að kjörborðinu í næstu kosningum sem ég tel að sé ekkert að pæla í að fá Davíð upp á dekk í stjórnmálin. Unga fólkið hugsar sitt og er oft mjög skynsamt, ekki satt?
Nína S (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 00:47
Það er sorglegt að horfa upp á þetta fyrir þá sem muna Davíð á sínu blómskeiði, þó svo ég hafi aldrei aðhyllst stefnu hans, - maðurinn er orðinn sjúklingur, tillaga þín er því miður ekki svo fjarri lagi Nína.
Þeim mun sorglegra finnst mér þetta vegna þess að konan hans var bekkjarsystir mín í menntaskóla og ljúfari manneskju finnur maður ekki. Mér verður hugsað til hvernig henni muni líða í þessari orrahríð allri. Hún stendur með sínum manni gegnum þykkt og þunnt, en hefur aldrei úttalað sig um pólitík, mér vitanlega.
Guðrún Agnarsdóttir og Ástríður eru systradætur ef mig misminnir ekki og allir þekkja yfirvegað fas þeirrar konu, sem til greina kom að kjósa sem forseta. Kannski hefðum við betur valið hana en ÓRG.
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.11.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.