Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Lítil falleg saga
Lífið er ekki bara leiðindi, svo langt því frá.
Fyrir þremur árum hóf yngsta dóttir mín hún Sara nám í Fjölbrautarskóla Ármúla. Hún helltist úr lestinni vegna annarra pælinga og settist því á skólabekk aftur til að ljúka því sem hún hafði byrjað á.
Hún fékk þá snjöllu hugmynd að stofna hjálparstarfsnefnd við skólann sem tók að sér það verkefni í samvinnu við ABC barnahjálp að byggja skóla í Pakistan fyrir 200 börn.
Núna er hjálparstarfsnefndin löngu orðinn áfangi við skólann og á þremur árum, eftir ótal kökusölur, fatamarkaði, útgáfu ljóðabókar, tónleika og endalausa sjálfboðavinnu þeirra sem eru í áfanganum er þetta afraksturinn.
Þegar Sara og Erik giftu sig fyrir tveimur árum afþökkuðu þau brúðargjafir en báðu fólk að leggja inn á skólabygginguna í staðinn.
Margir hafa lagt hönd á plóginn.
Það er hægt að gera ótútrúlegustu hluti með sameinuðu átaki.
Það á vel við núna að minna fólk á að saman erum við sterk.
Skólinn verður tilbúinn í desember n.k.
En börnin 200 fá nú kennslu (og mat) í bráðabirgðarhúsnæði. Mörg þessara barna koma úr þrælkunarvinnu sem þau hafa verið í sum frá þriggja ára aldri.
200 litlar sálir eru komnar í skjól og mér finnst það svo stórkostlegt að ég get tæpast lýst því hversu frábært framtak mér finnst þetta vera hjá krökkunum í Ármúlaskóla.
Þriggja ára vinna er að skila sér. Að vísu vantar eitthvað örlítið upp á en það er allt að koma.
Mig langaði til að deila þessari fallegu sögu með ykkur.
Mér finnst reyndar hálf óþægilegt að monta mig af börnunum mínum en ég læt það vaða.
Saran hefur glatt hjarta mömmu sinnar og það ekki lítið með þessu máli öllu saman.
Lífið er nefnilega fallegt líka.
Látið ykkur dreyma fallega.
GN.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Menntun og skóli | Breytt 3.11.2008 kl. 10:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Yndislegt og gott framtak. Hugsjónakona þessi dóttir þín Jenný mín og þú mátt alveg vera stolt af henni
Sigrún Jónsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:42
Já sagan er falleg - hikaðu ekki við að vera montin
Anna, 2.11.2008 kl. 23:44
Það er sko allt í lagi að vera stoltur af börnunum sínum og ekki síst þegar þau standa fyrir svona stórum hlutum. Til hamingju með hana dóttur þína - gott að hafa hugsjónafólk meðal okkar
, 2.11.2008 kl. 23:59
Awww yndislegt að fá svona æðislega sögu fyrir svefninn og Dugnaður í þessum Ármúlaskóla nemum sem skilar sér í svona frábæru verkefni fyrir þessi blessuð börn er líka stolt og af dóttir þinni líka jenný mín góða nótt
Brynja skordal, 3.11.2008 kl. 00:02
Frábær stelpa hún dóttir þín
M, 3.11.2008 kl. 00:06
Dásamleg saga, til hamingju með þína framsæknu dóttur Jenný mín og montaðu þig bara af henni Söru. Flott hjá henni kveðja
Eva Benjamínsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:07
Falleg STÓR saga af frábæru fólki sem hjálpar frábæru fólki að eignast líf.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:07
Frrrrrábær hún dóttir þín!!!! Heimurinn þarf á svona fólki að halda. Og endilega montaðu þig bara meira af börnunum þínum, þau eiga það skilið, það gera það bara allt of fáir að hrósa og allt það
alva (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:19
Vá. vertu bara stolt. Thid eigid thad alveg skilid.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:27
Mikið var það notalegt að lesa þennan pistil fyrir svefninn, það verða fallegir draumar í nótt
Svo sannarlega getum við öll verið stolt af þessu unga velþenkjandi fólki, hvað þá mömmurnar
Rabbabara, 3.11.2008 kl. 00:27
Svona á að gera hlutina, til hamingju með dóttur þína. Þú mátt vera montin og stolt yfir árangri hennar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:52
Montaðu þig sem mest þú mátt enda er svona þenkjandi fólk ekki á hverju strái....ég segi bara til hamingju með frábæra stelpu....vá hvað ég dáist að henni
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:56
Tek undir allt það sem Hrafnhildur segir hér fyrir ofan.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.11.2008 kl. 01:19
Jónína Dúadóttir, 3.11.2008 kl. 05:54
Stórkostlegt framtak hjá stelpunni og þú mátt sko alveg vera montin af henni. Yndislegt að heyra af svona
Huld S. Ringsted, 3.11.2008 kl. 07:57
Þetta er ekki lítið æðislegt. Hlýtur að vera ótrúleg tilfinning fyrir þá sem að hafa staðið og ekki síst Söru sem kom boltanum af stað. Til hamingju með hugsjónarkonuna. Mig grunar að hún hafi ekki langt að sækja þetta
Jóna Á. Gísladóttir, 3.11.2008 kl. 08:16
Sunna Dóra Möller, 3.11.2008 kl. 08:35
Frábært framtak! Það er ekkert að því að vera stoltur af börnunum sínum og láta þau heyra það er þeim mikils virði. Það t.d. gleymdist oft í mínum uppvexti, þess vegna læt ég mína krakka alltf heyra þegar ég´er að springa af stolti.
Goðan dag og enn betri viku.
Ía Jóhannsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:01
Ég fylltist svo miklu stolti að eitt augnablik fannst mér hún vera mín eigin dóttir!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 10:08
Stórkostlegt framtak!! Þú mátt víst ábyggilega vera stolt af Sörunni þinni.
Laufey B Waage, 3.11.2008 kl. 10:34
Þetta er það fallegasta sem ég hef lesið lengi. ´
Þú mátt sko vera stolt af henni dóttur þinni
Eigðu góðan dag Jenný mín
Hulla Dan, 3.11.2008 kl. 10:41
Kemur mér ekki á óvart hve vel dætur þínar plumma sig og hversu stórt hjarta þær hafa, þú ólst þær jú upp og þær hafa orkuna þína og mannkærleikann. Maður á alltaf að monta sig smá, það er gott að vera stoltur af börnunum sínum og um að gera að deila. Knús
Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 10:51
Til hamingju með dótturina og ef það er ekki ástæða til að monta sig af svona börnum... ja þá er eiginlega aldrei ástæða til að opna gogginn. Greinilega engin kreppa á þínu heimili... því það er engin blankur meðan hann á börnin
Kv. Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 11:01
Þið gætuð ekki verið æðislegri fjölskylda þótt þið mynduð reyna! Og ég bið að heilsa hjónunum góðu, sem fyrrum nágranni - kisurnar líka
halkatla, 3.11.2008 kl. 11:36
Helga skjol, 3.11.2008 kl. 11:41
Við erum líkar að því leiti að það er vont að monta sig eða hæla börnum sínum. En hver á að gera það ef ekki við? Annars góðar kveðjur til dóttlu þinnar fyrir frábært framtak.
Er á leiðinni!
Edda Agnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 13:16
Það læra börn sem fyrir þeim er haft. Hefur hún ekki bara erft þitt hjartalag Jenný mín? Vertu stolt af henni enda máttu það sko alveg, enda á hún það greinilega skilið.
Takk fyrir þetta Jenný mín og það er rétt hjá þér að margt er fallegt þrátt fyrir allt. Því miður heyrist ekki nógu mikið af svona sögum.
Knús á þig og takk fyrir að vera til og fyrir að vera Jenný.
Tína, 3.11.2008 kl. 13:20
Af svona börnum á að monta sig!
Björg Árnadóttir, 3.11.2008 kl. 13:20
Já þú mátt vera stolt af dóttur þinni Jenný
kv.
Kristín Ketilsdóttir, 3.11.2008 kl. 16:18
Stórkostleg stelpa sem þú átt þarna og þetta sýnir okkur líka hversu miklu einstaklingur getur komið áleiðis ef maður bara hefur vilja, kjark og þor! Frábært að svona starfsemi skuli vera orðinn hluti af menntaskólastarfinu og um að gera að láta fólk vita af þessu!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 4.11.2008 kl. 08:08
Hæ hæ, ég sendi þér skeyti í gær í emeili.
Kolbrún Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 10:22
Kolbrún: Ég finn ekki meil frá þér í gær. Væriðu til í að senda aftur?
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 10:26
Falleg saga,og stórkostlegt framtak hjá dóttir þinni,þú mátt vera stolt af henni
Anna Margrét Bragadóttir, 4.11.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.