Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Ég elska alla femínista
Ég er oftast sammála Steingrími J. enda finnst mér hann einn af heilsteyptari stjórnmálamönnum sem við eigum. Svo er hann svo vel máli farinn sem skemmir ekki fyrir heldur.
Í Silfrinu áðan blés maðurinn mér baráttuanda í brjóst eftir hálfgerða depurð og vonleysi undanfarna daga.
Ég elska jakkafatafemínista. Ég elska alla femínista, líka í kraftgöllum með lambhúshettu, sko hugmyndafræðilega, ekkert persónulegt.
Án gamans þá fagna ég því þegar stjórnmálamenn draga fram í umræðuna skortinn á jafnrétti í þessu þjóðfélagi, eins og t.d. á konum í lykilstöðum í samfélaginu. Raddir kvenna heyrast ekki, viðhorf þeirra eru ekki með í ákvarðanatökum og því eru lausnir einsleitar eftir því.
Það þarf svo sannarlega að bæta úr enda var Jóhanna að skamma nýju ríkissbankana en þar eru 5 konur af þrjátíuogeitthvað toppum og stjórnarmönnum. Ha?
Svo þarf að kjósa á nýju ári, þar er ég sammála formanninum.
Hvort það verður einhverjum mánuðum fyrr eða seinna má kannski liggja á milli hluta.
Ég er afskaplega hrifin af hinu blandaða hagkerfi þar sem velferðarmálin eru á ábyrgð ríkisins.
Við megum aldrei lenda á þessum ömurlega stað aftur, þá meina ég þeim stað sem við erum stödd á núna.
Þetta nægir okkur næstu aldir takk fyrir.
En hvað um það, ég held að margir séu skelfingu lostnir við að stjórnin springi þá og þegar. Bara búmm bæng upp í loft. Kannski á meðan við sofum í nótt. Eins saklaus og okkur er ætlað að verða miðað við aldur reynslu og fyrri störf.
Það er að minnsta kosti bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar.
Lára Hanna var flott í Silfrinu.
Og tókuð þið eftir kraftaverkinu í þættinum?
Í fyrsta skipti í öll þessi ár sem ég hef horft á Silfrið þá var kurteisi í hávegum höfð á vettvangi dagsins.
Það greip enginn fram í svo fólk fékk að tala óáreitt. Þvílík dásamleg tilbreyting.
Ég hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa önnur eins undur og stórmerki.
Kannski á að hafa max einn stjórnmálamann á vettvanginum. Sigrún Elsa er frábær og kurteis kona, Lára Hanna er bestust og strákarnir stóðu sig með prýði.
Segið svo að það séu ekki góðir hlutir að gerast.
Mig langaði ekki til að grýta mér í vegg í eitt einasta skipti allan þáttinn. Né garga mig hása. Ha?
Annars er ég í ástar/haturs við Silfrið.
Ég sveiflast á milli tveggja póla;
Can´t live with it - can´t live without it.
Það er þess vegna sem ég hef sjaldan misst úr þátt.
Lífið er unaður og þetta er gleðijöfnun dagsins.
Vill að kosið verði í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 12
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2986875
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Frábær færsla hjá þér. Formaðurinn var flottur og gat ekki endað viðtalið á frábærari hátt. Það á enginn flokkur í dag svo feminískan formann sem þorir að segja það upphátt.
Tek undir með þér varðandi kurteisina - var mjög áberandi og gerði það að verkum að maður hugsaði - já Egill getur þetta. ;-)
Bjarkey Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:56
Það tala allir eins og einhver enda punktur sé kominn í þessu ástandi. En svo er ekki. Við eigum langt í land. Hvernig verða ágreiningsmálin við Evrópuþjóðirnar, Bretland, Holland, fleiri? leyst?
Farsællega fyrir okkur eða?
Þjóðstjórn allra flokka held ég að sé nauðsynleg næstu tvö til fjögur árin til að tryggja að við einbeitum okkar í að halda íslensku þjóðfélagi til frambúðar. Flokkakarp og kosningarbarátta á þessu stigi þá er verið að eyða kröftunum í vitlausa hluti.
Tori, 2.11.2008 kl. 15:20
Formaðurinn var flottastur, eins og alltaf!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 15:52
þú ert væntanlega að vísa tIl lokaorða hans. vissulega tek ég undir þau. það vantar fleiri konur að taka þátt. þó er það algerlega á þeirra ábyrgð að trana sér fram.
talandi um jafnrétti. ég heg gegn um árin haft ýmis samskipti við embætti sýslumanns. ég giftist þar. ég skildi þar og hef þurft að þynglýsa einu og öðru.
ég gef mér að einhverir karlmenn starfi þar, en ég hef þó ekki séð þá enn.
hvar sem ég kem og kvern sem ég tala við þar. allt eru það konur.
er tilviljun að sýslumaður úrskurði forsjárlausum feðrum í óhag? er tilviljun að ólögin sem kallast Barnalög séu alltaf ósanngjarnt túlkuð forsjárlausum feðrum í óhag.
meðan feministar vilja ekki taka þetta í umræðuna, geta þær étið sk..
Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 16:53
en tók eftir þessu ekki-frammígripum. gerði þáttinn pínu eins og 70's Kastljós
Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 17:02
Skemmtileg færsla, takk fyrir mig
Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 17:08
já thetta er vonandi allt i áttina hafdu gott sunnudagskvøld Jenný
María Guðmundsdóttir, 2.11.2008 kl. 17:13
Konur í lykilstöðum í þjóðfélaginu !
Var ekki Margareth Thatcher í lykilstöðu á sínum tíma í Bretlandi ?
Var Járnfrúin KONA ?
Eða skiptir það ekki máli ?
Bara ef hún er kona, þá er allt okei ?
Máni Ragnar Svansson, 2.11.2008 kl. 19:29
Að sjálfsögðu ekki, Máni, hún verður að hafa rétta stefnu og vera í réttum flokki, það er að segja VG!!!
Greta Björg Úlfsdóttir, 2.11.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.