Leita í fréttum mbl.is

Djöfullinn danskur

Ingibjörg Sólrún segir í viðtali í Mogganum í dag að Davíð Oddsson hafi skaðað orðspor Íslands erlendis.

Velkomin í hóp stórs hluta íslensku þjóðarinnar kæra Solla, okkur finnst þetta flestum.

Málið er að algjört þýlyndi forsætisráðherrans gagnvart Seðlabankastjóra er með slíkum ólíkindum að maður er nánast orðlaus.

Ég persónulega er hálf lömuð í hvert skipti sem Davíð gerir bommertur og Geir Haarde kemur og lýsir fullum stuðningi við stjórn Seðlabankans og hnýtir svo aftan í stuðningsyfirlýsinguna að það eigi ekki að persónugera vandann.

Staðreyndin er nefnilega sú að þetta er að verða í hæsta máta persónulegt kæri forsætisráðherra.

Seðlabankastjórn (eins gott að nefna engin nöfn þá er maður ásakaður um að ráðast að eiginmanninum og föðurnum) hefur verið og er að valda stórum fjárhagslegum skaða nánast á hverjum degi með arfavitlausri framkomu sinni og ákvörðunum.

Ríkisstjórnin virðist eiga heima í Svörtuloftum, ekki í Stjórnarráðinu.

Hversu lengi getur þessu farið fram svona?

Þessi vinskapur og lojalitet forsætisráðherra við "Seðlabankastjórnina" verður að vera í framkvæmd annars staðar, þar sem hún er ekki heilli þjóð svona dýrkeypt.

Svo vill ég kosningar strax.

Þá meina ég strax eftir áramót.

Mér sýnist nefnilega að engar breytingar séu fyrirsjáanlegar fyrr en almenningur hefur rekið og síðan ráðið nýtt fólk til starfa.

Fólk sem kannski hreinsar til og skiptir um stjórn Seðlabankans svo ég taki eitt lítið dæmi.

Koma svo.

Djöfullinn danskur.

KJÓSA.IS


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jæja, þetta er þá væntanlega viðleitni til að knýja fram stórnarslit og kosningar, sem er algert neyðarbrauð, en á meðan við fáum ekki að hafa hendur á því þegar verð er að semja auðlindir og sjálfstæði í hendur erlendra auðhringa fyrir milligöngu glæpabatteríisins IMF, þá eigum við enga aðra kosti í stöðunni ef lýðveldið Ísland á ekki að heyra sögunni til.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 1.11.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: nicejerk

Mér hryllir að hugsa til þess að kannski verði engar kosningar og sama aulapakkið fái leyfi til að klúðra lánsfénu líka!

haha, það væri þá frábær fullkomnun á svallinu.

nicejerk, 1.11.2008 kl. 12:54

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Málið er að algjört þýlyndi forsætisráðherrans gagnvart Seðlabankastjóra er með slíkum ólíkindum að maður er nánast orðlaus.

Ég persónulega er hálf lömuð í hvert skipti sem Davíð gerir bommertur og Geir Haarde kemur og lýsir fullum stuðningi við stjórn Seðlabankans og hnýtir svo aftan í stuðningsyfirlýsinguna að það eigi ekki að persónugera vandann.

Ég er svo sannarlega sammála þér Jenný..  Ég þoli ekki gufuhátt Geirs og ég þoli ekki hroka Davíðs.. þessir tveir menn með aðstoð sjálftektarinnar eru að rústa landinu og orðspori okkar.. varanlega. 

Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég held að Geir sé að vinna keppnina ósannindum, sennilega að því að Ingibjörg er lasin og getur ekki logið meira vegna veikinda.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.11.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála, sammála, sammála færslunni þinni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.11.2008 kl. 15:45

7 identicon

Þetta er hið versta mál og eykur enn á óvissuna. Stjórnin er að mínu mati alger snillingur í tvöföldum skilaboðum. Ingibjörg Sólrún segir þetta, Geir segir annað, bæði segja þau að allt sé í þessu fína á stjórnarheimilinu, enginn skilnaður framundan. Heldur ríkisstjórnin í alvöru að við kjósendur, fólkið í landinu séum alger fífl? Ég fer nú að verða dálítið móðguð, í alvöru. Að sjá ekki hve mjög þau reyna að breiða yfir ósættið?

Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður. 

Nína S (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:19

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Fyndið með þetta að það megi ekki persónugera vandann, það eru jú persónur sem valda veseni og vanda og þess vegna er vandi alltaf persónulegur! Það er aldrei neitt sem gerist ópersónulegt og mér sýnist nú vandi síðustu vikna ansi mikið persónulegur og ansi margar persónur sem standa að baki þessu öllu saman. Geir ætti nú aðeins að fara að minnka frasana og fara að gera eitthvað í þessu öllu saman!

Sunna Dóra Möller, 1.11.2008 kl. 16:46

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir innlegg.

Þetta er orðið óþolandi ástand og það ofaní kreppuna og allt svartnættið sem við þurfum að kljást við.

ARG hvað þarf eiginlega til?

Nýjar kosningar auðvitað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 16:47

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þrælseðlið er vikt

Brjánn Guðjónsson, 1.11.2008 kl. 17:32

11 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hversu margar undirskriftir tharf til ad thad sé hægt ad krefja kosninga? Er thad hægt? Er einhver med lagalega vitneskju um hvernig madur fær fólk frá vøldum?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 1.11.2008 kl. 20:31

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úr stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

"24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)"

Svo er eftir að vita hversu mikið mark forsetinn tekur á undirskriftalistum. Einhverju var safnað af þeim þegar fjölmiðlafrumvarpið var slegið út af borðinu, var það ekki?

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.11.2008 kl. 20:38

13 identicon

Davíð Oddsson er búinn að eyðileggja orðspor Íslendinga erlendis.
Á meðan hann og klíka hans hefur yfirráð yfir fjármálum Íslands fær landið enga fyrirgreiðslu.

Hlustið á viðtal við seðlabankastjóra Noregs.(Ruv kvöldfréttir 16 okt.Stórþingið um Ísland)
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426347/3

Þeir eru tilbúnir með aðstoð en halda að sér höndum vegna þess að þeir treysta ekki Íslenskum stjórnvöldum,
Gjaldeyrisviðskipti munu ekki hefjast fyrr en ábyrg fjármálastjórn hefur tekið við á Íslandi.
(Ruv er því miður búið að taka þetta viðtal af vefnum)

Rússarnir eru á sömu skoðun.

Hlustið á þessi viðtöl úr Sænska útvarpinu

Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar.
Maður heyrir á Fredrik Reinfeldt að honum líst ekkert á að lána þessum vitleysingum pening.
Hann vill vera viss um að þessi hjálp komi almenningi á Íslandi til góða.
Hlusta;
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422352
Fortsatt väntan på stöd för Island
Det krisdrabbade Island får vänta ett tag på ekonomiskt stöd av sina nordiska grannländer.
De nordiska statsministrarna beslöt på ett möte i Helsingfors på måndagen att låta en arbetsgrupp utreda
hur Island bäst tar sig ur krisen innan man skickar pengar.

Geir Haarde í hlutverki Gosa
Orsök hrunsins er ekki á Íslandi segir Geir!
Hvað er nefið á Geira Gosa orðið langt?
Alluri heimurinn veit að hann lýgur.
Hlusta:
http://www.sr.se/webbradio/?Type=db&Id=1422082

Island förhandlar om nordiskt stöd
http://www.sr.se/cgi-bin/ekot/artikel.asp?Artikel=2404040

Fortsatt väntan på stöd för Island
http://www.sr.se/ekot/artikel.asp?artikel=2404349

Lánið sem Íslendingar verða núna að taka vegna vanhæfni Davíðs Oddssonar er 6 milljarðar $ 
6 x 244 = 1464 milljarðar ISK!

Niðurstaða af þessu er ótvíræð!

Það verður að efna til kosninga sem fyrst og koma hinni spilltu valdaklíku Geirs og Davíðs frá.
Þá er fyrst hægt að hefja endurreisn lýðveldisins.

 

RagnarA (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.