Leita í fréttum mbl.is

Korktapparnir tveir

Mafía hvað?

Áfram heldur íslenski farsinn og það kemur æ betur í ljós hvaða samtryggingar- og kunningjaþjóðfélag við búum í við Íslendingar.

Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, álíta sig ekki vanhæfa til að sinna frumrannsókn á starfsemi viðskiptabankanna þriggja í aðdragandanum á falli þeirra.

Sonur Valtýs, Sigurður, er forstjóri Exista. Sonur Boga, Bernhard, er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Stoða. Hvort tveggja er útrásarfyrirtæki með tengsl við fallna banka, Kaupþing og Glitni.

Nei, nei, íslenska leiðin til að komast að sannleikanum er dásamleg.  Setjum fjölskylduna í málið bara og allt mun verða dregið fram í dagsljósið.

Ég veit ekki með ykkur en ég sé ekki betur en að við búum í skelfilegu samtryggingarþjóðfélagi þar sem enginn og ég segi enginn er í alvörunni tilbúinn til að skipta um vinnuaðferðir.

Björn Bjarna, yfirmaður þessara sómamanna sér ekkert athugavert við þessi vægast sagt hæpnu vinnnubrögð.

"Aðspurður vísaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á þá Valtý og Boga. Engum væru reglur um vanhæfi betur kunnar en þeim. „...þeir eiga sjálfir síðasta orðið um hæfi sitt eða vanhæfi og treysti ég dómgreind þeirra óskorað í því efni,“ sagði Björn."

Hvar nema hér á Íslandi árið 2008 er talið eðlilegt að fólk gerist dómarar nánast í eigin sök?

Á Íslandi kveður fólk upp úrskurða um vanhæfi sitt eða hæfi.  Einfalt og gott.  Fífl.

Það er þess vegna sem ég sit hérna með stírurnar í augunum og óttakökk í hálsinum.

Hvernig er hægt að reisa eitthvað nýtt á svona rotnum grunni?

Það er sama hvert maður snýr sér dæmin eru að hrannast upp.

Mafía hvað?

Hafi einhvern tímann verið ástæða til að kalla til erlenda aðila sem engra hagsmuna eiga að gæta þá er það núna þegar þessi ósköp ríða yfir og engu er að treysta.

Aðeins þannig er hægt að byggja upp traust á ný.

Minni á að félagarnir Valtýr og Bogi, þessir varðhundar kerfissins eru korktappar þess dómskerfis sem við nú búum við. 

Bara svona að halda því til haga.


mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ísland í hnotskurn.....

Hólmdís Hjartardóttir, 30.10.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála þér Jenný, ég sá þessa frétt og mér varð heldur brugðið. Það er ekki von á góðu ef ráðamönnum finnst þetta allt í lagi!

Kær kveðja

Sunna Dóra Möller, 30.10.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Nei, þetta gerist ekki. Þá fyrst verður allt vitlaust.

Við almenningur höfum tæki til að hindra svona lagað.

Þröstur Unnar, 30.10.2008 kl. 08:38

4 identicon

http://www.gagnaeyding.is/

Ingvar (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:41

5 identicon

Ef þetta er ekki dropinn þá veit ég ekki hvað, sjá menn virkilega ekkert að þessu? gefum þessum mönnum það að þeir geti fjallað um þetta hitamál sem fagmenn, þá er það gjörsamlega siðlaust að bjóða reiðu  ... mjög reiðu fólki uppá svona vinnubrögð, er ríkisvaldið ekki búið að gera nóg sl daga, kannski það jákvæða við þetta er að núna fá tveir lífverðir í viðbót vinnu. Nú fer ég á kjosa.is mér er gjörsamlega misboðið.

Jóhann K (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:44

6 identicon

Því verður ekki unað að einhver með íslenska kennitölu verði látinn rannsaka þessar hamfarir. Rökstyð þetta í bloggi með tilvísan í stjórnsýslulög.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:46

7 identicon

Sjaldan er ég kjaftstopp yfir hroka og sjálfsáliti.En er það næstum því núna.Mennirnir eru auðvitað óhæfir,það gefur augaleið.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:58

8 Smámynd: Johann Trast Palmason

Vissulega hefur þú rétt fyrir þér um hvernig er hægt að byggja ethvað á svo rottnum grunni.

En við meigum ekki gefa upp vonina og við verðum að byrja enhverstaðar.

Byrjum með að standa upp segja nei og syna samstöðu gera okkur sýnileg

Mætum á Hlemmi á laugardaginn 1. Nóv kl 14:00 og göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - Krefjumst ábyrgðar, kosningar strax!

Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 09:11

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þetta er að gerast út um allt í skjóli kreppunar á meðan fólk er lamað af ótta... stöndum saman, hættum að setja fókusinn á smáatriði eins og t.d. hvernig auglýsingaplaköt eru fyrir mótmæli og hefjum appelsínugula byltingu á laugardaginn.

Birgitta Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 09:12

10 identicon

Hvers vegna heldur þú að þessir menn hafi verið ráðnir í svona háar stöður innan Exista og Stoða?

Auðvitað eru fyrirtækin að "kaupa" sér friðhelgi með því að ráða menn sem eru jafnvel ennþá meira ósnertanlegir en þeir sjálfir.

Karma (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:25

11 identicon

Við verðum að sópa öllum út!

Það er ekki nóg að skipta um bankastjóra, fjármálaeftirlit og ríkisstjórn. Það þarf að sópa út úr öllum ráðuneytum, öllum dómstólum, skólum, heilbrigðisstofnunum, löggæslu og listinn heldur áfram og áfran. Og nú ætla ég að rökstyðja það.

Það voru ekki bara topparnir sem brugðust, kerfið brást. Ástæðan fyrir því er sú að samtryggingin er svo mikil í kerfinu að það var engin von til annars.

Sko, það hefur tíðkast svo lengi sem elstu menn muna að ráða fólk eftir tengslum inn í kerfið. Ekkert endilega þann hæfasta, heldur þann sem hefur réttu tengslin. Það er til skipurit í afar mörgum ríkisstofnunum sem segir hvernig fara skuli að við mannaráðningar. Ég meina skjalfest, á pappír! Þar er beinlínis sagt að það eigi að finna forsendur starfans þegar unnið er úr umsóknum til að tryggja að „réttur“ aðili fái starfið. Þetta er svona manjúall, hvernig á að ráða í störf. Þar er því lýst hvernig búa eigi til forsendur sem eru almennt orðaðar og geta átt við marga. Það er til að gefa gjörningnum lýðræðisblæ. Þessu er einna helst hægt að líkja við það að einstaklingur mæti, eftir auglýsingu, til þess að keppa í grindahlaupi. Hann undirbýr sig, keppir og kemst að því þegar hann kemur í mark að hann átti „óvart“ að keppa í baksundi. Því á skjalinu er því beinlínis lýst hvernig búa eigi til nýjar forsendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn til að tryggja að „réttur“ aðili fái starfið. Ég meina, djísús, þetta er alveg bjútífúl. En mikið rosalega er það siðlaust.

Þetta táknar það að í öllum lykilstöðum í öllum stofnunum ríkisins eru aðilar sem eru stjórnvöldum þóknanlegir. Og pæliði í því að það er ekki einu sinni hægt að vera viss um rétt sinn þegar maður fer í mál við einhvern. Í öllum dómarasætum sitja mennn sem voru ráðnir með þessari aðferð. Ég er ekki að segja að allir eða dómarar yfirleitt séu eitthvað vafasamir og séu ekki ágætis fólk upp til hópa, en þeir voru ráðnir með þessari aðferð og bara það eitt skapar efasemdir um þá. Og þetta er ástæða þess að það verður að sópa öllum út, alls staðar!

Ég meina, treystir einhver þessu kerfi? Eða þeim sem reka það?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:39

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég er sammála þér Þorsteinn - það þarf að endurskapa eitthvað úr þessum rústum í stað þess að reyna að tjasla í 1000 göt

Birgitta Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 10:08

13 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Er almenningur ennþá á því að það þurfi ekki að kjósa núna? Bara leyfa ráðamönnum að hafa okkur að fíflum?

Ef ekki þá er bara að boða til kosninga.

Sigurður Haukur Gíslason, 30.10.2008 kl. 10:31

14 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thetta er algert hneyksli, og ekki Íslandi til framdráttar. Thad er ekki skrýtid ad thad sé erfitt ad fá lán hjá erlendum thjódum. Thad er enginn sem thorir ad lána pening í thetta spillingarbæli. Thvílík skømm.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 30.10.2008 kl. 10:40

15 identicon

Ég er gáttaður á þessum vinnubrögðum. Annað, var ég einn um það að fá það á tilfinninguna að fyrirmynd dómsmálaráðherra í sakamálaþáttunum Svartir Englar,  væri sá sem nú situr í því embætti með sínar greiningardeildir og lögregluríkisdrauma.

Gáttaður (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:18

16 identicon

Langaði að koma einu að sem kom fram í kastljósinu um daginn þegar Björn Bjarnason tjáði sig um þessa rannsókn.....var að benda á að utanaðkomandi rannsókn kostaði svo svakalega margar trilljónir að við gætum sparað það með að rannsaka þetta hér heima....kostar ekki eins margar millur.Og þarna kom berlega í ljós að nota átti þetta sem grýlu á annars skuldsetta þjóð. Má ég þá segja að ég vil frekar steypa mér í skuldir til að hreinsa almennilega út heldur en að vera að borga endalaust fyrir klúður og vangetu ráðamanna....ætli þeir endurgreiði okkur launin sín þar sem þeir unnu ekki vinnuna sína!?

Magga (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:26

17 identicon

Að horfa á þessa atburðarás úr fjarlægð sl. vikur er alveg með ólíkindum.  Hvert kjaftshöggið á fætur öðru, það er alveg deginum ljósara að þeir sem halda um töglin og haldirnar ganga að því vísu að Íslendingar séu fífl upp til hópa.   Ég er með sting í hjartanu upp á hvern einasta dag að horfa upp á þessa svívirðu og spillingu sem viðgengst og ætlar engan enda að taka.

Í Kína eru yfirvöld voða fljót að finna sökudólga og eru þeir skotnir fyrir minni sakir en þær sem verið er að bera Pétur og Pál á Íslandi.  Ég held að það sé bara alls ekki svo slæmt að vera hér í dag.   Mín tilfinning er sú að ekkert gerist fyrr en allt sýður upp úr og eitthvað stórkostlegt gerist, sé fyrir mér algera hallarbyltingu, sýnist að það dugi ekkert minna. 

Lára (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:36

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Af hverju klingir orðið "spilling" sífellt í eyrunum á mér í dag ......

er til meiri spilling en að láta svo náin tengsl viðgangast

og er til meiri blinda en þeir sýna sjálfir pabbarnir - að þeim finnist ekkert athugavert við að þeir rannsaki sjálfir störf sona sinna 

Marta B Helgadóttir, 30.10.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband