Leita í fréttum mbl.is

Maður spyr sig

Ég sá á einhverri sjónvarpsstöðinni viðtal við stjórnmálafræðing sem ég man ekki hvað heitir.

En það skiptir ekki máli en það sem hann sagði var merkilegt.

Þetta með að íslenskir ráðherrar (þingmenn eflaust líka) segi ekki af sér þrátt fyrir að stundum hafi verið ástæða til.

Nú muna eflaust allir eftir Monu Shalin, sænska ráðherranum sem sagði af sér eftir Tobbelrone kaupinn á krítarkort ráðuneytisins.

Og danska ráðherrarnum sem borgaði gistingu fyrir sig með krítarkorti hins opinbera.

Það hlýtur að vera eitthvað í þjóðarkarakternum sem gerir það að verkum að við höfum svona mikið þanþol gagnvart ráðamönnum.

Einhvers staðar sá ég líka skrifað um að ráðamenn þekki gullfiskaminni íslensks almennings og bíði af sér pirringinn.

Spurningin er hvort það gerist núna líka.

Annars var ég kjaftstopp áðan þegar ég sá þetta.

Hrokinn og virðingarleysið gagnvart almenningi er algjört.

En eigum við þetta ekki skilið almenningur?

Maður spyr sig.

En að öðru, Reuters var með umfjöllun um undirskriftarátakið "við erum ekki terroristar" og svei mér þá ef ég er ekki smá stolt af okkur Íslendingum.

Við getum staðið saman, það er nokkuð ljóst.

Þeir sem eiga eftir að skrifa sig á listann, hér er hann.


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er búinn að fá miklu meira en nóg.. spurning hvort að menn eigi ekki að hætta að tala og tuða og láta verkin tala... 

Óskar Þorkelsson, 29.10.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: M

Þeir eru í vinnu hjá okkur heyrði ég einhvern staðar og ef þeir standa sig ekki þá eiga þeir að taka pokann sinn. Rétt eins og þjálfari liðs sem gengur illa

M, 29.10.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það á að setja alla þessa atvinnu pólitíkusa á atvinnuleysisbætur, sem fyrst  Leyfum þeim að prófa eigið meðal

Sigrún Jónsdóttir, 29.10.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er kjaftstopp og þakka guð fyrir lyklaborðið annars gæti ég ekki tjáð mig. 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er enn dáldið 'swag' fyrir þeirri kenníngu að þetta sé allt 'þér að kenna', & bara eitt lítið smotterí mér & hinum.

En ég tek öngva ábyrgð á þeim ummælum mínum, enda vel skipaður.

Verra er að þeir aular sem að sigldu skipinu 'Þjóðarskútann ÍS-1', róa nú hraðbyri með flakið á djúpsæ, til endanlegrar 'sökkvunnar'.

& það 'sökkar big tæm', eins & við gelgjur túngutökum.

Steingrímur Helgason, 29.10.2008 kl. 22:29

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 já.... mér er orðavant núna.

Á þá ekki að hlusta á þjóðina? spyr fréttamaður.

Geir svaraði aldrei þeirri spurningu. Sneri bara út úr eins og virðist vera eini hæfileikinn sem stjórnmálamenn þurfa að hafa til að bera.

Toblerone og bleyjur. Ja hérna hér. Þarna eru kláralega mottóin sem gilda. Sett fordæmi og ekkert helvíts múður.

Ég er ansi hrædd um að það sé meira en súkkulaðistykki og Pampers sem við höfum þurft að borga í gegnum tíðina fyrir okkar þingmenn og leiðtoga.

Svei attan

Jóna Á. Gísladóttir, 29.10.2008 kl. 22:55

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þunglyndi, pungbindi. Maður verður náttúrulega alveg bit á þessu öllu. Svo firra sig ALLIR ábyrgð

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.10.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er eitthvað meiriháttar mikið að í þessu 300.000+ (bráðum miklu minna) þjóðfélagi. Hvar meinsemdin liggur sem er búin að vera að búa um sig lengi, sést væntanlega ekki nema með uppskurði.

Landar, hættið í röntgenleiknum og farið að brýna kutana! Grr...

(Æ, veit ekki hvort ég meina nokkuð alveg þetta síðasta, púff, ég orðin svo værukær með hækkandi aldri. )

Knús á ykkur öll.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:52

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Arg garg, ég vona bara að við fólkið stöndum saman og komum þessum "mannvitsbrekkum" frá völdum sem fyrst. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:53

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 07:25

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 HROKAPUNGAR úti eitt

María Guðmundsdóttir, 30.10.2008 kl. 08:05

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

90%. Aukaatriði.

Rut Sumarliðadóttir, 30.10.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband