Leita í fréttum mbl.is

Samþykkjandi með hinnarri

hippie-girl

Ég var að ræða það við kæra vinkonu í dag að mér liði eins og ég sé inni í miðri Fellinibíómynd.

Raunveruleikinn er geðveikislega súrrealískur þessa dagana.

Engar venjulegar reglur eru í gildi lengur, allt bara happening allan daginn út í gegn.

Það er eins og flestir séu að jafna sig eftir fyllerí og að það gangi illa.  Timburmennirnir búnir að læsa sig í sálina og komnir til að vera.

Stundum fæ ég hláturskast yfir ruglinu og óvissunni, hreinlega hlæ eins og vitleysingur og ég held að það stafi af því að ég er með kökkinn í hálsinum og þarf að gæta mín svo ég fari ekki að grenja.

Og svo baka ég eins og mófó bara svo þið vitið það.

Samfylkingin er að drepa mig, þ.e. hegðun margra málsmetandi manna/kvenna þar á bæ.

Þeir eru í ríkisstjórn en samt í bullandi stjórnarandstöðu.

Það er í raun brjálæðislega tragikómískt að Samfó er mótmælandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar með annarri en samþykkjandi með hinnarri.

Af hverju þessi flokkur heldur áfram í þessu stjórnarsamstarfi er mér hulin ráðgáta.

Ókei, ef þeir væru þá í ríkisstjórninni og hegðuðu sér eins og þeir meinuðu það þá er hægt koma sér upp tolerans fyrir því.

En þeir geta það ekki og ég skil það líka, í raun mikið betur.

Verst að þeir skyldu ekki átta sig á að samstarf við íhald er baneitruð blanda og bráðdrepandi.  Algjör koss dauðans. XXX

Það er beisíklí bara Framsókn sem á að renna saman við íhaldið, þeir kunna það best og eru að týna tölunni blessaðir.  Afdrif þess flokks eru fyrirséð.

Reyndar er formaðurinn þar í öflugu stjórnarsamstarfi þessa dagana.

Þetta er eins og á hippaárunum.

Þá voru allir með öllum.

Peace love and fucking happiness.

KJÓSUM KRAKKAR - KOMMON SAMFÓ!

Úje


mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Allir "með"öllum..Snillingur ertu kona.Peace

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Those were the days. Verst að ég fæddist of seint...

Villi Asgeirsson, 29.10.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

´já thad voru skemmtilegri tímar thá.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hélt þú værir Vinstri grænjaxl

Brjánn Guðjónsson, 29.10.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er ástæðan fyrir því að ég rekst ekki í flokki. Þoli ekki málamiðlanir. Annaðhvort ræð ég eða ekki.

Helga Magnúsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:56

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek undir með Birnu: Snillingur. Peace love happiness.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband