Miðvikudagur, 29. október 2008
Vinir í raun
Á ögurstundu kemst fólk gjarnan að því hverjir eru vinir í raun.
Flestir, ef ekki allir hafa staðið frammi fyrir því að þurfa á alvöru vinum að halda og ég er þar engin undantekning.
Mín reynsla er sú að það megi skipta "vinagenginu" í fjóra flokka.
1. Vinirnir sem gefa ekki einungis skít í þig á örlagastundu heldur sparka í þig liggjandi.
2. Þeir sem hlaupa af stað og það má lesa greinilega skónúmerið undir skónum þeirra. Þeir hverfa og sjást ekki meir.
3. Þeir sem ætla að hjálpa, bráðum að uppfylltum skilyrðum - seinna, oft miklu seinna.
4. Sjaldgæfi hópurinn en sá dýrmætasti sýnir þér vináttuna í verki án þess að býsnast mikið yfir því hvað þá að hreykja sér af því.
Það má flokka "vinaþjóðir" Íslendinga í þetta bókhaldskerfi og það auðveldlega.
Í byrjun október þegar allt hrundi fengum við í kaupbæti með krísunni það sjaldgæfa tækifæri að komast að því hverjir eru vinir okkar meðal svo kallaðra vinaþjóða.
Í dag er það ein þjóð sem er óumdeilanlega vinaþjóð í raun. Færeyingar eru einfaldlega þeir einu sem tilheyra flokki fjögur.
Allir vita hvar Bretarnir standa.
Kanarnir, mér sýnist þeir nota skó númer 66.
Norðurlandaþjóðirnar eru hér sýnist mér í þriðja lið, hummandi og hóstandi. Þeir vilja hjálpa, við erum frændur, við elskum ykkur en... við viljum ekki fordæma Breta fyrir hryðjuverkastimpilinn. Við viljum heldur ekki snara út peningum fyrr en við erum búnir að hlusta á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Gulltryggðir í bak og fyrir.
Ég gef ekki afturenda fyrir svoleiðis vináttu.
Geir Haarde sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Norðurlöndin hafi ekki strax lýst því yfir að þeir ætluðu að koma okkur til aðstoðar.
Ég skil Geir afskaplega vel þarna.
Og hvað sem annars má segja um forsætisráðherrann og hans pólitík þá verð ég að viðurkenna að hann á alla mína samúð þessa dagana. Að ganga um með einhverskonar betlistaf meðal "vinaþjóða" er ekki öfundsvert verkefni.
Svo minni ég á undirskriftalistann; "Við erum ekki hryðjuverkamenn." Nú ríður á að skrifa nafnið sitt og vera með. HÉRNA.
Takk Færeyjar. Skelfilega hlýjar þetta mér um hjartaræturnar.
Siðferðileg skylda að hjálpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég verð að segja að mér leið eins og drukknandi konu þegar Færeyingar fleygðu til mín kút!
Ég lofa samt ekki að hætta að flissa að því hvernig þeir tala - enda eru þeir dásamlegir.
Takk Færeyjar.
Hrönn Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 09:15
Færeyingar komu mér ekkert að óvart. Þeir hafa alltaf staðið með okkur í gegn um súrt og sætt þrátt fyrir að við höfum næstum alltaf gert pínu grín af þeim.
Ég held það vanti eitt 6 í skóstærðina sem Kanarnir nota Jenný mín.
Góð samantekkt svona í morgunsárið. Góðan dag!
Ía Jóhannsdóttir, 29.10.2008 kl. 09:22
Innilega sammála þessum pistli. Gott að sem flestir láti í sér heyra um hversu vinarhugur Færeyinga og rausnarskapur er mikils metinn.
gaius (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:35
Heyr, heyr
Tek undir hvert orð. Færeyingar hafa enn og aftur sannað sig gagnvart okkur Íslendingum, skemmst er að minnast hvernig þeir komu til aðstoðar þegar snjóflóðin voru á Vestfjörðunum 1996-7.
Því miður held ég að við höfum hingað til ekki metið þá sem skyldi. Legg til að nú verði gerð bragarbót þar á :-)
Tek svo undir með Gaius, látum heyrast hversu mikils við metum þetta framlag Færeyinga. Ekki einhver Færeysk bloggsíða sem við getum skráð nöfn okkar á? Eða dagblað? Ekki einhver sem þekkir til í Færeyjum og getur komið með hugmynd?
ASE (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:41
Já þeir eru sannir vinir Færeyingar og vonandi getum við látið þá njóta þess.
Sil vel Norðurlandaþjóðirna að hiksta áður en þeir setja peninga í hítina en þeir munu hjálpa okkur.
Nei Geir er ekkert öfundaverður.....fjarstýrður ofan úr Svörtuloftum.
Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 11:14
já er thad ekki alltaf thannig ad thegar á reynir sér madur hverjir eru sannir vinir, mikid flott og gott framtak hjá FRÆNDUM okkar færeyingum og já,væri gaman ef vid gætum sýnt thad i verki einhvernveginn svo thad yrdi theim sýnilegt ad thjódin kann ad meta thetta.
María Guðmundsdóttir, 29.10.2008 kl. 11:31
Færeyingar eru yndisleg þjóð ekki spurning, sá er sko vinur sem í raun reynist. Sammála þér 100% með þessa vinagreiningu, það hefur reynt á það í gegnum tíðina. Kær kveðja inn í daginn þinn
Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 11:50
Hér eru slóðir þar sem hægt er að þakka Færeyingum og fjölmargir Íslendingar munu þegar hafa gert það:
Netfangið hjá Dimmalætting er: redaktion@dimma.fo og hjá Lögþinginu: logting@logting.fo
GAIUS (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:58
Hulla Dan, 29.10.2008 kl. 12:11
Flott vinagreining, alveg svaðalega sönn.
alva (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:07
Færeyingar eru og hafa alltaf verið, langflottastir ! Ég þarf að vera innskráð til að komast á þessar síður til að geta þakkað þeim...
Jónína Dúadóttir, 29.10.2008 kl. 13:15
Þetta er sko alveg nákvæmlega eins og talað úr mínum munni Jenný. Þetta var það þjóðarkrúttulegasta og vinsamlegasta atvik sem við litla sokkna vogunarsjóðsþjóðin höfum orðið vitni að lengi. Litli bró er til í að selja báðar rollurnar sínar til að hjálpa stóra bró. Ef það er ekki vinskapur þá er vinskapur ekki til. Annars er með sorglegt hvað "vinur í raun" er orðið sjaldgæft fyrirbæri..............
Færeyjingar eru stórasta þjóð í heimi.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:52
Takk Gaius. Ætla að senda þeim póst um hæl og hvet sem flesta til hins sama.
ASE (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:27
Ég þekki allt of vel 1-2 og 3.En Færeyingar eru flottir.Þekki nokkra og eru þeir frábært fólk.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:18
Skil þetta vel, alveg rétt. Mikið óskaplega var þetta sætt af Færeyingunum
Valgerður Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 16:20
Ég held að þetta sé einhverskonar "meðvirknisviðbrögð" hjá þér varðandi Norðurlandaþjóðirnar og kannski aðra sem hafa boðist til að reyna að koma okkur á lappirnar aftur. Þetta er ekki ósvipað hjá okkur og þegar einhver er búinn að dópa og drekka í marga mánuði og búinn að missa allt og ætlar síðan að leita á náðir ættingjanna til að fá aur til að koma undir sig fótunum aftur. Mætir í fjölskylduboðið vatnsgreiddur og til í að hefja nýtt líf. Ekki skrítið að einhverjum skuli detta í hug að meðferð á Vogi væri kannski það besta sem hægt væri að gera. Þetta held ég að sé því miður staðan sem við erum búin að koma okkur í. Við verðum að hefja meðferðina áður en að við getum farið að slá hjá vinum og ættingjum.
Hagbarður, 29.10.2008 kl. 16:27
Færeyjar eru STÓRASTA eyjan í öllum heiminum
Alla (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.