Þriðjudagur, 28. október 2008
Aðgengilegir skilmálar?
"Nei ég er ekki að hugsa um að hætta sem seðlabankastjóri".
Þessu svaraði Davíð Oddsson spurningu fréttamanns í morgun á blaðamannafundi í Seðlabankanum.
"En þú - ert þú að hugsa um að hætta í þinni vinnu"? Spurði Davíð fréttakonuna, fullur áhuga á hennar persónulegu og prívat atvinnupælingum.
Það er auðvitað algjörlega sambærileg aðstaða sem þau eru í, Dabbi og Lóa Pind Aldísardóttir.
Eða hitt þó heldur.
Ef við gætum efnisgert hroka og sjálfsánægju íslenskra ráðamanna, gætum við selt þessa eiginleika til fjarlægra landa og grætt á því stóra peninga. Eða ekki, mér skilst að það sé ekki mikill markaður fyrir svona karakterbresti á þessum síðustu og verstu.
Solla sagði í síðustu viku að IMF setti engin skilyrði sem væru okkur óaðgengileg.
Flokkast þessi skelfilega stýrivaxtahækkun þá undir undir aðgengilega skilmála?
En ég vil kosningar núna.
Já bara strax.
Hlutirnir geta ekki orðið verri.
Kíkið á þetta. Kjósa.is
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þetta lítur ekki vel út almenningur hefur tapað allri tiltrú á forustumönnum landsins og neistinn að búa á landinu er að slökkna.
Þeir sem yfirgefa ekki landið óttast ég að reyni að sniðganga eins og hver getur skyldu sína til ríkisins.
Með fallandi ál og fiskverði mun gengið síga með.
Til að almenningur öðlist tiltrú á landinu okkar aftur þarf að lofa kosningum eins fljót og auðið er.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 28.10.2008 kl. 21:07
Ég býst við að hann hafi tapað þessum tæplega 10% sem ennþá studdu hann í gær eftir þetta viðtal................nema náttúrulega Hannes
Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:10
Sigrún gleymdi að nefna Geirharð. Framseljum DO til Herra Brown..þá fá báðir þá refsingu sem þeir eioga skilið
Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 21:15
ég er viss um að ef Lóa hefði orðið uppvís af klúðri í sinni fréttamennski, myndi hún hugleiða það. rétt eins og stalla hennar Lára gerði.
svo segir ónefnur að menn ættu að líta í eigin barm. maðurinn hlýtur að vera að djóka.
Brjánn Guðjónsson, 28.10.2008 kl. 21:21
Davíð er vitanlega bara brjálaður af valdafíkn og telur sig svo yfir alla hafinn að hann gleymir því að hann er bara lítill 178 cm kall sem á eftir að fá að finna fyrir því. Fólk getur ekki endalaust látið sem framkoma hans sé sniðug og skemmtileg þegar hann hefur komið okkur öllum á vonarvöl.
Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:25
Davíð er flottastur og ef hann hættir þá fyrst lendum við í því.
Thee, 28.10.2008 kl. 21:29
Geir styður Davið og Davíð er ekki að fara standa upp úr stólnum enda er það ekki lausn á einu eða neinu.
Þú vilt kosningar Jenny, óskynsamlegt í stöðunni, mikilvægt að þessi stjórn sem nýtur 70% fylgis meðal þjóðarinnar samkvæmt síðustu kosningum sitji út kjörtímabilið enda ekkert annað í boði.
Guðni með sín 7% nýtur ekki trausts, frjálsir eru í tómu innanflokksbulli og vg hafa ekkert fram að færa nema sína ágætu stoppstefnu og ekki viljum við það.
Jenny vertu jákvæð það er miklu betra.
Undirritaður er stóriðju og náttúrusinni.
Óðinn Þórisson, 28.10.2008 kl. 21:29
Setjum hroka Davíðs og Geirs á markað. Kannski kemur glaldeyrir þar???
Haraldur Bjarnason, 28.10.2008 kl. 21:30
og ætlar þjóðin að velja einhverja stjórn,því það hlýtur að vera tilgangur kosninganna, úr þessum 63 sem sváfu á vaktinni nema þegar kom að því að hækka þeirra kjör,eða fara aðeins hægar og sjá hvaða stjórnmálaöfl spretta upp úr þessari holskeflu??
Gunnar Þór Ólafsson, 28.10.2008 kl. 21:32
Davíð er að missa sig, held ég. En það veit Guð (eða einhver með betri tengingu en ég við æðri mátt) hvað ég myndi kjósa. Myndi ekki hafa grænan grun.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2008 kl. 21:32
viss um ad hægt sé ad setjann á fløsku og fá grút af pening i thjódarbúid.. heyr heyr Haraldur " einn iskaldan hroka takk" uss..af hverju datt engum thetta i hug fyrr??
verd ad bæta vid...stór munur á ad vera neikvædur eda RAUNSÆR..en thad er bara min skodun vid ættum kannski bara ad "knúsast " soldid meira og thá fer allt vel?
María Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:34
Benedikt: Ég hef ekkert sérstakt stjórnarmynstur í huga.
Hugsaðu þér, ég vil bara að fólk fái að ákveða hverjir stjórna landinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 21:53
Sammála kosníngum, sjáum hverjir koma til framboðs & dæmum & útdeilum lýðræði eftir því. Margir ættu að prófkjörast verr en áður.
Óðinn, ef þú er 'Valhallarforrit' bloggzins þá eru verulegar kóðavillur í þér, nærð varla að vera 'beta' útgáfa.
Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 22:09
"Davíð er flottastur og ef hann hættir þá fyrst lendum við í því."
Ef þú heldur það Thee ert þú jafn veruleikafirrtur og fíflið Davíð....en ég tek þessu reyndar sem léttu gríni hjá þér.
SeeingRed, 28.10.2008 kl. 22:18
Dabbi er ótrúlega halló og þarf að fara að setjast í helgan stein, eða bara stól eða eitthvað, þar sem við fáum frið fyrir honum.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 22:21
Eðlilegt að Davíð spyrði fréttamanninn um það hvort hann væri að hugsa um að skipta um vinnu.
Davíð ber ábyrgð og það gera ríkisstjórnir síðustu ára líka og ekki síst fréttamenn sem hafa skopast að þeim sem andæfðu útrásinni og kallað þá ónefnum sem ég hirði ekki um að hafa eftir.
Þeir dásömuðu útrásarvíkingana dag hvern og vitnuðu í spákonur bankanna eins og þar færi stórisannleikur og nú hamast þeir fyrir frú Ingibjörgu að telja þjóðinni í trú um að menn hefðu hagað sér eitthvð öðruvís ef við værum í einhverju útlendum miðstýringarklúbbi og efðum annan gjaldmiðil.
Þyrftu ekki einhverjir þeirra að líta í eigin barm og snúa sér að einhverju öðru sem þeir eru kannski færari um.
Tek fram að ég er fráleitt stuðingsmaður Davíðs.
miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:26
Útskýrt var fyrir okkur að skilmálar sjóðsins væru trúnaðarmál ...!!! en í morgun hlýtur að hafa orðið mikill trúnaðarbrestur þegar okkur var sagt frá því að stýrivextir hefðu hækkað um 50%. Hvað gerist á morgun þegar næsti trúnaðarbrestur verður og einhverjum öðrum hryllingsskilmálum sjóðsins verður skellt á okkur? Ég er ein af þeim heppnu sem hefur vinnu (enn) en samt er ég að drepast úr áhyggjum. Þögn ráðamanna er verst. Kosningar eru ekki svo galin hugmynd þegar almenningur er að springa úr óánægju. Hef ekki enn látið sannfærast um ágæti Evrópusambandsaðildar en er þó með opin huga fyrir því ... EF það verður til að bjarga almenningi en rak augun í að andstæðingar aðildar hafa fengið aðstoð úr óvæntri átt. Sjá:
http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/688030/
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:55
Ég vil líka kosningar, og burt með þetta lið upp til hópa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 23:07
Þessi stýrisvaxta hækkun er aðgerð til að blása á verðbólgu. Þú myndir á endanum fá að finna fyrir henni í formi verðbólgu ef ekki hefði verið gripið inní strax.
Og varðandi tal um að sparka Davíð Oddsyni þaðan út þá er fínt að taka til umhugsunar að á meðan hann sat Forsætisráðherrastólnum heyrði seðlabankinn beint undir hans stjórn. Hver er því betri til að stýra bankanum en maður með samtals 17 ára reynslu af því að stýra þessum banka ?
Ég bara spyr ykkur og vonast til að fá góð og skýr svör. Ef við víkjum öllum stjórnmálamönnum frá núna hver á þá að stjórna landinu ? Miðað við kostulegar færslur sem ég hef lesið hér á blogginu þá eru þeir mjög fáir úr þessum blogg heimi sem ég myndi treysta til þess starfa. Og því ætla ég rétt að vona að þið (takið þetta bara til ykkar sem að vilja) ætlið nú ekki að fara að bjóða ykkur fram.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:15
Mér finnzt nú fjaran súr sopin hjá sumum, þegar litlir barnamatarfrazamataðir Heimdellíngar mæta inn á aumt móblóbloggið hennar Jennýar til að mæra fyrrum/núverandi leiðtogann.
Er skammtaður ofan í ykkur 'ValhallarGerberinn' ?
Þjóðin er fúl, hvar sem í flokki hún stendur, vill breytíngar, liðið sem að er við stjórnvölinn núna kom okkur í þetta klandur, við viljum allt annað en að þetta lið ljúgi að okkur áfram & þykist vera að redda málunum með því að gera verra en ekki neitt.
Ég þekki þrjá bloggara hér sem athugasemduðust hérna fyrir ofan, sem að ég myndi treysta betur en nokkrum ráðherra í núverandi ríkisstjórnarsulleríi.
Greinarhöfundur er til dæmis líka einn slíkur, & ekki erum við nú 'sammægðuð' í pólitík, ónei & þaðheldénúekki.
Núna bara þarf gott fólk til verka.
Hætta að sópa undir teppið & benda ullandi á næsta meinta bandítt.
Kosníngar, núna.
Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 23:58
ég mæli með að Thee verði kjöldreginn. síðan tjargaður og fiðraður
Brjánn Guðjónsson, 29.10.2008 kl. 00:00
Hvernig er það má ekki bara reka fíflið burt eins og aðra sem eru að missa vinnuna
Við hér í Danmörku erum alveg að missa okkur þessa dagana..
kveðja frá Esbjerg Dk Dóra
Dóra, 29.10.2008 kl. 00:08
Það þarf að gera stórhreingerningu í allri stjórnsýslunni hérna á Íslandi. Þetta fólk sem stjórnað hefur landinu, bönkunum, bara kerfinu öllu þarf að reka og fá nýtt og óspillt fólk til vinnu. Fólk sem er hagsýnt og ráðdeildarsamt. Ekki þjófa og lygara sem svíkja og stela fyrir nokkrar krónur í hlutabréfum og ráðningarsamningum, eða risa starfslokasamningum.. Það ætti að setja gapastokk á Lækjartorg og þar ætti Davíð að dúsa öðrum til viðvörunar. Svo mætti setja ýmsa fleiri toppa í gapastokkinn, taka það bara í stafrófsröð. Ansi margir þurfa að fara í gapastokkinn, til refsingar fyrir landráð og stuld.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.10.2008 kl. 02:13
Ohhh... hann Davíð var svo fyndinn...
Jónína Dúadóttir, 29.10.2008 kl. 05:57
Ég var nýlega að taka viðtal við Davíð fyrir magazínið mitt og tók eftir að hann var órakaður, spurði hann því í sakleysi míni; Davíð er ekki kominn tími á rakstur? hann svaraði um hæl: Ég hef ekki tekið eftir því, er ekki kominn tími á rakstur hjá þér? Ég sem er ekki einu sinni með skegg.
persóna, 29.10.2008 kl. 09:08
Frettatilkynning frá Himnaríki. Í Himnaríki sem og víða á jörðinni hafa menn áhyggjur af ástandinu á Ísland. Því var send nefnd þriggja aðila
smáenglana Pú og Pa auk púkans Tikk. Þeir hafa nú dvalið um skeið á Íslandi og kynnt sér ástandið og sent skýrslur til Himnaríkis. Þessar athugasemdir er hægt að skoða á wefsíðu Himnaríkis næstu daga, www.puandpa.com klikka á matseðilinn og siðan á pu and Pa. Þeim sem hafa áhuga er GUÐvelkomið að nota efni úr skýrslunum.
ps a morgunn hitta þeir Davið Oddson
sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:41
Á dv.is er bent á athyglisvert viðtal við Davíð þriðjudagin 7. október síðastliðinn. Þá um morguninn tilkynnti hann um rússalán, sem rússar síðan neituðu. Það sem vekur kannski mesta athygli er hversu léleg enskan hans er og hversu lítið hann virðist gera sér grein fyrir ástandinu.
http://www.youtube.com/watch?v=GbXU5Xa8rig
Viðtalið er allt hér á eftir:
SP: ... to discuss the dramatic developments is the governor of the central bank, David Oddsson. Mr. Oddsson its a very difficult time. Lets start with your currency, what are you going to be able to do?
DO: Well first I should stress that the from outside it was a little bit overstated that we had already secured this 4 billion loans in euros from the Russian government. It should be said that the negotiations about that are starting and we are very optimistic about that that negotiations but it was a overstatement that we had finalized these these negotiations. That they will be taking place in the next few days and I will stress that and that we are to blame for that overstatement just to have that correct.
SP: So has your overstatement jeopardized the entire deal because I notice Russia is saying it is denying that the deal has been finalized too.
DO: Yeah, as I say, we are having these negotiations in the next the next few days and we are very optimistic about about the outcome of that negotiations but it was an overstatement statement on our behalf and I would like to correct that.
SP: Four billion euros is not very much is it.
DO: Four billion euros is a lot if you think about the reserves of the iclic central bank and the size of the country we are 300.000 people and this if this goes through that which I am hopeful that the negotiations will be positive this will be a very very big help to us. And the we haven’t got so much help from our very good friends in the Western hemisphere but though we have made a swap agreements currency swap agreements with the three Nordic countries, Norway, Denmark, and Sweden which was very helpful. But that is all the all the help that we have gotten from our dear friends in the Western hemisphere. So so this this decision by Russian government to take up negotiations with us is very [óskýrt, hljómar eins og “að hjálpa” á rússnesku: ПОМОГАТЬ ]
SP: Do you regret now not having not joined the euro the many opportunities the many cases you had the opportunity to do so? At least the Union are pretty keen that you do so now aren’t they.
DO: Well I I I I seem to see that that there is not calm in Europe at the moment is it I think I think banking world of Europe is burning at the moment and they have trouble all over. So that doesn’t seem to be the only solution to their to their problems so so that so that is in my mind a different question. But we we have to keep a stable and and and running banking system and and and the central bank is is working hard and strongly on that and and I think in a very few days we will we will be the sort that sort that out but of course this is a heavy blow to us as the whole situation the banking system is to whole of the world this is the worst crisis that the this part of the world Europe and America have gone through since nineteen forteen. So this is a this is the first time. But all of course for a small island here in the north as for everybody else.
SP: Allright. How are you going, give us a specific of how you are going to defend the krona as we go forward. Will we have a daily fixed peg?
DO: Yes yes remember that the icelandic state is a debt free state. The nation through their desperate banks have lot of debt but the state itself is debt free state. Which is very helpful at at this moment and and makes us ables us to go through this currency crisis step by step and we will do it by step by step and we are starting to do that and and taking our part in in the currency market as we have almost done for a while so that is what we are going to to keep this moving. It it will take time. We have crisis in two of the three major banks and and and we have very crisis in all of our banking world and our banking world is relatively big in if you compare it to the size of the country and the size of the economy of the country.
SP: Your banks assets were getting on for fifty trillion dollars you have a GDP much smaller than that (hovering?) over 308 or so billion.
DO: Yes we we have the same situation in that respect as Switzerland the the the the size of the banking system is tenfold times as GDP of the country. But we are maybe this is more isolated and when this turbulence happen I think our banks have survived pretty well for a long time but now when the markets have been closed for over a year the the tide is going against them and and they have been very dependent on foreign fundings, too much dependent on foreign fundings and they have in my opinion grown too fast and they have to downsize and we would have hoped that they will not be doing that downsizing the hard way. But they are doing that and we will muddle through and come stronger out of it I’m I’m sure.
Brynjólfur Þorvarðsson, 29.10.2008 kl. 14:46
Ég hefði frekar valið gjaldeyrishömlur og höft á gjaldeyrisstreymi í gegnum krítarkortin heldur en svona vaxtahækkun sem lærðir einstaklingar segja vita gagnlausa. Svo á að setja menn sem eru með doktorsgráður í sæti seðlabankastjóra, þó ég viðurkenni að ráðgjafanefnd megi vera innan bankans með minni menntun, EN SEÐLABANKINN Á EKKI AÐ VERA ELLIHEIMILI FYRIR PÓLITÍKUSA.
En kynnið ykkur endilega SAP prógrammið hjá IMF, structural adjustment programme.:
http://en.wikipedia.org/wiki/Structural_adjustment
og svo
http://www.whirledbank.org/development/sap.html
Vona að það verði svo einhver hátíð hjá landsmönnum um jólin.
Kveðja frá York í Englandi.
Tómas V. Albertsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:58
Hroki = Davíð Oddsson í næstu útgáfu orðabókar Menningarsjóðs.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 16:18
Ég fór að setja spurningarmerki við Davíð strax þegar hann reyndi að klína Bermúdaskálinni á Bjarna Fel. Síðan hafa raðast á hann spurningarmerki. Spurningarmerkin breyttust í upphrópunarmerki þegar hann lýsti því yfir að ástandið í Írak væri mikið betra eftir innrás þeirra viljugu. Núna er merki mín á Davíð í þessum stíl "$%%&#"=&%&!!!!!
marco (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.