Leita í fréttum mbl.is

Skrifað af hrúgu manna

Það var reynt að innræta mér virðingu fyrir áktoriteti.

Það tókst ágætlega og lengi vel hneigði ég mig átómatískt ef ég sá menn í búningum. 

Löggur, dómarar og fógetar (já og skipstjórar) fengu mig til að fara á hnén (í huganum).

Síðan hefur þetta rugl rjátlast af mér og nú orðið ber ég virðingu fyrir þeim sem mér finnst eiga það skilið.

Það er allur gangur á þessu hjá mér enda skiptir það engan máli nema sjálfa mig.

Menn úti í bæ eru ekkert í heita pottinum í laugunum á klíkufundum alveg: Ætli Jenný Anna Baldursdóttir beri virðingu fyrir mér núna eftir að ég klúðraði sóandsóbankanum og laug í fjölmiðla?  Ætli hún sé sár út í okkur fyrir að hafa verið að taka út háar summur rétt áður en allt féll?  Ha?  Er von um fyrirgefningu hjá konunni haldiði strákar?  Halló  frú mikilvæg.is komdu niður á jörðina. 

Ég held að þeir séu að tala um rjúpnaveiðar, nýjasta plottið nú eða minnkandi séns í stelpurnar eftir að einkaþoturnar hófu að hrynja af þeim og samdráttur kom í bílífið.

En hver er skúrkur og hver er ekki skúrkur?

Eru menn kannski bæði skúrkar og ekki skúrkar í dásamlegri blöndu?

Getur Davíð til dæmis verið ekki skúrkur í samskiptum við ritarann sinn en algjör skúrkur við Björgólf Thór?  Hreinlega logið upp á drenginn?

Er Björgólfur Thór kannski bölvaður lygari við Kompás en algjörlega heiðarlegur við húshjálpina, lyftuvörðinn og garðyrkjumanninn?

Nú eða v.v.

Ekkert er svart hvítt lengur.  Af hverju er friggings lífið ekki eins og ævintýri?

Allt í tjóni frá fyrstu blaðsíðu fram á þá næstsíðustu.

Þá eru skúrkarnir brenndir á báli, kastað í sjóinn eða sendir í útlegð og svo fara allir hinir í sleik og lifa hamingjusamir til æviloka.

Hver er að ljúga hérna?

Dabbi eða BjörgólfurThór?

Damn, damn, damn, hvað ég orðin þreytt á að lifa í geðveikri glæpasögu með engum endi skrifaða af hrúgu manna með Munchausen heilkennið.

Adjö!


mbl.is Seðlabanki andmælir Björgólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Eftir allt klúðrið sem undan er gengið held ég að þetta fólk eigi ekki að vera að sýsla með peninga. Kann ekkert á það. Eru barnalegir og kenna hinum um.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2008 kl. 17:54

2 identicon

Ég held að Seðlabanki geti varla logið þessu. Því miður þá eru þessir menn ekki trúverðugir, og það held ég að Bretinn hafi verið búin að komast að. Því miður þá sást það með sjóðina hjá fólki hvað þessir herrar gengu langt

Guðrún (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:55

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Yndisleg færsla, Jenný krútt.

Var ekki Hitler rosa barngóður og duglegur að klappa þeim á kollinn, kurteisin uppmáluð við mæður þeirra? Minnir að hafa lesið það einhvers staðar.

Æ, þetta er allt svo skrítið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 18:31

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er núna að endurlesa ævintýrið um Snædrottninguna eftir H.C. Andersen (helsta athvarf mitt þessa dagana), þar sem segir frá spegli skrattans sem afskræmdi allt á versta veg. Árarnir ætluðu með spegilinn upp í himnaríki og láta englana spegla sig í honum. En á leiðinni brotnaði spegillinn í þúsundir mola sem dreifðust yfir jörðina og stungust inn í augu mannanna svo þeir sáu allt bjagað og inn í hjörtu þeirra svo þau urðu að ís.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 18:36

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Get bara ekki beðið eftir því að lesa opinskáar ævisögur og sögubækur eftir svona 10 ár! Þá hlýtur allt að koma upp á yfirborðið. Þangað til langar mig að setja á pásu! Nenni ekki kreppu ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.10.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þú ert yndisleg Jenný - svei mér ef þú gerir kreppuna ekki bara að ævintýri.  Maður á að bera virðingu fyrir sjálfum sér - aðrir verða að vinna til hennar the hard way. Maður veit ekkert í dag hver lýgur og hver ekki, hverju er logið og hverju ekki.....  Á ekki hver þessara auðmanna um sig eigin miðil þar sem þeir geta blásið sig fína?  Þetta er allt orðið einsog risastór hnykilbrandari sem stækkar og stækkar - nema að þetta er enginn brandari.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.10.2008 kl. 19:09

7 identicon

Maður hefur nú alveg þekkt fólk á lífsleiðinni sem maður veit eða frétti seinna að kæmi fram við annað fólk eins og skepnur. Fólk er ótrúlega mismunandi eftir því við hvern það er að tala, stundum geta verstu óþokkar komið ágætlega fyrir og jafnvel verið hvers manns hugljúfi í fjölskylduboðum og þvílíka.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:32

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður trúir sko engum núorðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 19:44

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég trúi öllu illu upp á Dabba. Svo er það þetta með virðinguna. Ég hef ekki borið jafnmikla virðingu fyrir nokkrum manni og skipstjóra nokkrum. Hann var ekki í úniformi heldur gallabuxum og lopapeysu með sixpensara. Ég elska hann samt.

Helga Magnúsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:31

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þegar stofnun eins og SÍ er komin í vörn er frontið farið að klikka og þá fer all af stað....

Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:34

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nokkuð ljóst eftir að hafa hlustað á viðtalið við Björgúlf, að við eigum handónýtt lið við að stjórna peningamálum, og landinu.  Þetta fólk þarf að fara burtu STRAX.  Það er ólýsanlegt klúður hjá þeim, að bregðast ekki við, til bjargar íslenskri þjóð, þegar bretar ætluðu að koma að málinu.  Ótrúlegt klúður.  Og mönnum var hreinlega ekki svarað.  Þvílíkur djöf..... asna-og þumbaragangur, þessa menn ætti að taka og setja í fangelsi strax, og leyfa nýjum aðiljum að reisa landið við.  Þeir eru EKKI færir um það.  Það er á hreinu.  Skil ekki hvernig Geir Haarde of Björgvin Sigurðsson ætla að sýna smettið á sér fyrir framan alþjóð eftir þetta viðtal.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2008 kl. 21:21

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo er að sjá sem Björgólfur sé hvítþveginn engill eftir þennan þátt ...

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:32

13 Smámynd: Linda litla

ég er alveg hætt að fylgjast með þessu, ég botna ekkert í þessu og ef að ég skil eitthvað´, þá gerir það mig bara reiða.

Linda litla, 27.10.2008 kl. 22:43

14 identicon

ALLIR SAKLEYSIÐ UPPMÁLAÐ.Fussum svei.----------

Minn maður á búning

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.