Leita í fréttum mbl.is

Sameinuð stöndum við- sundruð föllum við

Mótmæli eru ekki vel séð á Íslandi - það er nokkuð ljóst.

Almenningur sjálfur er líka seinþreyttur til vandræða og það þarf að ganga mikið á áður en fólk steðjar af stað.

Svo eru margir þeirrar gerðar að þeir nenna ekki að lyfta afturendanum sjálfum sér til bjargar og eru ánægðir með að aðrir sjái um það bara.

Nú er búið að mótmæla tvo laugardaga í röð, í gær án mín sem er náttúrulega djöfullegur skaði fyrir málstaðinn.

Stöð 2 hefur fryst töluna  500 í þátttökufjölda og mun hún verða endurnýjuð og uppfærð um mitt næsta ár. 

En ég er reið þó ég fari vel með það.

Hvernig vogar sér sumt fólk með athyglisþörf sem gerir sjálfri Madonnu skömm til að kljúfa samstöðuna sem hefur myndast og bæta við mótmælum ofan á þau mótmæli sem voru ákvörðuð fyrir viku?

Hver er ástæðan?  Varla málefnið - allir virðast vera sammála um þau.

Alveg er mér skít andskotans sama hver blæs til mótmælanna - ég vil bara að þau fari fram.

Puntudúkkur á öllum aldri verða að slá sér upp á öðru en baráttumálum almennings í þessu landi. Það er ekki málefninu til stuðnings að sýna þeim sem vilja að við sitjum og þegjum, hneigjum okkur og látum segja okkur að vera stillt, að sýna þennan fádæma vanþroska í framkomu eins og gert var í gær.

 Það má vera að það sé ekki búið að einkavæða mótmæli á Íslandi en það ætti að lögvernda þau gagnvart kverúlöntum og lýðskrumurum sem nota þau til að vekja athygli á sjálfum sér fyrst og fremst.

Kannski var þetta í góðu gert.  Kannski var ágreiningurinn um málefnin svona djúpstæður og óleysanlegur og almenningur algjörlega í blindu með hvað væri í gangi.

Ef svo er þá biðst ég auðmjúklega afsökunar, en þá fáum við væntanlega útskýringu á hvar sá ágreiningur liggur.

Ég verð að geta kynnt mér þau málefni sem hópunum greinir svona skelfilega á um að það þarf að skipa sér í tvær sveitir - halda tvo fundi.

Ef þið sem að því stóðuð að breytingunni frá áður auglýstum mótmælafundi vildu vera svo væn að útskýra fyrir okkur massanum?

Með kveðju frá undirritaðri sem finnst sorglegt og sárt að sjá málstaðinn eyðilagðan með svona andskotans fíflagangi.

Að minnsta kosti gef ég mér að þessi fáránleiki verði ekki endurtekinn n.k. laugardag.

En svo má auðvitað segja að það séu bara kommatittirnir sem mótmæla.

Jájá og allir í úlpum, tréklossum og með svart-hvítt sjónvarp. 

Það er þá líka vatn á myllu "háðfuglanna" sem sitja heima á sínum feita rassi heima í stofu. 

Hér er einn froðusnakkurinn sem vill auðvitað troða okkur öllum með sér í sektarbátinn eða skútuna.  Hehemm.

BARIST UM MÓTMÆLENDUR

EIRÍKUR ER MEÐ ÞETTA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Klúður

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þetta er svo ömurlegt ... ég bloggaði um þetta áðan... ég hef verið í sambandi við báða aðila og hélt satt best að segja að þetta væri það sama og var orðin afar ringluð þegar mæta átti á laugardaginn eins og fleiri. það er augljóst að kolfinna og co ætla sér að reyna að einavinavæða mótmælin.

Birgitta Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

einkavinavæða átti að standa þarna:)

Birgitta Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:27

4 identicon

já, þetta var afar hallærislegt af henni Kolfinnu, ég held að athyglissjúkir einstaklingar ættu aðeins að slappa af....

alva (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 16:50

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Alveg makalaust heimskulegt. Hlustaði á bullið í Kolfinnu Jónsdóttur í gær og var gjörsamlega bit á bullinu, einkavæða mótmælin ... hvurslags vitleysa er þetta. Hörður er réttur maður á réttum stað í skipulagningu mótmæla, ég trúi ekki athyglissýkinni í Kolfinnu .... arghhhh!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 26.10.2008 kl. 17:26

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Schram-liðið hefur nú aldrei verið fyrir að setja ljós sitt undir mælikver, hvað þá Hannibalarnir. Hannibal laug upp á ömmu mína í ævisögunni sinni, síðan tek ég ekkert mark á þessu liði hvort sem það er að mótmæla eður ei.

Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég er að hugsa um að mæta á föstudaginn kemur á þeirri dagsetningu sem fundur undir stjórn Harðar er, ég hef alltaf verið aðdáandi Harðar Torfasonar og hann er nógu fjartengdur stjórnmálum, ég veit ekki einu sinni hvort hann er í einhverjum flokki. Ég veit bara að hann hefur á sinn hátt barist fyrir málstað samkynhneigðra m.a. með því að vera einn fyrsti til að stíga fram.

Annars sýndist mér mótmælin við Ráðherrabústaðinn líka klofna, það voru í restina áberandi anarkistar sem vildu bara búa til sprell úr þessu og voru með einhvers konar gleðisamkomu í endirinn. Tók vídeó af því, sjá hérna  Hús hvalfangarans og stuttmyndin Flott tölva

En ég er nú samt meira fyrir samstöðu heldur en mótmælastöðu þessa daganna, ég vil alla vega ekki persónugera harmleik Íslands í einstökum mönnum.  Hugsanlega er þetta harmleikur smáþjóðar sem ekki hefur skjól lengur af öflugum bandalagsþjóðum.

Svo er ég ekki alveg viss um hverju á að mótmæla. það er billegt og hallærislegt að hrópa "Davíð burt".

Ég vil biðja þig Jenný að taka út rætnar athugasemdir um þá sem stóðu að mótmælum eða ættingja þeirra. Ég efast ekkert um hugsjónir  þess fólks sem stendur að einhverju núna. 

Jón Baldvin er ekki óskeikull en hann hefur afburða pólitískt innsæi og ég er nú alltaf stolt af því að Ísland var fyrir tilstilli hans fyrsta þjóðin sem viðurkenndi Eystrasaltslöndin.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.10.2008 kl. 17:58

8 identicon

Ég var ekki þarna en sá aðeins í fréttum frá þessu.Klúður ,en ég mótmæli á minn hátt.Ég er hætt að kaupa í Bónus til dæmis og kaupi EKKI Breskar vörur.Ég kaupi ÍSLENSKT þó það sé aðeins dýrara.Ég vil svör og breytingar en er nenni ekki í svona mótmæli.Finnst þetta hallærislegt en, ok að fólk geri það ef það heldur að það virki.Kannski gerir það það.Ég er flesta daga að vinna í því að almenningur,ríki og borg stoppi þau mannréttindabrot sem framin eru á veikasta fólki þessa lands.Og það eru sko ekki bara íslendingar sem eru fótumtroðnir og eru á götunni.Það potast þótt hægt fari.Ræðu lokið.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 18:16

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég fór í mótmælagöngu á Akureyri .... gangan bar yfirskriftina rjúfum þögnina og göngum til lýðræðis. Ég varð satt að segja fjúkandi yfir því hvað fáir mættu. Íslendingar nenna ekki út fyrir þægindarammann sinn, hvað þarf eiginlega að ganga á svo fólk standi upp og mótmæli saman í stað þess að tuða yfir kaffibollum heima hjá sér

Ég skil til dæmis ekki af hverju þingmenn eru í fríi...það er ekki eins og það sé ekkert að gera....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:29

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Salvör, viltu ekki heldur mæta á LAUGARDAGINN. Hugsa að mótmæli þín yrðu dáltið einmanaleg á föstudeginum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:37

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

"hva er búið að einkavæða mótmæli" segir konan sem rændi mótmælendum um hábjartan dag í gær..fólk hlýtur að krefja Kolfinnu og co um almennileg svör við spurningunni..Hver er ágreiningurinn milli þín og Harðar Torfa þannig að þú getur ekki lengur tekið þátt í þeim mótælum sem lagt var upp með í byrjun..eða er ekki nóg pláss á sviðinu fyrir alla??  Greinilegt á öllu í kringum seinni mótmælin að það var lögð vinna í að blekkja fólk og rugla. Er það þannig fólk sem við viljum hafa sem leiðtoga??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 18:44

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kolfinna = stjörnustælar.

Eða man fólk ekki lengur hvernig hún lét í Kastljósinu hérna um árið, þegar hún valtaði trekk í trekk yfir Þorfinn Ómarsson og var beinlínis dónaleg við hann í beinni útsendingu?

Hélt víst að hún væri ofsa sniðug, eins og núna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:50

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ gat þetta fólk ekki komið sér saman um mótmælin í stað þessarar uppákomu, frekar pínlegt.

Huld S. Ringsted, 26.10.2008 kl. 19:34

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er "kommatittur" og mótmæli með Herði Kl. 15:00 á laugardögum og í góðra vina hópi alla aðra daga.

Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 20:27

15 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Ég fékk nú bara hland fyrir hjartað þegar ég mætti á staðinn kl.15 á laugardag og gerði mér grein fyrir því að ekki var lengur veirð að mótmæla stjórnvöldum og þeirra framgangi ásamt yfirganginum í DO heldur beindust þessi mótmæli bara að auðmönnunum og því hef ég engann áhuga á að taka þátt í!

Fyrri mótmælin beindust að Davíð og stjórnvöldum en svo virðist sem Hörður Torfa hafi bara hætt við það og ekki viljað standa lengur við það og þess vegna voru hin mótmælin plönuð til að halda sig við það sem fyrr var ákveðið enda afar hallærislegt að beina mótmælunum að einhverju allt öðru en í byrjun!

Ég mun ekki mæta aftur kl. 15 hef engann áhuga á því að hafa ekki hugmynd um hverju á að mótmæla þar sem enginn yfirskrift er og þannig er ástatt með flesta sem ég hef talað við, fólk mætir sjaldnast á mótmæli bara til að mótmæla eins og Hörður og fleiri vilja greinilega.

Því mun ég miklu frekar taka afstöðu með Jóni Baldvin og Kolfinnu enda Jón Baldvin maður að mínu skapi og veit hverju hann er að mótmæla og hverju hann vill ná fram með því!!

Finnst síðan ljótt að tala illa um Jón eða Kolfinnu þó fólk sé ekki sammála ekki fer ég að skíta yfir HÖrð Torfa persónulega bara af því ég er ekki sammála honum.

Kreppa Alkadóttir., 26.10.2008 kl. 21:32

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Veit ekki hvað ég á að halda! Eins og það sé ekki  nógu erfitt að draga okkur Íslendinga í mótmælastöður þá auðveldast leikar ekki ef það á að fara að kljúfa samstöðuna í tvennt!

Held að Hörður og Kolfinna þurfi að ræða saman og semja fyrir næsta laugardag

Heiða B. Heiðars, 26.10.2008 kl. 23:01

17 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þessi uppákoma er þyngri en táum taki og endurspeglar ógæfu andstæðinga sjáfltökuveldisins sl. áratugi. Áherslan er lögð á það sem menn eru ósammála um í stað þess að leggja áherslu á það sem menn geta sameinast um.

Kristjana Bjarnadóttir, 26.10.2008 kl. 23:17

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Í sænskum fjölmiðli er sagt að mörg þúsund manns hefðu mætt, a.m.k. í mótmælagönguna hans Jóns Baldvins, og að Íslendingar heimti að ganga í Evrópusambandið!!! Hmmmm. Var það? (Svona er að vera landsbyggðartútta og lasin í þokkabót)

Vissi ekki að uppi hefði verið ágreiningur, hélt að tveir hópar hefðu ákveðið mótmæli, hvorugur vitað af hinum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.10.2008 kl. 23:20

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kannski Baldur Fjölnis hafi rétt fyrir sér...þetta eru launráð, brugguð af stjórninni, hvorki meira né minna...hún hefur sem sagt fengið Jón og Kolfinnu í lið með sér (með mútum) til að gera mótmælin hlægileg og standa vörð um hagsmuni elítunnar...ekki verri samsæriskenning en hver önnur...

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 23:39

20 Smámynd: Héðinn Björnsson

Samkvæmt stjórnarskrá er réttur fólks til að mótmæla því sem það finnst ástæða til að mótmæla ekki bundinn við að aðeins meigi mótmæla einum hlut á dag. Ég tel þessi mótmæli vera góðs viti enda eru þeir sem mótmæla að leita sameiginlegra lausna. Það er mun betra en bara stinga af frá öllu saman eða leita hefnda á eigin vegum. Nú gildir að verja samfélaið okkar og enduheimta. Báðir hópar mótmælenda eru stór hluti af því.

Héðinn Björnsson, 26.10.2008 kl. 23:43

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Grænar eða gráar úlpur ...

Steingrímur Helgason, 27.10.2008 kl. 00:08

22 identicon

Afhverju voru tvö mótmæli? Leyfðu mér að svara með myndbandi sem súmmerar mannlegt eðli mjög vel upp:

http://www.youtube.com/watch?v=gb_qHP7VaZE

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:16

23 identicon

haha, þeir eru góðir í Monthy Python hópnum og myndinni Life of brian Gunnar Hrafn, þarna kemur mannlegt eðli vel í ljós, ójá...

alva (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 00:28

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kolfinna kjáni  er fyrst og fremst að mótmæla til að koma sjáfri sér á framfæri og vekja athygli á sjálfri sér.

Óðinn Þórisson, 27.10.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.