Sunnudagur, 26. október 2008
Ég snyrti vænghaf
Ég tek ofan fyrir nýráðna bankastjóra Nýja Kaupþings.
Annars á starfsfólk ríkisfyrirtækja ekki að þurfa að standa í þessu sjálft.
Launin eiga að vera þau sömu fyrir sömu vinnu og ekki orð um það meir.
Upp á borð með launin og þá á svona misræmi ekki að geta átt sér stað.
En..
..varðandi Björgólf og viðtalið sem Agnes Braga tók við hann þá fór ég aðeins að fabúlera með málið.
Ástæðan fyrir því að við setjum ekki foreldra, systkini, maka eða vini sem meðmælendur á umsóknareyðublöðin þegar við sækjum um vinnu er væntanlega sú að þeir eru ekki taldir mjög gagnrýnin og málefnaleg í afstöðu sinni til okkar.
Ef ég gæfi upp mína nánustu þegar ég væri að leita mér að vinnu þá myndu svörin sem atvinnurekandinn fær minna töluvert á minningargrein um Móður Theresu.
Jenný Anna er forkur til vinnu, hún gerir ekkert annað en að sinna vinnunni. Hún fer ekki á klósett, né nærist á vinnutíma. Hún drekkur ekki, reykir ekki, fer aldrei á skemmtanir og þá bara á samkomur á jólum. Jenný Anna á sér ekkert líf fyrir utan vinnuna og þá sjaldan hún slakar á þá plokkar hún og snyrtir á sér vænghafið og pússar geislabauginn.
Það sem ég er að reyna að segja hérna er að það er ekki sniðugt að láta aðdáendur sína taka við sig viðtal og það í eigin blaði né heldur biður maður sína nánustu sem elska mann í klessu mæla með sér svo gagn sé að.
Svo finnst mér sárt að sjá hversu gjörsamlega Björgólfur, Björgólfur Thor og nánast allir hinir, auðmenn sem og sumir ráðherranna senda ábyrgðina út í ystu myrkur.
Ábyrgðin er nefnilega ekki þeirra. Allir aðrir hafa fokkað upp efnahag okkar Íslendinga.
Í fóðærinu keypti ég ekki rándýran bíl hvað þá heldur Jeppa.
Ég var ekki í flatskjáagenginu og þannig er um stóran meirihluta fólks sem hefur þurft að vinna fyrir grunnþörfunum fyrst og síðast og hefur ekki milljónir í afganga til að versla sér leikföng og ferðast víða um heim.
Auðvitað var töluverður hópur fólks sem missti sig í eyðslu en flestir hafa hegðað sér á ábyrgan hátt.
Þess vegna verð ég ofsalega reið þegar þessir menn, Björgólfur í Mogganum og Björgvin viðskipta í Kastljósinu á föstudag, varpa ábyrgðinni á almenning sem stendur nú frammi fyrir því að borga allan brúsann.
Ég er flogin. Þarf að gera nokkur kraftaverk á mannkyninu áður en Silfrið byjar.
Takk fyrir góði Guð að gera úr mér engil!
Bað um launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Englabossi geturðu verið!
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:24
Algjör krúsindúlla ...nú móðga ég hana örugglega...
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:29
æ thetta er ordid endalaust rugl bara, hver kennir ødrum um svo einhverjum lidi betur i eigin skinni.
vid almenningur erum nú ekki SVO vitlaus ad vid bara tøkum ábyrgdina á okkur, held their ættu ad hætta ad tala til almennings eins og hann sé heimskari en heimskt. vid nebblega vitum okkar viti meir en thessir herrar halda.
hvenær eru svo kosningar???????????????
María Guðmundsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:50
Ég las það nú samt út úr viðtalinu að hann játar að eiga sinn þátt í þessu en bendir líka á hina þ.e. ríkisstjórnina og seðlabankann sem ber hinn hluta ábyrgðarinnar, hann talar líka um að fá utan að komandi til að rannsaka málið og ég er algjörlega sammála. Það sér hver heilvita maður að það gengur ekki að ríkið rannsaki sjálft sig.
Ég er líka sammála honum með það að Íslenska þjóðin hefur verið á eyðslufyllerýi...ekki allir, en mjög margir. Staða íslensku bankanna staðfestir þetta, fyrir hrun voru skuldir 12 sinnum meiri en íslensk fjárlög, í dag eftir yfirtöku, skulda þeir samt ennþá 3 sinnum meira en íslensk fjálög ....stór partur af því er neysluskuldir okkar Íslendinga.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.10.2008 kl. 13:20
Jenný það er að sjálfsögðu göfugt af manninum að fara fram á þetta til þess að þagga niður í femínistum.
En launaleynd styð ég einshugar. Ég sem atvinnurekandi vill fá að borga mönnum eftir því hvað þeir afkasta mikið. Það hvetur þá til að vinna betur að vita það að ef þeir standa sig fá þeir meira borgað.
Það kemur þeim einfaldlega bara ekkert við hvað aðrir starfsmenn fá borgað.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:48
Mér sýnist bara enginn vilja taka ábyrgð á neinu! Meirihluti Íslendinga missti sig í eyðslu. Endalaus yfirdráttarlán sem fóru mest megnis í neyslu og flottir jeppar og fínir flatskjáar. EKKI allir, en lang flestir tóku þátt. Það er ekki skrýtið þegar það er svo auðvelt eins og það var að komast í fjármagn en fólk vissi samt allan tímann að það var að eyða peningum sem það átti ekki... hverjum er það að kenna?? Ríkinu? Útrásarvíkingunum eða okkur sjálfum? ég veit það ekki en ég myndi halda að það sé ríkið sem seti lög um það hvernig fyrirtæki eigi að starfa og þeir klúðruðu því illilega með bankana.
Viktoría (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.