Leita í fréttum mbl.is

Margir Kennedydagar

Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós.

Heyrði það þið sem eigið í hlut? Hlýða kóngi!

Halló Krónan og Bónus!

Ég vil greiða 5% fyrir mína matvöru og ekkert kjaftæði.

Búin að versla við ykkur lengi og núna er komið að skuldadögum.

Ég vil að mér sé hlýtt!

En þetta er búinn að vera undarlegur dagur.

Reyndar eru allir dagar núorðið svona Kennedydagar.

Ha?  Kennedydagar hváir þú.

Við munum öll hvar við vorum þegar við heyrðum um morðið á Kennedy.  Ég held að allir dagar sem liðnir eru síðan allt fór í steik muni ekki líða manni úr minni.  Kennedydagur upp á hvern dag.

Maður verður gangandi almanak íslensku bankanna.  Hreint skjalasafn bara.  Hægt að fletta upp í manni og leita endalausra heimilda.  Alveg: Já þegar Landsbankinn fór á hausinn og Geir sagði sóandsó í sjónkanum kl, 11,30og Björgvin kom svo 11,40 og þýddi það sem Geir sagði og setti það fram á íslensku muniði?  Þá var ég að þurrka af eldhúsborðinu, sjóða egg og klóra mér í hægra eyra, neðarlega og dálítið til vinstri.

En þessi dagur byrjaði leiðinlega, ég var döpur, með sting í maganum, kvíðin og í tómu tjóni frá a til ö.

Svo fékk ég vinkonur í heimsókn.

Guði sé lof fyrir vinkonur.  Hvað gerði maður án þeirra?

Við spjölluðum og hlógum, reyktum úti í kuldanum og vorum á trúnó.

Þegar þær fóru voru öll mín vandamál á bak og burt.

Takk stelpur.

En nú er ég farin að lúlla í hausinn á mér.

Sé oss á morgun.


mbl.is Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Bubbi er með mestu snillingum í tónlistarbransanum.Réttnefndur konungur.

Guðjón H Finnbogason, 23.10.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jájá og ég er mamma mín Guðjón minn. 

Ég er að grínast Bubbinn á sína spretti eins og allir.

En það þýðir ekki að heimta bara.

Eða kannski þýðir það, best ég reyni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

vinkonur eru perlur  

hafdu gódan dag Jenný

María Guðmundsdóttir, 24.10.2008 kl. 05:30

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gangi þér vel í heimtingunum og eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 24.10.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband