Leita í fréttum mbl.is

Fjárkúgun í gangi?

Það er enginn endir á áfallahvetjandi fréttum.

Ef það reynist rétt sem Steingrímur J. segist hafa heyrt, að Alþjóða hafi sett sem skilyrði fyrir láni að við greiðum upp Icesave reikninganna að fullu þá er ég sammála honum.

Það er pjúra fjárkúgun og ekkert annað.

Það er verið að skuldbinda okkur, jóna og gunnur þessa lands.

Mér gengur illa í dag að slaka á.  Ég held að það versta sé ekki komið í ljós. 

Svo segir jafnframt í þessari frétt að íslenska ríkisstjórnin virðist vera í sérstöku trúnaðarsambandi við The Finacial Times.  Eitt er amk. öruggt, þeir fá greinarbetri upplýsingar um gang mála en kollegar þeirra hér á landi.

Og nú ætla ég að spyrja að einu og kannski hefur einhver vit til að svara mér.

Það er fyrirliggjandi að almenningur þarf að borga gífurlegar fjárhæðir fyrir sukkbarónana, fjárhæðir sem munu leggjast á næstu kynslóðir.

Oliver Einar, Hrafn Óli, Jökull og Jenný Una, barnabörnin mín eru sem sagt stórskuldug.

Af hverju í andskotanum eru eigur þessara manna ekki frystar hér á landi?

Björgvin viðskipta sagði aðspurður í byrjun hildarleiks að eignafrystingar væru dramatískar aðgerðir og ekki tímabærar.

Eru þær ekki tímabærar nú ef ofan á alla milljarðana sem Alþjóða, Rússland og fleiri lönd eiga sennilega eftir að lána okkur ef við eigum líka að fara að borga sukkið í Bretlandi?

Ég er örugglega frekar illa upplýst um efnahagsmál enda gef ég mig ekki út fyrir að vera neitt annað, en ef ég borga ekki skuldir í bönkum þá er ég í vondum málum og ég tala af reynslu.

Af hverju gilda ekki sömu lögmál um Landsbankalordana og Glitnisgreifana?

Hvaða helvítis rugl er í gangi?

Einhver?

Ég hvet ykkur til að hlusta á þetta lag ykkur til hugarhægðar.

Sumir kalla þetta jólalag, ég kalla þetta lag sem smellpassar við mína stemmingu.


mbl.is Líkir Bretaláni við fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef spurt mig að þessu líka.......

...væri gott ef einhver vissi svarið! 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Ragnheiður

Dóttir mín orðaði það svona í samtali, við vorum að ræða um stórskuldugan son hennar sem er 6 ára

H : þetta er alls ekki sanngjarnt, hann sparar í bauk og hefur alltaf staðið sig vel !

En núna skulda Vignir, Patrekur, Emma, Embla og Hilmar stórar fjárhæðir...

Fari það til fj.......!

Ragnheiður , 22.10.2008 kl. 13:43

3 identicon

Var einmitt að velta þessu fyrir mér.En má ekki selja NÝJU EINKAÞOTU BJÖRGÚLFS YNGIR OG BORGA MEÐ ÞEIM AURUM TAPIÐ?Nei spyr sá sem ekki veit.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Afkomendur okkar verða gerðir ábyrgir fyrir afglöpum og sukki örfárra einstaklinga.  Vér mótmælum öll.

Sigrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég held líka að við séum bara búin að sjá toppinn á ísjakanum.

María Kristjánsdóttir, 22.10.2008 kl. 13:55

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það á eftir að velta við mörgum steininum og sigla fyrir marga firði .. oh hvað mar er skáldlegur! .. Í alvöru, skandalarnir eru rétt að byrja..

The Truth is out there..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 14:18

7 identicon

Ég held að það sé nú einfaldlega vegna óeðlilegra tengsla þessa manna við framkvæmdavaldið, dómsvaldið og löggjafarvaldið í þessu landi, enginn þorir að ríða á vaðið og gera það sem gera þarf, það þarf óháða aðila til að fara ofan í saumana á þessu, einhverja að utan.

Þetta er bara bull. Hinn almenni borgari þarf að fara fjárnám, þurfa þessir menn ekki líka að fara í gegn um það  ferli? Eða eigum við, börn okkar og barnabörna að þrífa eftir þessa menn skítinn?  Það er ég farin að halda, við eigum að gleyma öllu og bara borga brúsann. 

Þetta er það sem þarf, ósköp einfalt; http://www.verslo.is/home/mfvi/L%C3%B6gfr%C3%A6%C3%B0i/A%C3%B0farager%C3%B0ir.ppt

Baráttukveðjur.

alva (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:35

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skil ekki hvers vegna eignir ríkisbubbanna voru ekki frystar, "vina"þjóð okkar hikaði ekki við að skella á okkur hryðjuverkalögum til að tapa ekki fé, þvílík linkind hér á landi, kannski eru ekki til íslensk lög gagnvart hvítflibbaglæpum. Af hverju er okkur þá ekki sagt það?

Sjáumst á laugardaginn kl. 3 fyrir framan alþingishúsið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:43

9 Smámynd: Ólafur Þórðarson

"Af hverju í andskotanum eru eigur þessara manna ekki frystar hér á landi?"

Segi það. Tek undir þessi orð.  

Ólafur Þórðarson, 22.10.2008 kl. 14:59

10 identicon

Nú skilur maður betur hvernig Þjóðverjum leið eftir Versala samningana nítján hundruð og átján ,en ef ég verð á landinu í næstu kosningum ,þá mun ég kjósa V græna því Steingrímur er þó á lífi og er ekki búinn að gefast upp.bjóst heldur ekki við því, en kannski verða ekki kosningar aftur því málið sé í réttum farveg ,og Björn Bjarna kominn með einkaher,kv Adolf sem mann eftir Versala samningum   

ADOLF (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:01

11 Smámynd: M

Þessari spurning hefur oft verið fleygt fram en fátt um svör Reiðin stigmagnast með degi hverjum.

M, 22.10.2008 kl. 15:01

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hef verið að velta þessari spurningu fyrir mér líka. -  Held að Davíð og félagr í Seðlabankanum geti best svarað því. - Það eru jú þeir sem leyfðu þessum sömu herrum að millifæra og taka þut allan gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar, osfrv. - Kannski eru frystikistur Seðlabankans tómar og því ekkert þar til að frysta. -

Það er alveg kristaltært enda hefur það komið skýrt fram, að þeir fengu allir tækifæri til að stinga af með alla milljarðana sína, jafnvel skiptimyntina líka, alveg frá því í júlí þegar skýrslunni frægu var stungið undir stól.

Þökk sé þeim í Svörtu loftum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 15:12

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég tek undir það með fleirum....ballið er bara rétt að byrja. Það er ekkert eins og það sýnist og okkur mun verða brugðið þegar allur sannleikurinn kemur í ljós...ef hann þá gerir það nokkurn tímann. Það er allavega eitthvað furðulegt sem býr undir því hversu fast menn sitja í stólum sínum og þverkallast við að víkja þrátt fyrir algert hrun á trausti til þeirra..hvað er það sem ekki má koma í ljós???

Sjáumst á Austurvelli á laugardaginn....ef NÚNA er ekki tíminn til aðs ýna samstöðu og krefjast réttar okkar..hvenær er hann þá?? 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 15:15

14 Smámynd: Brynja skordal

Ætli ég geti fengið tóma frystikistu í seðlabankanum þær eru allar uppseldar eða nei hef ekki áhuga þær geta verið varasamar

Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 15:19

15 Smámynd: Heidi Strand

Ég hef oft furða mig á hvaðan peninganna komu á sinum tíma  sem bruðlað voru með. Ég hef líka hugsað hvar alla peninganna sem fólk var með í bönkunum fóru. Nú er svarið komið.
Hvað verður niðurstaðan í miðað við dóminn í Ávöxtunarmáli ?

Heidi Strand, 22.10.2008 kl. 15:26

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hvurslags djøfuls mafíósastjórnun er thetta eiginlega???? nákvæmlega eins og einhver hér sagdi,vid eymingjarnir fáum fjárnám og eignarnám og svotil brottnám ef vid skuldum einhverja thúsundkalla, en thessir helv.glæpamenn fá ekkert NÁM!! hirda allar theirra helvitis eigur og setja uppí skuldirnar, hvurn fjárann eiga okkar børn og barnabørn ad borga svona sukkerí?

Sko reidi er ekki rétta ordid lengur yfir hvernig manni lidur, thetta er ad verda bara eins og einn thurr og thad i kakóid hvern dag 

María Guðmundsdóttir, 22.10.2008 kl. 15:29

17 Smámynd: Heidi Strand

http://www.dv.is/frettir/2008/10/22/neitid-ad-borga-og-flyjid-land/

Heidi Strand, 22.10.2008 kl. 15:47

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir málefnalega umræðu.  Ég er með sting í maganum í dag, finnst eins og eitthvað skelfilegt sé yfirvofandi.

Vona að ég reynist ekki sannspá.

Þessi óvissa er að ganga frá manni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 16:36

19 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Er ekki von á eldgosi á morgun..sá einhversstaðar sagt frá því á netinu.

Það væri þá á það bætandi..ég er farin í bað og svo í sviðahausaveislu og soðna lifrarpylsu. Og auðvitað fer ég í volgt bað..er að spara hitareikningana og nýta vel krónurnar mínar. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 16:48

20 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Allt er þetta skelfinglegt og hrikalegt, ég fylgist með og er að reyna að láta fréttirnar og stöðuna ekki auka mér kvíða og spennu. En einmitt þetta virðist magnast upp á hverjum degi, Jenný, þú meir að segja nefndir það í þessum góða pistli þínum. Fyrir mína parta og fyrir eigin heilsu verð ég að forðast bölv og ragn - æsing, en samt verð ég að tjá reiði mína - það er bara svo erfitt að vera þannig dag eftir dag og viku eftir viku og ár því heilsan/batinn er mér mikils virði.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband