Leita í fréttum mbl.is

Farin áður en ég kom

Gaman að sjá hversu talnaglögg löggan er.  Ef við vorum á fimmtahundrað þá er ég farin að sjá fimmfalt.  Það er ekki öðruvísi.

En kannski er það svo, að ég hafi séð fleira fólk en í raun og sann stóð á Austurvelli.

Það má nefnilega segja að ég hafi mótmælt með glans, eins og mín er von og vísa.  Ég var eiginlega við dauðans dyr þarna á Austurvelli give or take smá ýkjur.

En það má að minnsta kosti segja að ég hafi mætt á mótmælin en hafi í raun verið farin áður en ég kom.

Þetta, villingarnir ykkar á sér aðdraganda og það er best að ég deili skemmtilegri innkomu minni að þessum fjöldafundi með ykkur.

Ég er sykursjúk.  Ég þarf að sprauta mig á morgnanna hvað ég gerði samviskusamlega í morgun.

Svo gerðist dálítið sem kom mér í vont skap, ég reif kjaft við nokkrar manneskjur, gerði líf nokkurra að heitasta helvíti og eitt leiddi af öðru, ég gleymdi að borða.  Var svo bissí í minni frábæru geðshræringu.

Svo tók ég mig til, málaði mig og snurfusaði og hentist af stað í mótmæli.

Never a dull moment.

Við krúsuðum endalaust til að finna stæði ég og Hljómsveitin, vorum auðvitað ekki nógu náttúruvæn til að taka strætó, helvítis svínabest við erum bæði tvö.

Á endanum fundum við stæðið og ég fór að leita að Sörunni og Jennýju sem voru mættar til að hitta okkur.

Og það var þá sem grasið kom eiginlega á móti mér þarna á Austurvellinum.  Ég vissi ekkert í hvaða átt ég ætlaði, ég sá nánast ekki neitt og vafraði um eins og drukkin kona sem ég var ekki - ég sverða. 

Var auðvitað búin að týna Hljómsveitinni sem ég er gift og elska út af lífinu, en ég ráfaði sem sagt þarna um svæðið alein.  Það að við höfum týnt hvort öðru er út af fyrir sig merkilegt miðað við fámennið sem löggan heldur fram að hafi verið á Austurvelli.

Þá hnippti í mig kona sem ég hef ekki séð lengi og var svona líka glöð að sjá mig.

Ég hálf rænulaus í sykurfalli; hæ, geturðu lánað mér símann þinn?

Hún: Ha jájá, hvað segirðu gott annars?

Ég: Símann (milli samanbitinna vara).

Hún rétti mér símann og ég gat loksins hringt í dóttur mína og ég sagði henni að ég væri rokin.  Svo rúllaði ég af stað eins og biluð garðsláttuvél.

 Helga mín takk fyrir lánið á símanum, ég knúsa þig næst.

Þar með lauk þátttöku minni í þessum fámennu mótmælum upp á nokkuð hundruð sálir.

Mér sem sýndist við vera að minnsta kosti tvöþúsund.

But what do I know?

En við mætum aftur eftir viku og ég ætla að hafa með mér nesti.

Úje.


mbl.is Mótmæla Davíð Oddssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Vonandi ertu búin ad jafna thig Jenný 

mér fannst einmitt svo léleg mæting, en thad byggi ég audvitad á thessari frétt af thessum 500 manns sem tharna áttu ad hafa verid. Kannski einhver "fjármálamadurinn" settur i ad telja fjøldann...og vid vitum nú øll hvernig thad kemur út hjá thessum snillingum

María Guðmundsdóttir, 18.10.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég giska líka á um 2000 manns, klárt að lögreglan dregur alltaf úr mannfjölda á svona samkomum en ég er ekki viss nema ég hafi aldrei séð svona grófan úrdrátt fyrr...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er ekki góð í að telja sona.... EN þetta kallar maður föðurlandsást Jennslan mín... kyssir jörðina við hvert tækifæri

Heiða B. Heiðars, 18.10.2008 kl. 18:54

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú verður að hugsa vel um þig Jenný mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.10.2008 kl. 18:58

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það var alveg fullt Háskólabío, sem tekur 1000 manns, svo ég skil ekki þessar tölur??? Gaman væri að rannsaka þær

Alla vega var Kolfinna fín og Hörður frábær, hinsvegar var ótrúlega illa skipulagt að þessi "peningasöngvari" væri þarna.  Textar ofur lélegir og allur söngur til skammar...þá lét ég mig hverfa.

Framtakið er gott, en það má ekki hver sem er koma upp á svið

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2008 kl. 19:00

6 identicon

Ég hefði nú getð bjargað þér inn á her sem er þarna stutt frá.Svona fer þegar maður er að brúka sig snemma dags

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 19:27

7 Smámynd: Hugarfluga

Úff, Jenný! Farðu vel með þig, kona! Lárétt, þögul mótmæli hefðu samt pottþétt vakið athygli.

Hugarfluga, 18.10.2008 kl. 19:51

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þú ert vonandi búin að jafna þig eftir sykurfallið

Þú ættir að hafa þrúgusykur í vasanum það gefur smá frest eða þangað til að þú kemst í mat.en þú veist þetta nú alveg örugglega

Góða helgi

Anna Margrét Bragadóttir, 18.10.2008 kl. 19:53

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú skil ég af hverju ég sá þig ekki! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.10.2008 kl. 20:38

10 identicon

copy / paste

 við vorum hetjur í dag hvort sem við vorum 500 eða 4000 þús.  það þarf fleiri fundi því " íslenska undrið" er eiginlega ekki byrjað,takk fyrir í dag Þorvaldur Gylfasson,Þráinn Bertelson,Kolfinna, Hörður,Birgir og fl. það bíða fleiri en Íslendingar að Davíð og fleiri. víki.....hér þarf sótthreinsun

Alla (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 20:47

11 Smámynd: Laufey B Waage

Ég held að vel orðuð mótmæli þín hér á blogginu hafi ennþá meiri og betri áhrif en 2000 manna staða á Austurvelli. Vona samt að þú látir sjá þig næst - og munir framvegis eftir að borða.

Laufey B Waage, 18.10.2008 kl. 21:17

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, örugglega fleiri en 500 þarna. En nema hvað, þú átt já inni svolitlar skammir hjá sjálfri þér fyrir vitleysuna og að vera nei ekki með eitthvað í vasanum og hafa það sem ófrávíkjanlega lífsreglu!

En ert vonandi búin að jafna þig núna!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 21:46

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

get ekki annað en hlegið... biluð garðsláttuvél . Vonandi hefurðu ekki haldið í sykurfallinu að þú værir með bílpróf og tætt af stað án Hljómsveitarinnar.

þú verður að standa þig betur. Sprauta borða sprauta borða sprauta borða sprauta borða

Jóna Á. Gísladóttir, 18.10.2008 kl. 22:47

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sá ljósmyndirnar af vettvangi og heyrði tölurnar um mannfjöldann og flissaði. Þetta er viljandi gert til að fólk fari ekki að hugsa ... aha, 3.000 manns, æ, ég verð að fara næst, þetta er almennilegt, loksins einhver sem mótmælir. Lýðnum er stjórnað á þennan hátt. Allt sem er gaman, 17. júní, menningarnótt og svona ... fjöldinn réttur eða kannski ýkt aðeins, en í þessu tilfelli var greinilega verið að gera lítið úr málinu til að þetta hljómaði ekki eins og bylting!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.10.2008 kl. 22:56

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég tók nokkrar myndir sem má sjá á blogginu mínu - og augljóslega voru þarna miklu fleiri en „á fimmta hundrað“ eins og löggan lætur hafa eftir sér, og ekki vex traust okkar á að dómsmálaráðherra skipi saksóknara til að rannsaka bankamálin þegar þjónar hans skrökva um svona einfalda hluti sem við öll sjáum berum augum.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.10.2008 kl. 23:30

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta rapport Jenný. Nú er bara að skoða myndirnar hans Helga.

Sigurður Þórðarson, 19.10.2008 kl. 00:40

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Davíð var ekki einn í þessu. Hann starfar í umboði forsætisráðuneytisins. Hvað með Geir?  Fjármála- og viðskiptaráðherra voru varaðir við. Hvað með Árna og Björgvin?  Ingibjörg er búin að vera mikið í útlöndum t.d. Afganistan, Palestínu osf. er hún þá algeerlega stikk frí? Ef ekki hvað með Ingibjörgu?

 p.s.  Davíð segist hafa lengi varað ríkistjórnina við en án árangurs!

         Hvað svo sem hæft er í þessu þá gerði ríkistjórnin ekkert.

Sigurður Þórðarson, 19.10.2008 kl. 01:07

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég of frumburðurinn mættum, okkur þóttu ræðurnar ágætar en karlinn sem söng þarna í millitíðinni var hörmulegur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.10.2008 kl. 01:31

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það voru ekki 500 manns í sófanum mínum. bara ég og það var ljúft.

Brjánn Guðjónsson, 19.10.2008 kl. 08:30

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Skammastín, þú áttetta skilið. Hehe.

Takk fyrir innleggin öll.

Anna Margrét: Ég á alltaf þrúgusykur en auðvitað var hann geymdur heima uppi í skáp.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 09:50

21 identicon

Ragnheidur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband