Leita í fréttum mbl.is

Breyttir tímar

Mér líður ekki eins og ég hafi verið auðmýkt af því Ísland komst ekki í öryggisráð SÞ.

Mér líður eins og mér sé jafn slétt sama um öryggisráðið eins og mér hefur verið frá byrjun.

Það tekur ekkert frá mér - gefur mér ekki neitt.

Reyndar hefur mér fundist þetta framboð bölvaður hégómi en ég er auðvitað ekki með innmúraðar upplýsingar um hvað skiptir máli í heimi hér.

Í dag hef ég tapað húmornum.  Ég sé ekkert broslegt við nokkurn skapaðan hlut í augnablikinu en ég set allt mitt traust á að þetta rjátlist af mér þegar líða tekur á daginn.

Í dag er ég bálill. 

Ég ætla ekki út í það nánar, ég ætla að fara að taka til.  Skúra, skrúbba og þurrka af.

Það er ágætis meðal við reiði, depurð, hryggð og öllum fjandans neikvæðnipakkanum.

Fyrir sjálfa mig og alla hina sem ætla að mæta í dag og praktisera lýðræðið set ég meistara Bob Dylan hér fyrir neðan.

The times they are a-changin´.

Gæti ekki átt betur við en einmitt í dag.

 


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst ég ekki hafa verið niðurlægt af að komast ekki inn í Öryggisráðið, ég finn til ákveðins léttis, af þetta brölt ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli vera búið, þeir voru með hugan út í heimi, meðan Róm brann.  Þvílíkt kæruleysi og andvaraleysi, og til hvers? Jú eins og þú bendir réttilega á, til að þjóna eigin hégómagirni.  Það var ekkert annað sem þarna hékk á spýtunni, það er ég nokkuð viss um. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sparnaður að komast ekki inn, eiga ekki allir að spara ?

Jónína Dúadóttir, 18.10.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þessi útkoma getur vonandi sparað okkur peninga til framtíðar. Punt og prjál!

Rut Sumarliðadóttir, 18.10.2008 kl. 12:33

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er líka bálreið en ekki vegna höfnunar heimsins á okkur í öryggisráðið. Þoli líka illa auglýsingarnr í sjónvarpinu um að nú sé tíminn til að sinna fjölskyldunni, eins og við höfum öll dansað í kringum gullkálfinn og gleymt öllum gildum. Las frábæra færslu hjá Helgu Magnúsdóttur um þetta í gær! (helgamagg)

Ég kemst því miður ekki í bæinn í dag, löngu búin að lofa mér í annað en verð með í huga og hjarta.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.10.2008 kl. 12:36

5 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

"The times they are a-changin´." .. not so much I'm afraid...

Mér sýnist að stjórnin sé að vísu oftar með gúmmíhanskana þessa dagana... þ.e meiri vinna við að sópa undir teppi... og það kemur í raun fátt fá stjórnvöldum nema örþreytta setningin... "nú er ekki tíminn til að leita sökudólga" og viti menn... þegar þeir verða búnir að segja þetta í nokkrar vikur í viðbót þá rjátlast reiðin af fólki og síðan fækkar yfirlýsingunum og síðan kjósa menn þessar guðsvoluðu druslur yfir sig aftur eftir nokkur ár. Það er íslenski hátturinn!

Þorsteinn Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 12:44

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Skíthrædd um að Þorsteinn hafi rétt fyrir sér. Ekki tími til að leita sökudólga setningin ef sögð nógu oft verður sannleikur. Svo verða allir minnislausir við næstu kosningar.

Rut Sumarliðadóttir, 18.10.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, þessi laugardagur virðist ætla að verða dagur almennra leiðinda. staðfest og þinglýst með Dylan

Brjánn Guðjónsson, 18.10.2008 kl. 13:50

8 identicon

Hégómi og ekkert annað að rembast við að komast þarna inn,og svo kostar það líka

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband