Fimmtudagur, 16. október 2008
Bráðfyndnar nauðganir?
Ég horfði á fyrstu tvo þættina af Dagvaktinni.
Ég tók síðan ákvörðun um að hætta því eftir þá reynslu.
Sú ákvörðun var ekki tekin af því mér fannst karakterarnir orðnir þreyttir og útjaskaðir, sem þeir vissulega eru, ekki heldur vegna þess að frasarnir eru svo ofnotaðir að maður fær aulahroll en nei fyrir þessari ákvörðun voru aðrar ástæður.
Ég hef ekki húmor fyrir nauðgunum. Mér finnst jafn skelfilega smekklaust að fíflast með kynferðisofbeldi á karlmanni og mér finnst það ósmekklegt þegar konur og börn eiga í hlut.
"Grín" með eins skelfilega reynslu eins og kynferðisofbeldi endurspegla oft fordómana í samfélaginu.
Reyndar má ekki lengur grínast með nauðganir á konum, amk. ekki beint og ekki í dagskrárgerð.
Það eru líka verulega fáir sem láta sér detta í hug að grínast með kynferðisofbeldi á börnum þó það sé vissulega til kolruglað lið sem sér húmor í ljótustu birtingarmynd mannlegs eðlis.
Í Dagvaktinni er einn karakterinn undirmálsmaður sem á sífellt undir högg að sækja. Til að gera langa sögu stutta þá er hann misnotaður af drukkinni kerlingarjúfertu.
Er einhver að hlægja?
Ég ákvað hins vegar að blogga ekki um þetta þegar ég sat með óbragðið í munninum strax eftir þessa þætti sem ég sá, mig langaði nefnilega að sjá hvort það kæmu einhver viðbrögð frá karlmönnum. Hvort þeim fyndist ekkert að sér vegið.
Það gerðist ekki, kannski er þetta of mikið tabú ennþá.
En nú hefur það gerst að karlmaður hefur skrifað grein um þennan ömurlega húmor Dagvaktarinnar.
Drengjum er nauðgað, karlmönnum er nauðgað og það er nákvæmlega ekkert fyndið við þá staðreynd.
Ætla mætti að það væri hægt að finna eitthvað smekklegra til að kalla fram hlátur hjá áhorfendum.
Svo hefði mátt setja aðalhetjurnar í smá meikóver.
Þær eru svo þreyttar.
ARG.
Jóhanna bloggvinkona mín bloggaði um þetta fyrir einhverjum dögum líka. Sjá hér.
Má grínast með nauðganir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég hef sjálfur engan húmor fyrir nauðgunum og tel þær vera einn mesta viðbjóð sem mér dettur í hug. Góðir punktar í þessari grein á jafnréttisstofu.
Má grínast með nauðganir? Já! Heldur betur! Sama hversu ósmekklegt það er er ég ánægður með að búa í landi þar sem mér er frjálst að segja og grínast með hvað sem er.
Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:03
Sammála öllu sem þú skrifar um þetta.
Kári Tryggvason, 16.10.2008 kl. 16:11
Ég hef ekki séð þessa þætti, ef þú hefðir ekki lýst atburðarás um miðbik færslunar þá hefði ég ekki vitað neitt um þetta
Kynferðisofbeldi gegn körlum er alveg jafn mikill vibbi og kynferðisofbeldi gegn konum og börnum.
Það er fullt til fyndið í heiminum, þetta er ekki fyndið hinsvegar.
Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 16:30
ég hef heldur ekki séð þættina, en ljótt ef satt er!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 16:33
Ég þarf sem betur fer ekki að horfa á þessa þætti....hef ekki val en sá "óvart" síðasta þátt og var ekki skemmt.
Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 16:37
Skil ekki húmorinn í þessum þáttum hvorki Dag né Kvöldvaktinni
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 16:44
Ég skrifaði um þetta um daginn og gott að þú tekur upp þráðinn. Ég fékk ýmis viðbrögð eins og sjá má, en ég held að það sé ákveðnu andvaraleysi að kenna ef fólk tekur ekki eftir því grimma ofbeldi sem þarna er haldið á lofti sem þrælfyndnu.
Við þurfum að vera vel vakandi fyrir öllu því sem matreitt er ofan í okkur í sjónvarpi sem öðru.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.10.2008 kl. 16:47
Jóga: Takk fyrir að minna mig á. Linka á þetta í færslunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 16:48
Ég grínaðist nú bæði með naugun og hvaðeina með teiknimyndasögu fyrr á árinu:
http://molested.comicdish.com/index.php?pageID=3
http://molested.comicdish.com/index.php?pageID=4
Þykir leitt þegar fólk þykist vera of uppstrílað og mikið með sig að hneykslast á því að aðrir geta hlegið af hverju sem er, bara fyrirgefðu mér Jenný, en mér finnst það svipað smekklaust og þér finnst ég vera fyrir að geta hlegið að því. Þetta fer allt eftir framsetningu húmorsins og ætti að vera dæmdur af henni en ekki viðfangsefninu sjálfu.
Jú, fólk lendir í leiðinlegum atvikum, og sorglegum, en ef það er meðhöndlað rétt þá er hægt að gera gys að hverju sem er - hvorki þú né nokkur annar gæti né ætti að halda því fram að hann sé með svo óflekkaða siðferðiskennd að geta dæmt húmor út frá þeirri staðreynd að viðfangsefnið sé hægt að framsetja á sorglegan hátt líka. Þetta skref, að meðhöndla svona húmor með fordómaleysi, er mjög stórt og skil ég vel af hverju fólk yfir höfuð móðgast yfir einhverju sem það hefur lítið sem ekki hundsvit af - en veit að það ætti mögulega að vera óþægilegt.
Það að geta horft á húmor frá þessu hlutlausa sjónarmiði gerir lífið svo miklu þægilegra, þá þarf maður ekki að roðna af bræði og froðufella í hvert skipti sem einhver nefnir "óviðeigandi" hluti, dæmdu þetta á framsetningu og ætlun, ekki því sem verið er að lýsa, annars er þetta ekki ósvipað því að dæma bók eftir kápunni.
Óðinn, 16.10.2008 kl. 16:54
Óðinn: Það er fátt að mínu mati sem er hafið yfir húmor.
Kynferðisofbeldi er skelfilegur raunveruleiki allt of margra og þá er ég með börnin í huga fyrst og fremst.
Mér finnst þessi húmor í dagskrárgerð ekki til þess fallinn að auka fordómaleysi, opna augu fólks eða yfirleitt eiga rétt á sér sem skemmtiatriði.
Það er mín einlæga skoðun.
Takk fyrir innlitið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 17:08
Arrrgghhhh!!!! SPOILER!!! Hvernig væri nú að hafa svoan "SPOILER-WARNING" áður en þú blaðrar um plott Dagvaktarinnar. Sum okkar erum að bíða eftir þessu á DVD! Stundaðir þú kanski líka að ganga á milli manna öskrandi "SVARTHÖFÐI ER PABBI HANS LOGA GEIMENGILS" þegar Star Wars Episode 5 Empire Strikes Back var sýnd?
Eru allir orðnir geðveikir á þessu landi?
Tvídrangaður (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:19
Hef ekki húmor fyrir nauðgunum.Hef ekki séð Dagvaktina en þykir Næturvaktin frábær
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:03
Tvídrangamaður: Þú komst mér til að skellihlægja. Sorrí en ég vissi ekki að sumir nenntu að bíða eftir DVD. Arg, þú ert dúlla.
Óskar: Vertu úti að leika fuglinn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 19:12
Ég hef ekki séð þessa þætti. Hvorki dagvaktina né næturvaktina.
Nauðgun, hvort sem hún varðar konur, karlmenn, börn eða hvað, þáer hún ekkert grín og ég sé ekkert fyndið við það. Það er háalvarlegt mál sem ekki á að gera grín af.
Ég er fullkomnlega sammál þér.
Linda litla, 16.10.2008 kl. 19:20
Gdamn, nú skemmdi þezzi 'twinnpíkari' fyrir mér 'Star Warz' seríuna sem ég er búinn að geyma mér lengi.
Var Logi þá Zwarthöfðaon ?
Ztöndöm ...
Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 19:48
www.sickipedia.org anyone?
Því meira samviskubit sem ég fæ yfir svona steypu, því meira hlæ ég. En kannski er það bara ég...
Páll Jónsson, 16.10.2008 kl. 20:01
Sæl Jenný, kerlingaljúferta, einhvertíma hafði ég heyrt þetta orð í barnæsku og ekki síðar fyrr en á þín bloggi. Ég á örugglega eftir að taka mér það í munn við rétt tækifæri. Ég held upp á Ólafíu Hrönn og er dálítið á báðum áttum um orðavalið þess vegna. En þér fyrirgefst enda ertu frumleg og fyndin.
Sammála færslunni þinni.
Sigurður Þórðarson, 16.10.2008 kl. 20:44
Ja, hérna. Rosalega er netamaðurinn lítið lífsreyndur, því hann hélt í einfeldni sinni að það væri ekki hægt að nauðga karlmanni með þessum hætti, hélt það væri bara til homosexual nauðgunarferli! Netamaðurinn var meira að segja svo fáfróður, að hann hélt að konur nauðguðu bara alls ekki! Svo lengi lærir sem lifir, það er greinilega í fullu gildi enn.
Netamaður (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:45
Jæja bara fjörugar umræður og þó mér finnist nauðganir mjög viðurstyggilegar og er sammála jenný þá er ég búin að skemta mér konunglega yfir kommentunum.
Eyrún Gísladóttir, 16.10.2008 kl. 20:59
auðvitað er ekkert fyndið við nauðgun. sá þetta ekki þar sem ég hef ekki stöð2. reyndar ekki sjónvarp yfir höfuð. er samt rukkaður um afnotagjöldin
Brjánn Guðjónsson, 16.10.2008 kl. 21:08
Ji minn eini, slapp allur Kleppur út og í netsamband?
Hin þáttaserían með þessum gaukum fannst mér fantafín og skemmti mér konunglega yfir henni
Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 21:10
Það er ekkert "g" í hlæja.
Svala (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:51
Allt er í heiminum hverfult. Næturvaktin var snilld. Dagvaktin er bara venjulegt íslenskt "Stella í framboði" prump. Því miður.
marco (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 22:28
Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert
Kv frá mér, til ykkar........
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:09
Kynferðisleg misnotkun er aldrei fyndin, það er mín skoðun
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2008 kl. 01:21
hef aldrei séd thessa thætti..myndi ekki horfa á thá hvort sem er. En finnst BARA ósmekklegt ad gera grín ad svona løgudu.
hafdu gódan dag Jenný
María Guðmundsdóttir, 17.10.2008 kl. 06:34
Ace .. athugasemd þín, sem er í svipuðum dúr og á minni síðu, þar sem þú kemur með þennan þreytta frasa "get a live" og nú hjá Jennýju "Er ekki allt í lagi heima hjá þér" bera andlegum þroska þínum vitni.
Allir sem hafa lesið sér til hið minnsta um andlegt ofbeldi, sjá að í fyrsta þætti er undirmálsmaðurinn Ólafur Ragnar beittur andlegu ofbeldi og í framhaldi af því líkamlegu af yfirmanni, þar sem hann samþykkir, með semingi þó, að hafa mök við Guggu, yfirmann sinn.
Eftir að hafa verið undir hælnum hjá karlinum Georgi, sem skemmir ekki aðeins fyrir honum bílinn hans heldur einnig sjálfsmynd, fer hann úr öskunni í eldinn þegar næsti ofbeldismaður tekur við honum. Kjarkur hans er ekki meiri en svo að hann segir henni þar sem hún er sofandi að hann vilji ekki vera með henni.
Heldur þú að ástæðan fyrir því að hann segi ekki nei sé vegna þess að hann langi svona svakalega í hana ??? .. eða getur það verið að hann sé það hræddur við hana vegna þess að hún er yfirmaður hans og sterkari persónuleiki ?? ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.10.2008 kl. 10:30
p.s. nauðgunin felst í því að maðurinn gerir eitthvað gegn sínum vilja. Þorir ekki vegna lélegs sjálfsmats og aðstæðna að segja nei. Þetta gæti ekki verið skýrara.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.10.2008 kl. 10:46
Dagvaktin og Næturvaktin eru tragikómidía, það er grínast með viðkvæma hluti fram og til baka og oft sjáum við okkur sjálf í þeim kringumstæðum sem persónurnar lenda í, það er bara allt svo miklu ýktara hjá þeim.
Ein leið til að nálgast erfiða hluti er að geta hlegið að þeim, það tekur einhvern veginn úr þeim broddinn. Ég er ekki með Stöð2 og hef ekki séð alla Dagvaktarþættina sem komnir eru en ég sá þegar Gugga fær sér 'gott í kroppinn' þarna fyrst og hve neyðarlegt það var fyrir þann sem lá undir. Nú skilst mér að þættirnir séu ekki sjálfstæðir, þ.e. atburðarásin stigmagnist. Ég vil trúa því að það sé einhver tilgangur með þessu kynferðisofbeldi, að sýna fram á hvernig sumt fólk getur hagað sér, allavega hef ég kynnst svona Guggum þó að ég hafi ekki lent í þeim kynferðislega. Við vitum allavega að Gugga er til víða. Ég vil allavega trúa því að hún fái makleg málagjöld en auðvitað veit ég það ekki enn, þættirnir eru ekki búnir. Allavega vil ég trúa því að það sé ekki grínast með jafn alvarlegan hlut og þetta án þess að það búi eitthvað að baki.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:37
Ég sá nýjan south park þátt um daginn.
í þeim þáttum má reyndar búast við að þeir myndu gera grín að hverju sem er, en í þessum þætti þá var verið að nauðga indiana jones. ég horfði á það með 2 vinum mínum og þeir sprungu úr hlátri en ég hafði ekki vott af húmor fyrir þessu.
Elínborg (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:35
Takk fyrir Jóga að taka upp hanskann fyrir mér, ég vissi ekki að umræður hefðu haldið áfram hér.
Takk öll fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 16:56
http://www.youtube.com/watch?v=IWp9fL8ghDU
Horfðu á þetta og segðu mér að nauðgn sé ekki fyndin.
George Carli (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 20:06
"Má grínast með nauðganir? Já! Heldur betur! Sama hversu ósmekklegt það er er ég ánægður með að búa í landi þar sem mér er frjálst að segja og grínast með hvað sem er. "
Þetta er ekki rétt og virkilega heimskulega mælt. Aftur á móti er alltof sjaldan látið reyna á lögmætið. Þótt einn eða fleiri geri það þá þíðir það ekki að það sé í lagi. Þverrt á móti þá væri einfallt að færa rök fyrir því að svona lagað sé hættulegt efni.
Ég horfði á 2 þætti af Næturvaktinni, fannst Gnarr flatur og monotoniskur, leiðinlegur vibe og skítafílingur í þáttunum. Ósmekklegt kjaftæði búið til af ágætlega hæfileikaríku fólki. Væri gaman að fara að sjá eitthvað nýtt blóð.
Það er fullt af fyndnu fólki hérna.
sandkassi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:15
Hvað segið þið þá um þættina Klovn!!??
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:34
Ég tók einnig þessa ákvörðun, öllu gríni fylgir einhver alvara og ég er bara eigi að fíla svona lagað í fjölskylduþáttum, bæði er þarna um að ræða ofbeldi, niðurlægingu og sóðakjaft.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.10.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.