Fimmtudagur, 16. október 2008
Efndir takk og við skulum tala saman
Þegar ég var krakki var alin upp í mér virðing fyrir fullorðnu fólki sem enn eimir eftir að.
Ekki misskilja mig ég er heitur stuðningsmaður almennrar kurteisi í samskiptum á milli fólks en ég vil að virðingin sé óháð aldri og kurteisi við börn og ungt fólk er alveg jafn mikilvæg og við þá sem eldri eru.
En...
Eitt af því sem ég tók mest út fyrir þegar ég var barn var þegar mér var sagt að kyssa þennan og hinn fyrir mig.
Ég var alin upp hjá ömmu minni og ömmubróður og á jólum t.d. streymdu að mér jólagjafir frá fullt af fólki sem ég þekkti lítið eða ekki neitt. Allir að gefa blessuðu barninu hjá gamla fólkinu glaðning á jólunum.
Í hvert skipti sem einhver maður eða kona komu með pakka var sagt við mig blíðlegri en ákveðinni röddu sem gaf til kynna að engrar undankomu væri auðið: Jenný mín þakkaðu Jóni, Gunnu, Siggu og Palla fyrir þig.
Það voru þung spor fyrir mig stundum að þurfa að ganga óvarin beint í knúsið, faðmið og kyssið frá alls kyns fólki, með alls kyns lyktir og nærveru.
Fyrir barn er þetta kvöl og pína, var það að minnsta kosti í mínu tilfelli.
Og núna gengur svona uppáneytt knúsæði, flaggflipp og knús í hvert hús æði yfir þjóðina.
Reyndar held ég að það þurfi ekkert að þjappa íslenskum almenningi saman, við höfum svo lengi skilið hvort annað hérna á þriðja farrými.
Ég held hins vegar að það sé verið að þjappa okkur saman við hina þjóðina í landinu, þessa sem ekkert hefur viljað af okkur vita fram að hruni efnahagslífsins.
Ég er alveg til í að súa Gordon Brown, finnst reyndar að við hefðum átt að slíta stjórnmálasambandi við Bretland þegar þeir gerðu okkur að hryðjuverkamönnum og settu okkur á bekk með brjáluðum glæpamönnum og fjöldamorðingjum, þannig að ég reisi ekki ágreining við þá ákvörðun verði hún tekin.
En það breytir ekki því að ég ætla ekki í neinn sleik við þá sem hér hafa látið allt gossa til helvítis af hvaða hvötum sem þeir/þær gerðu það.
Sannleiksnefndir, hvítbækur og annað slíkt eru orð og innantóm amk. ennþá.
Efndir takk og við skulum tala saman.
Jabb í boðinu.
EITT RISAKNÚS TIL ALLRA MINNA BLOGGVINA. NOTIST EFTIR ÞÖRFUM
Eimskip flaggar íslenska fánanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Kveðja og knús héðan úr "lestinni"
Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 11:50
Sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 16.10.2008 kl. 11:59
Segi það nú líka, efndir takk. Og knús eftir þörfum, má þyggja eður ei.
Rut Sumarliðadóttir, 16.10.2008 kl. 12:01
knúsiknús
Líney, 16.10.2008 kl. 13:25
Yndislegt Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert
Kv frá mér, til ykkar........
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:34
Knús Aftur
Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2008 kl. 13:53
Tek fagnandi á móti knúsinu frá þér og sendi þér eitt stór yfir hafið.
Ía Jóhannsdóttir, 16.10.2008 kl. 14:33
heyr heyr!!!! madur knúsar ekki bødulinn er thad?? svo madur hlýtur ad knúsa bara thá sem mann vill eda hvad...svo ég tek thinu knúsi og sendi eitt tilbaka...en frábid mér knúserí frá séra jónum og theirra sletti...svo thad sé á hreinu...
kvedja til thin Jenný,hafdu thad sem best
María Guðmundsdóttir, 16.10.2008 kl. 15:14
Takk fyrir knúsið... ætla samt ekki að segja of mikið núna....
Kreppumaður, 16.10.2008 kl. 15:15
Heilar og sælar Jenny og þið öll gott fólk.
Ég kíki hér inn á hverjum degi og stundum oft á dag mér til skemmtunar og fróðleiks þó ég nenni ekki alltaf að kommenta. Hef það bara þeim mun lengra í þau skipti sem ég nenni því.
Ávarp forsætisráðherra, prédikanir biskups eða leiðarar dagblaðana vega létt hjá mér miðað við það að lesa bloggið þitt og Sigurðar Þórs.
Reyndar er Sigurður búinn að vera þögull nokkuð lengi núna. Ég vona að það sé ekki vegna þess að kreppan hafi gengið af honum dauðum, heldur að hann liggi undir feldi og hugsi gáfulegar hugsanir og birtist svo aftur á bloggsviðinu með lausnir á vandanum eða alla vega spaklegar hugleiðingar þar að lútandi.
Þú átt alla samúð mína vegna kossahrellinga í æsku en ég get huggað þig með því að það hefði getað verið verra.
Foreldrar mínir sögðu mér frá því að á þeirra yngri árum hefði enn eimt eftir af þeim sið til sveita, að kæmi gestur þá gekk hann fyrir hverja manneskju og kyssti hana vandlega og varð ei undan komist.
Og þeir sem héldu lengst í þennan sið voru gjarnan eldri kynslóðin, kallar sem tuggðu skro og misþrifalegar kellingar. Ég slapp sem betur fer við þetta, en hins vegar var það eitt af því sem fór í taugarnar hjá mér á Vogi þessi eilífu faðmlög sem ætlast var til að maður hefði í frammi við bráðókunnugt fólk.
Það hefur annars verið frekar hljótt um "Alkasamfélagið". Á síðu Hörpu Hreinsdóttur http://harpa.blogg.is/ hefur mér þó tekist að halda í gangi smá umræðu. Þar afgreiðir hún okkur sem kommentuðum á þinni síðu með: "Fylgismennirnir virðast hvorki jafnlyndir né sáttir..."
Nóg að sinni
Og nú ætla ég að neyða uppá þig einu Pussi ock krami frá Svíaríki
!Jón Bragi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:12
Puss o kram på dig också Jón Bjarni.
Ég þarf að tékka á Hörpu. Er bara verið að dissa mann sem óbalanseraðan af því maður hefur skoðanir? Ekki kemur mér það á óvart.
Takk fyrir þitt skemmtilega innlegg JB.
Kreppi: Ég knúsa þig í klessu dúllan mín. Hvenær ætlar verðandi frú Kreppa að gera úr þér heiðarlegan mann með hring á fingri?
Takk öll elskurnar fyrir krúttkomentin ykkar.
KNÚS í boðinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 16:19
Ég er með frestunaráráttu og neita að ræða brullup fyrr en ég er orðinn þroskaður og ábyrgur m.ö.o kominn á fimmtugsaldurinn...
Kreppumaður, 16.10.2008 kl. 16:21
Getum við ekki rétt eins sammælst um að sleikja alla kjörna embættismenn í framan ef þeir verða á vegi okkar?
Fánamálið vekur með mér blendnar tilfinningar.
Linda María (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.