Leita í fréttum mbl.is

Mín viðkvæmu móment

 751966

Nú tala ráðamenn um að við þurfum öll að standa saman.  Öll sem eitt,  að við séum í sama bát.

Fíflið ég átti viðkvæmt móment í síðustu viku og féll fyrir hjalinu í körlunum í væmnikasti og er síðan búin að vera eins og hinir, apandi þetta blaður um samstöðu í fleiri daga í röð.

Mín viðkvæmu móment eru hættuleg.  Þegar þau slá mig í höfuðið missi ég rökhugsun og fell fyrir kylliflöt fyrir blekkingum.

Dæmi: Einu sinni var ég á markaði á Spáni, þar var sölumaður með sjónhverfingar og sýndi merkilegan eldhúshníf sem spændi upp agúrkur og lauka í dásamlegar jafnþykkar sneiðar.

Mómentið sló mig í hausinn ég keypti hnífinn og það eina sem ég spændi upp var góður hluti af fingrinum á mér. 

Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um viðkvæm móment.  Þau hafa verið nokkuð blóðug í mínu tilfelli.

Ég held að það hafi verið Björgvin G. sem seldi mér samstöðuboðskapinn í viðtali við einhvern í síðustu viku.

Í morgun tók ég síðan upp á því að hugsa af eigin hvötum og ég spurði sjálfa mig; hvað meina þeir með þessu sífellda tuði um að við eigum að standa saman sem einn maður?  Að við séum öll í sama bát?

Jú ég náði því loksins.  Þetta er auðvitað blekkingarbrilljans.  Í sama bát?  Halló, eigum við að taka eins og eina umræðu um launamun minn og þinn Björgvin G?  Þú getur trútt um talað með þokkalega hátt kaup og þó nokkuð atvinnuöryggi til fjögurra ára í senn.  Svo ég gleymi ekki hinu spikfeita og gegnumspillta eftirlaunafrumvarp sem þú og kollegarnir hafið í bakhöndinni.

Ég er hins vegar á lífeyri úr mínum lífeyrissjóði nú um stundir, ég er ekki að kvarta, kemst þokkalega af en nú er meira en mögulegt að hann verði skertur á næsta ári.

Ég tek þetta litla dæmi til að sýna fram á að það er himinn og haf milli mín og urmuls af fólki og svo þeirra sem hrópa um það á torgum að við þurfum að snúa bökum saman. 

Gússífokkinggúss.

Ég myndi skilgreina þetta öðruvísi.  Jakkafötin eru á nokkuð góðu  fleyi, með káetum, klói og sturtu ásamt sjónvarpi og farsíma.

Ég er hins vegar á einhverjum hriplekum hliðarfleka með tertugaffla í árastað.

Cut the crap strákar.

Capíss?

 


mbl.is Landsbankinn: Engar reglur voru brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Varstu að lesa hugsanir mínar? Ég er þrautþreytt á að vera á þessum fleka! Ég vil komast í bát með almennilegar árar!! Eða heita þær róur?

Hvernig hljómaði ekki auglýsingin í denn? Háseta vantar á bát! 

Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Merkilegt þetta með samstöðuna og "allir á sama báti". Svei attan. Það var sko ekki rætt um slíkt á meðan allt lék í lyndi. Þá var almúginn sko ekki á sama báti og hinir. Nú þegar kemur að því að borga fyrir veisluna megum við allt í einu vera memm. Til að borga fyrir þá sem svölluðu mest.

Helga Magnúsdóttir, 14.10.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Háseta vantar á bát, má hafa með sér barn.

Helga: Nákvæmlega nagli á höfuð. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.10.2008 kl. 22:00

4 Smámynd: Líney

Æ þú  nennir bara ekki að róa,þess vegna ertu að ybba þig

Líney, 14.10.2008 kl. 22:05

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við eigum að standa saman í að koma ráðamönnum frá hið fyrsta.

Svo getum við farið að plástra & púzla.

Steingrímur Helgason, 14.10.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta svona eins og mantra sem búið er að vera að þylja upp í sífellu alla vikuna......hún er sögð svo oft að á endanum trúum við þessu öll og gleymum öllum hugsunum um uppgjör og rannsókn á því sem gerst hefur og trúum því að við sitjum öll á sama flekanum og fyrirgefum og gleymum !

Sunna Dóra Möller, 14.10.2008 kl. 22:14

7 identicon

amm, ansi hrædd um að það verði raunin sem Sunna segir hérna að ofan. 

Tertugafflaþú gætir allavega selt þá í inniverueitthvað svona "fear trade" dæmi....fengið gamlar árar hjá einhverjum sem er að fara að halda tertuboð

en alveglega sammála þér; cut the crap karlar!!

alva (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:27

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég misskildi þetta samstöðuhjal alveg.  Og að styðja við bakið hvert af öðru.  Ég ætlaði að fara að afla mér upplýsinga um hverjir væru ennþá nokkuð vel stæðir og senda þeim reikningana mína.  Það hefði ég sko kallað samstöðu.  Ég hef sko ekki hugsað mér að fara að borga neitt fyrir einhverja miljarðamæringa sem sitja á feitum skútum og í fínum rellum og láta Tinu Turner troða upp í afmælinu sínu.  Nei sko - takk pent. 

Hvert vantar þennan háseta með barnið - mega það vera börn?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sama og ég hugsa og segi, enga fjandans samstöðu með þeim sem ábyrgðina bera, þeir geta bara axlað sína ábyrgð, og farið út á flekann, við skulum taka skipið í höfn.  Það má sækja þá einhverntímann í vor ef vel liggur á okkur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2008 kl. 23:04

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er orðin ansi hreint völt í þessari samstöðu allri....en ég tek undir með Steingrími, við getum verið samtaka í að ýta þessu pakki úr vör í átt að hafsauga

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:05

11 Smámynd: Brynja skordal

Má ég vera vélstjóra þá verður mér svo hlýtt og þarf ekkert að róa Góða nóttina jenný mín

Brynja skordal, 14.10.2008 kl. 23:23

12 Smámynd: Halla Rut

Sama bát...einmitt. Ég og þú getum ekki farið erlendis því við fáum ekki gjaldeyrir en svo er nægur gjaldeyrir til að halda þessu Öryggisráðs kjaftæði áfram. Og það er það eina sem ISG talar um. Það er eins og hún sé algjörlega veruleika fyrrt.

Gott spil hér há þér Jenný.

Halla Rut , 15.10.2008 kl. 00:29

13 Smámynd: Ragnheiður

Ég var búin að velta þessu fyrir mér alla vikuna, var skítkalt á rassinum. Ég er auðvitað með þér á þessum leka fleka !

Ég var líka búin að detta um þessa staðreynd...þegar allt óð í aurum þá fékk ég ekkert að vera memm...en núna er ég góð, að hjálpa við að redda messinu ?

Afsakið, þeir eru ekki að tala um bát, þetta er helvítis galeiða með þrælum !!!!!!!!!!! Þeir uppi að spóka sig með gemsann og við fíflin niðri að róa !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 00:37

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Horsí að öllu leiti.    Ég vil fá rannsókn og refsingar fyrir þá seku í þessum málum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:52

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nei við erum ekki öll ásama báti............og ekki getum við snúið bökum saman  ég vil sjá fram

Bráðum tekur almenningur völdin,,,,,,,,,,,,

Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 02:46

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

bara sammála Steingrími Helga, hefur aldrei verid einn bátur i umferd...thad er skemmtisnekkjan fyrir hvitflibbana og svo er thad árabáturinn sem sumir róa med gøfflum til ad ná landi

María Guðmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 06:11

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kærleikskveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2008 kl. 07:37

18 Smámynd: Hulla Dan

Á sama báti mæ es.

Njóttu góða veðursins

Hulla Dan, 15.10.2008 kl. 09:25

19 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyr, heyr, sama og ég er búin að vera að segja.

Rut Sumarliðadóttir, 15.10.2008 kl. 12:45

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er greinilegt að þessir forystusauðir eru í alvörunni algerir sauðir að halda eitt augnablik að almenningur sé fifl og fávitar með hor og slef í þjóðhnýttu þrælabandi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.10.2008 kl. 12:53

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég hef aðeins lagt minn eiginn skilning í samstöðutalið. Og það er einfaldlega að við á árabátnum séum samtaka í róðrinum. Hef aldrei lagt þann skilning í þetta að ég eigi að vera með snekkjuliðið í tógi. 

Auðvitað þurfum við að standa saman. Er það ekki? Ef við ætlum að áorka einhverju.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.10.2008 kl. 13:25

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei Jenný, svona var þetta nú ekki, heldur. "Rásðkona óskast í sveit! Má hafa með sér barn" Gott ef þetta var og er ekki nafn á bók eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skaldalæk!?

En Gylfi Ægis söng líka um háseta sem vantar á bát, handfæra línu og net eða eitthvað í þá áttina.

En ég er alveg til í að vera á sama báti og t.d. þú og Hólmdís, smáskektu þar sem bara væri ein koja!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 14:24

23 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Öll í sama bátnum..." Eigum við ekki frekar að við taka saman hópsund að landi, frekar en að hírast hérna úti á þessum neyðarfleka. Ef einn tekur með sér línu getum við svo dregið flekann að landi með þeim innanborðs sem eru ósyndir vegna fötlunar eða slíks. Góðærisoffita telst ekki fötlun í þessu sambandi og mun sjálfsagt koma að betri notum sem hákarlabeita í þessum háskalegu vötnum...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband