Leita í fréttum mbl.is

Hvítvín-rauðvín-bjór (raðist eftir þörfum)

 

Ég hélt að Russel Crowe væri einn af þessum selebbum sem væru búnir að fara í meðferð.

Ónei, en hvernig á kona að henda reiður á öllu þessu þekkta fólki?

Guð, gæti mér verið meira sama?  Tæpast.

En ástæðan fyrir því að ég er að blogga um þessa frétt er einföld; ég stenst ekki mátið þegar alkar í svona bullandi afneitun setja það í heimsfréttirnar.

Sko Russel vinurinn er orðinn pabbi.  Þess vegna hefur hann dregið úr neyslu áfengra drykkja.

Vel að merkja dregið úr neyslu.

Það sem kom mér til að skella uppúr, þó tilefnið sé í sjálfu sér sorglegt er að leikarinn segist ekki geta drukkið dökkt áfengi.

Vodkað og Tequilað eru enn að gera sig hjá honum, hitt fer skelfing illa í hann.

Það var einu sinni sálfræðingur sem var með námskeið fyrir fólk hér á landi um hvernig mætti læra að drekka.

Og nei, þetta var ekki á nítjándu öld, námskeiðin riðu hér húsum á tíunda áratug síðustu aldar.

Vó, hvað ég held að margir alkar hafi stokkið til.  Alveg: Þarna er eitthvað fyrir mig, mig skortir kunnáttu í drykkjumennsku.  Það hlaut að vera.  Farinn á námskeið.

Ég eins og fleiri alkar hef staðið í tegundaskiptum blá í framan trúandi því að ef ég drykki minni bjór og rauðvín á móti þá myndi ég ná alsælu þeirri sem Bakkus boðar.

Nú eða hvítvín/rauðvín/bjór (raðist eftir þörfum).

Niðurstaða: Ég var sama gluggatjaldafyllibyttan án tillits til hvað ég drakk.

En mér persónulega gæti ekki staðið meira á sama um hvað Russel karlinn drekkur eða drekkur ekki.  Ég sá bara ágætis tækifæri til að spinna út frá þessari frétt um minn eigin alkóhólisma.

Minna mig á og svona.

Mikið djöfulli er gott að vera edrú.


mbl.is Russel Crowe dregur úr drykkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hva... hvurslags er þetta! Það skiptir auðvitað ÖLLU máli hvort er drukkið á undan, hvítvíns- eða rauðvínstárið. Og hvort sötrað sé Braga eða Merrild með koníakinu.

Vissirðu þetta ekki, kona? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.10.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skál í boðinu!

Brjánn Guðjónsson, 14.10.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er auðvitað bráðnauðsynlegt að vera ekki alltaf á sneplunum þegar maður er komin með börn, bara svona létt kenndur...þetta er stórfrétt dagsins, algjörlega !

....kveðja úr storminum! 

Sunna Dóra Möller, 14.10.2008 kl. 17:05

4 identicon

Hehehe... alltaf sami snillingurinn sé ég Jenný.. knús og kram frá Klettaborg á þig dúllan mín.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:35

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

... af því það var svo mikil hætta á að við værum búin að gleyma þér...

Jónína Dúadóttir, 14.10.2008 kl. 18:46

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

asnaleg frétt. asnaleg asnaleg. Það er nú einhver hæðnitónn í henni líka. Ég hef á tilfinningunni að blaðamanni sé illa við Crowe greyið. Helvítið á honum.

Láttu ekki eins og fífl kona. Dökkir drykkir eru stórhættulegir. Það veit hvert mannsbarn. En ljósir eru af hinu góða. Líkt og í vestra-myndunum í gamla daga. John Wayne alltaf með hvítan hatt en vondu karlarnir með svartan. Þetta eru barasta gömul sannindi. Lúsifer með svarta vængi en Gabríel með hvíta. Þú dökkhærð.. ég ljóshærð muuuhhaaaaa 

Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2008 kl. 19:44

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt ljúft fallegt bros

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:03

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er misskipt mannanna gæðum. Hvað myndi ég gera ef ég gæti bara drukkið ljósa drykki? Það yrðu ljótu vandræðin.

Helga Magnúsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:27

9 Smámynd: Himmalingur

Skál fyrir því! ( vatn, sóda eða eitthvað annað )

Himmalingur, 14.10.2008 kl. 21:12

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ah.. who gives a flying f***? Dj...vitleysa í þessum "fréttamiðlum" endalaust

Heiða B. Heiðars, 14.10.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband