Leita í fréttum mbl.is

Barnatími fyrir fullorðna og sammingar ekki gerðir

 jólakjóll

Varðandi þáttinn hennar Ragnhildar Steinunnar sem ég bloggaði um hér fyrir neðan og hreif mig ekki sérstaklega, svo ég fari ekki nánar út í þá sálma, þá kallaði hann samt fram kátínu hér á kærleiks.

Í gær kom Jenný Una Eriksdóttir í heimsókn með mömmu sinni og eins og gjarnan gerist þá harðneitaði hún að fara með henni heim.

Hún skráði sig sum sé hér í gistingu.

Þegar ég og Hljómsveit hússins sátum með kaffi og heita eplaköku yfir téðum þætti sat sú stutta á milli okkar og gerði athugasemdir við sjónvarpsefnið.  Hún vildi horfa á LABABÆ.

En svo kom Sveppi inn í myndina.

Barn: Amma, þetta er Sveppi í baddnatímanum mínum.  Hún var töluvert hissa og hún horfði af tærum og sönnum áhuga á goðið.

Mamman hringdi og talaði við hana.  Hún spurði barnið hvað við værum að gera og barn svaraði:

Við erum að horfa á fullorðinsbaddnatíma!

Prinsessuárátta barns er að ná hæðum þessa dagana.  Hún neitar að fara í annað en jólakjóla og pils.  Þetta er að verða að vandamáli.

Ég reyndi í morgun að tala hana til og segja að hún og mamma myndu gera samning.  Mamma réði á leikskóladögunum og hún mætti ráða á laugardögum og sunnudögum.

Jenný: Sammingur, hvað er sammingur?

Amman: Það er þegar þú og mamma ákveðið að stundum velur hún fötin þín og stundum þú.

Jenný: Má ég bara fara í prinsessuföt á laufardag og sunnudag?

Amman: Já ef þið gerið samning.

Jenný (ákveðin og forstokkuð): É geri ekki samminga.

Er hún í Sjálfstæðisflokknum hugsaði amman og andvarpaði þunglega.

Nú, nú, svo er að bretta upp hendur og mynda breiðfylkingu börnin góð um breytt þjóðfélag.

Ég sé ykkur fljótlega.

Kveðja frá kærleiks.

P.s. Barnið í jólakjólnum frá því í fyrra.  Jájá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei og hafiði það, engir samningar ! 

Jónína Dúadóttir, 12.10.2008 kl. 09:58

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Yndileg dúlla! Ég á einmitt líka sjálf svona prinessu og þakkið bara fyrir á meðan þetta snýst bara um kjóla og pils.  Mín heimtar nefnilega líka þjónustu.  Sest í sófann að horfa á barnatímann og skipar svo fyrir:  ,,TEPPI!   KODDA!  MJÓLK!  ÞJÓNUSTU TAKK!!"  Hirðin tók hins vegar lítið mark á skipunum hennar hátignar fyrr en samningar náðust um orðalag! 

Aðalheiður Haraldsdóttir, 12.10.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Ragnheiður

Auðvitað fer barnið ekki að semja stórlega af sér , hvurslags er þetta?

Ragnheiður , 12.10.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var búin að skrifa svar hér, og þegar ég ætlaði að senda kom þetta villumelding.  En svona er þetta, allt er einhvernveginn bumpy.  En það sem  ég ætlaði að segja er að ég skil vel ykkur aðstandendur prinsessunnar.  Í gær fór Hanna Sól að skæla af því að afi klæddi hana í hvítar nærbuxur, en ekki bleikar, amma fann svo bleikar nærbuxur, en þá vildi hún bara Sollu stirðu buxur.  Og ég hugsaði hvar endar þetta, og hugsaði um alla hrúguna af nærbuxum sem hún á sem eru ekki bleikar.

Knús á þig Jenný og hana nöfnu þína prinsessuna Jenný Unu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 10:53

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hún er yndisleg prinsessa, hún Jenný Una !

Sunna Dóra Möller, 12.10.2008 kl. 11:02

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:34

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

bjóstu við að einhver þinna afkomenda gæti fæðst samningsglaður

Jenny Una forstokkuð, sver sig í ættina og er stolt af því

Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.