Leita í fréttum mbl.is

"We will ensure you" eða "we will screw you"?

Ég er að reyna að skilja atburðarásina hérna varðandi þennan svakalega misskilning milli Darlings og Árna M. Mathiesen.

Upp er komin upp alvarleg milliríkjadeila á milli landana og hana má rekja til símtals þessara tveggja manna að mér skilst.

Annað hvort hefur Árni sagt eitthvað allt annað en hann segist hafa sagt eða þá að hann er ekki sleipur í ensku.

Sagði Árni; "We will ensure you"  og Darling hefur ekki alveg náð Bjarkarframburði fjármálráðherrans og gefið dauðann og djöfulinn í að hann hafi sagt "We will screw you"?

Ég er eiginlega nokkuð viss um að þarna liggur hundkvikindið grafið.

Annars er þetta orðinn slíkur farsi að léleg bíómynd er ekki einu sinni sanngjörn samlíking.

Fyrirgefið en ég get ekki borið virðingu fyrir forsætisráðherra sem lætur eftir sér að nota orðið "dóni" og "fífl" um blaðamann sem honum finnst ekki sýna sér nægilega tillitsemi og lotningu og gerir það í hljómnemann í þokkabót þannig að það heyrist í steríó út um allan sal.

Halló hver er fífl hérna?

Án gamans þá er ástandið eldfimt og þessir talsmenn okkar með stöðuga blaðamannafundi verða að læra að tala varlega.

Mig langar ekki til að vakna við það í býtið í fyrramálið við að landher hennar hátignar Elísabetar Englandsdrottningar stigi hér á land og taki alla landsstjórnina höndum og færi í böndum til London.

En til vara EF það gerist þá mega þeir kippa stjórn Seðlabankans með.

Þá ættum við að geta farið að greiða úr þessum vandræðum.


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj nú hló ég

Ég kem askvaðandi næsta fimmtudag kona, kreppa eða ekki kreppa.

Ég fékk bara að skjótast af vaktinni í dag þannig að heimsókn á kærleiksheimilið kom ekki alveg til mála

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 21:52

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thú ert bara svo fyndin. hahahhaha

En ég er sammála thér. Thessir rádamenn eru alger fífl og hugsa sér dónaskapinn.

Mér fannst nú líka dónalegt af theim, og fíflalegt ad sitja á althingi og hlægja dólgslega ad Pútin sem átti afmæli. Ekki ad ég hafi neitt upp á thann mann ad púkka, en madur hlær ekki ad fólki sem madur vill lána aur af.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.10.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Líney

Nei nú hló ég....

kveðja  meðlimur í Íslensku Hryðjuverkasamtökunum

Líney, 9.10.2008 kl. 22:03

5 identicon

Kæra Jenný

Það eru ekki bara tveir karlar sem þykjast misskilja hvorn annan. Staðan eins og hún er nú á sér djúpar rætur í þjóðarsálinni. Og hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru stjórnarherra og frúr það fólk sem við kusum í lýðræðislegum kosningum til að stjórna landinu okkar. Og við kusum það aftur og aftur og aftur. Við hverja er að sakast þegar illa fer? Okkur sjálf. Því miður. Við treystum fólki til að fara með málin fyrir okkar hönd. Þannig berum við ábyrðgina. Við getum jesúsað okkur í bak og fyrir endalaust, þetta er bara staðan. Fólkið í landinu ber ábyrgðina. Það er ekki flóknara en það. Kveðja. Nína.

NínaS (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:20

6 identicon

alva (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:52

7 Smámynd: Laufey B Waage

Þú skildir þó aldrei hafa hitt naglann á höfuðið.

Laufey B Waage, 9.10.2008 kl. 22:55

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Maður er nú skíthræddur að vakna í býtið þessa dagana þar sem Gissur gullrass er svo klökkur að mann langar helst að taka utan um kallinn og hugga....

En...þú ert soldið mikið fyndin núna....

Bergljót Hreinsdóttir, 9.10.2008 kl. 22:56

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bráðfyndin færsla ... hvað ætli sé eiginlega í gangi? Hélt að það þyrfti mikið til að æsa Bretana upp. Svona mál hlýtur að vera hægt að leysa með kurteisi og diplómatísku.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.10.2008 kl. 00:08

10 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Nú er pirraður Breti farinn að framleioða boli til höfuðs nýjasta óvininum...Íslendingum

http://352945.spreadshirt.net/en/GB/Shop

Georg P Sveinbjörnsson, 10.10.2008 kl. 02:08

11 Smámynd: Tína

Merkilegt hvað þú getur endalaust verið fyndin kona!!!  Spurning hvort þessi misskilningur sé ekki bara ansi nærri lagi?

Knús á þig yndislega kona.

Tína, 10.10.2008 kl. 04:29

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 thú ert frábær!! landher hennar hátignar á pantad flug med Expressinu á sunnudaginn klukkan 12. Hef thad eftir MJØG áreidanlegum heimildum... kannski væri best their strolludu bara á klakann og hirtu thessi "hirdfifl" sem øllu eru búin ad koma i bál og brand.. jújú, "sumir" kusu thessa stjórn landsins...adrir EKKI..svo their mega thá væntanlega henda skit i hana ad vild

María Guðmundsdóttir, 10.10.2008 kl. 06:11

13 Smámynd: Víðir Benediktsson

Eða Árni hefur sagt eins og sjómaðurinn sem var með fullar hendur fjár um árið á bresku kránni. Nóg monní, nóg monní. Skildi svo ekkert í því af hverju honum var hent út.

Víðir Benediktsson, 10.10.2008 kl. 06:58

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 10.10.2008 kl. 09:21

15 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

My Darling, I will screw you, I ensure you

Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.10.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.