Leita í fréttum mbl.is

Blindfullur og útúrsýrður brjálæðingur?

Dæmigerð heppni Jennýjar Önnu.

Um leið og ég sný í alvörunni við blaðinu og fer að versla alfarið í lágvöruverslunum þá kemur Bónus út með mestu hækkunina á milli kannana hjá ASÍ.

Ekki þar fyrir að ég fékk kostnaðarhamingjuraðfullnægingar þegar ég kom með vikuinnkaupin að kassanum í Bónus í dag.  Ég slapp með ellefuþúsund krónur fyrir heillrar viku vistir.  Ég bara mala af gleði.

Gússígússí.

En svo þurfti ég að stökkva inn á minn gamla vinnustað Eymundsson til að kaupa bókina Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson vin okkar hér á kærleiks.

Hún kostaði auðvitað sitt, en ég ætla ekki að kvarta yfir því, það var annað sem sló mig algjörlega út af laginu, gerði mig næstum orðlausa, sem hefði út af fyrir sig glatt minn heittelskaða enda ég afskaplega málglöð kona þegar vel liggur á mér.  Honum varð því miður ekki að ósk sinni að þessu sinni.

Þar sem ég var með fulltrúa breska heimsveldisins hann Oliver Einar barnabarnið mitt og hana Jennýju Unu sem telst þá fulltrúi lýðveldisins Íslands, hér í pössun, greip ég til þess ráðs að kippa með aumingjalegri litabók fyrir börnin.  Það gerði ég til þess að ekki færi allt í háaloft milli þessara ríkja sem eyddu hérna dagsstund hjá ömmu sinni, þ.e. enn frekar en orðið er.  Var hrædd um að Oliver myndi beita hryðjuverkalögunum til að þagga niður í Jenný Unu og hún þá á móti tala niður leikskólann hans í Londresborg.

Nema hvað.  Þegar ég kem út í bíl í góðum djassi, svona miðað við allt og allt, þá verður mér litið á verðmiðann.

Litabókarræksnið sem taldi um fimmtíu blaðsíður kostaði 890 krónur!

Hver er að verðleggja á þessu landi?

Er það einhver blindfullur eða útúrsýrður brjálæðingur?

Með besta vilja er ekki hægt að fá svona lítið kvikindi upp í fimmhundruð kallinn nema að hafa til þess dass af siðblindu, hvað þá þetta verð.

Svo vildu þessar tvær þjóðir ekkert með litabókina hafa þegar allt kom til alls.

Og þau léku sér prúðmannlega og fallega og voru mun þroskaðri í samskiptum en sumir fulltrúar þeirra þjóða hvar þau ertu búsett.

Gordon Brown og Davíð Oddsson, snæðið þið nýru og lifur bara.

Ég mun að sjálfsögðu ramma inn friggings litabókina.  Það er á tæru börnin góð.

Defenetly later.


mbl.is Verð hækkaði mest í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

890 kr!! FYRIR LITABÓK!! fjandinn sjálfur..thetta er bara sorglegt i reynd, ekki hálft fyndid einu sinni. 

kvedja til thin Jenný,hafdu thad gott

María Guðmundsdóttir, 9.10.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sendu Davíð litabókina og 1 stk. rauðan lit...... Hann þegir kannski á meðan hann nagar rauða litinn og talar ekki af sér á meðan

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Líney

Hvað eru 890 krónur samanborið við heimilsfriðinn?

Líney, 9.10.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Jebb. Ég stend oft við litlubókarrekkana og dáist að fegurðinni, en sjaldan læt ég það eftir mér (okkur) að versla dásemdina.

Þetta er glæpsamlegt verð.

Þröstur Unnar, 9.10.2008 kl. 19:02

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Jæks. Það er farið að flokkast undir fjárfestingu að kaupa litabók! 

Helga Magnúsdóttir, 9.10.2008 kl. 20:28

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

damn litabók... gott að þjóðirnar náðu saman þarna í austurbænum þó þær séu ekki að gera það á kortinu.

Vikan er eiginlega liðin og ég er enn ekki komin í smókinn

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2008 kl. 20:35

7 identicon

Hehehe  var þetta ríkistryggð litabók, manni er bara spurn ??

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 20:45

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nízkan þín, hvað koztaði frekar meint alkabók & hvort er meira virði að gleðja börnin, eða sjálfa/nn sig ? 

Steingrímur Helgason, 9.10.2008 kl. 21:09

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

uss, litabækur eru overrated   Kaupa blöð (ætli það fáist ekki ennþá 500 blaða pakki fyrir sama pening) og leyfa þeim að teikna sjálfum...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:30

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur: Á fullt af svoleiðis, kippti þessu bara með í bríaríi.

Steingrímur: Bókin hans Orra kostaði 3.300 á tilboði.  Nú er Orri orðinn norðanmaður og þú lest væntanlega bókina hans sem er stórskemmtileg.

Guðrún: Hehe.

Jóna: Hundskastu þá í kaffi um helgina.

Búkolla:Arg.

Helga: Ég get örugglega fengið lán í banka út á fyrsta og annan veðrétt í helvítis litabókinni.

Takk öll fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 21:51

11 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Kæra Jenny takk fyrir þitt góða innlegg og þroskuðu sýn á málið ég sá ekki þennan kiljuþátt og drenginn sem ætlar að slá sér upp á þessari bók. En mig langar aðeins að bæta því við og ég fullyrði það sem heilbrigðisstarfsmaður að ofneysla á áfengi eða skyldum efnum drepur fleiri manns eða limlestir á hverju ári en nokkur annar sjúkdómur. En þess er yfirleitt ekki getið. Því miður hefur engin fullkomin lækning fundist við þessum sjúkdómi. Aðferð S Á Á hefur skilað hvað bestum árangri og svo fólk einsog þú sem tekur edrúmennskuna alvarlega og vinnur samkvæmt því. Eflaust væri árangursríkt að geta verið með einstaklingsmeðferð en ég sé nú ekki að það gengi nógu erfitt er að´fá peninga í þetta kerfi sem við erum með í dag. Og á meðan er þetta það besta sem við höfum. Hvert mannslíf er ómetanlegt og allir í kring sem njóta góðs af hverjum einstaklingi sem nær heilsu verður aldrei reiknað til fjár. Líklega nær umræðan um þessa bók ekki flugi á þessum tímum sem við lifum í dag.  Hafðu þökk fyrir gott innlegg  

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 10.10.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.