Mánudagur, 6. október 2008
Ertu ekki að kidda okkur?
Hafið þið heyrt um stílbrot, stemmingsmorð, antiklæmax?
Gísli Marteinn; ertu ekki að fokking kidda okkur?
"Framundan eru erfiðir tímar og ég vona svo sannarlega að forsætisráðerra haldi áfram að tala beint við okkur um ástandið og að við bregðumst ekki traustinu og gerum það sem í okkar valdi stendur til að þreyja þorrann og góuna. Svo komum við eldri og þroskaðri undan vetri, hvenær sem honum lýkur."
Jájá, ég mun djöflast þar til ég blána í framan til að bregðast ekki trausti forsætisráðherra.
Á hvaða landsfundi frelsaðist þú góurinn?
Fórstu öfugumegin fram úr drengur?
Mér sem fannst þú svo mikil dúlla.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
þú meinar Gísli Marteinn
„...forsætisráðerra haldi áfram að tala beint við okkur um ástandið...“
hahaha Gísli er bara kíminn þessa dagana
Brjánn Guðjónsson, 6.10.2008 kl. 21:23
Búinn að breyta. Er ekki löffi sem heitir þessu nafni?
Gísli góður. Alveg intú itt í flokknum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 21:28
Ég meina BÚIN að breyta, ég er enn kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 21:28
Belíf itt or nott, - ég fékk mig ekki til að kveikja á sjónvarpsfréttum, sem hafa að öllum líkindum verið óvenjulangar og með fréttaauka og öllum pakkanum. Er komin með upp í kok af umræðunni um íslensk fjármál þessa dagana.
Laufey B Waage, 6.10.2008 kl. 21:31
Geta sjálfstæðismenn nokkuð sagt eitthvað annað en svona hluti núna, þegar stefnan þeirra síðustu árin er að bíða feitt skipbrot.......Vonum bara að hann sé að reyna að vera fyndinn og sjái svo að sér þegar hann nær að fara réttu megin fram úr !
Sunna Dóra Möller, 6.10.2008 kl. 21:32
... þegar minnst er á "forsætisráðherra" þá kemur andlitið á Davíð alltaf upp í hugann... Geir er eiginlega eins og varamaður, það er eins og hann sé að vinna í afleysingum... en Gísli Marteinn er eins og, og... veit ekki alveg hvað... jú eins og "góur" (sbr. góurinn)...
Brattur, 6.10.2008 kl. 21:43
Ennþá í algjöru fréttabindindi
Jónína Dúadóttir, 6.10.2008 kl. 21:50
ég reyndi hvað ég gat, að fylgjast með fréttum í kvöld ásamt öllum umræðum í hverju horni.
matarlyktin var bara svo góð, sem og maturinn sjálfur, að ég varð altekinn athyglisbresti.
er annars eitthvað að frétta?
Brjánn Guðjónsson, 6.10.2008 kl. 21:50
Nennti ekki að horfa á fréttir!! Ekki frekar en fyrri daginn enda ekkert nema hörmungar matreiddar þar oní landann.....
Hörmungar og gúllassúpa eiga ekki samleið!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 22:01
Nenni nú ekki að eyða orðum í Gísla M. dúllu en hann stóð sig vel hér fyrir fimm árum sem veislustjóri í brúðkaupi dóttur okkar og síðan ekki söguna meir!
Annars fannst mér Forsætisráðherrann okkar standa sig með sóma í dag eins útkeyrður og hann hlýtur að vera.
Ía Jóhannsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:23
Hver er Gísli Marteinn????
Sigrún Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:47
12% gengislækkun krónunnar í dag! Er það ekki yfrum? Mér er óglatt.
Ég er samt búin að kaupa miða áleiðis til Sverige til dóttur minnar og fjölsk. Það gerði ég í kvöld - hélt að allt færi að lagast með deginum í dag, en nei ónei, þetta bara versnar.
Edda Agnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 22:48
Tala beint? Ég horfði á fréttir aldrei þessu vant. Og ég heyrði voða mikið frá Geir "það get ég ekki sagt til um" og " þið verðið að spyrja aðra aðila um það" og "ég hef ekki heimild til að segja neitt um það" o.s.frv. Þetta er svo svakalega mikið beint að ég eyddi öllu kvöldinu í að reyna að geta í eyðurnar þangað til ég var orðin græn í framan . En án mikils árangurs. En Gísli Marteinn þarf nú hvort eð er að eldast og þroskast......... skil ekki hvað hann er að blanda okkur í málið????????
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.10.2008 kl. 23:16
Þetta verð ég að heyra þig einhverntíma segja ; fokking kidda!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.10.2008 kl. 23:44
Byltíng blóðug, heykvízlar & tvíhleypur, er að verða eina svar þjóðarinnar við ríkjandi stjórnarfari.
Steingrímur Helgason, 6.10.2008 kl. 23:46
Allir í sama bát eða hvað?!
Þessir Íslendinga aumingjar láta endalaust traðka á sér.
Aukið traust á efnahagsstjórn landsins með að reka Davíð úr Seðlabankanum strax í dag.
Aldrei hefur einn maður með vanhæfni sinni valdið jafn mörgum skaða í sögu Íslands.
Bara sú aðgerð ein jafngildir stórfelldri lækkun á skuldatryggingarálagi ríkissjóðs.
Hugsið um börnin ykkar og framtíð þeirra.
Skrifið undir!
http://www.PetitionOnline.com/fab423/
Ragnar (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:22
Síðasti ræðumaður, Ste.Hel. skrifar nokkurn veginn það sem ég hef hugsað; byltinguna í Frans gegn yfirstéttinni þegar almúginn varð loks fullsaddur. Ýmis nýrri landbúnaðartæki mætti nota núna :(
Beturvitringur, 7.10.2008 kl. 00:27
Stuttbuxnadrengurinn er bara stuttbuxnadrengur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:45
Hann hefur skipt um Guð. Fyrst var það Davíð og nú er það Geir.
Aumingja snáðinn.
Halla Rut , 7.10.2008 kl. 01:04
Úff púff, segi eins og margir að maður er úrvinda eftir fréttaflutninginn og blogglestur og hugsana"brjót" ofl ofl. Ég verð nú samt að segja eins og Ía hér að ofan, að mér fannst Geir standa sig vel í ávarpinu í dag, hann hefur örugglega ekki sofið heilan svefn í meira en viku og þrátt fyrir að ég hafi líka gagnrýnt hann fyrir að segja okkur ekkert, þá skil ég það núna, að hann varð auðvitað að gæta orða sinna. Það er fylgst með ástandi Íslands alls staðar í hinum vestræna heimi og eitt óvarlegt orð um áætlanir og umræður hefði getað gert stöðu krónunnar enn verri og valdið hristingi á mörgum stöðum, sem ekki hefði hjálpað okkur.
Ég veit að nú hendir Jenný mér út af bloggvinalistanum, en ætla samt að segja að ég er svo guðslifandi fegin, að ekki sat vinstri stjórn með sitt fjármálavit, undir þessum kringumstæðum. Þá hefði ástandið orðið skelfilegt, já enn skelfilegra. ..... sorry Jenný, en mismunandi skoðanir leyfast jú, er það ekki.....
Lilja G. Bolladóttir, 7.10.2008 kl. 03:44
ert ekki ad djóka???????
María Guðmundsdóttir, 7.10.2008 kl. 05:09
Bíddu, var þetta Gísli Marteinn eða Chance The Gardener ???
Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 06:17
Svo krúttlegir þessir stjórnmálamenn
Hulla Dan, 7.10.2008 kl. 06:51
Hildur Helga: Ég dey, samlíkingin er frábær. Chance The Gardener er einn af mínum uppáhalds.
Lilja G.: Þú mátt trúa því að það truflar mig ekki hið minnsta að fólk skuli vera á annarri skoðun en ég. Hahaha, um hvað ættum við að ræða í lífinu ef allir væru sammála?
Halla Rut: Sumir þurfa alltaf sinn Guð.
Steingrímur: Er bylting?
Róslín: Ég skal taka þetta upp ásamt újeinu og youre gonna love it.
Lísa: Ég er litlu nær eftir að hafa hlustað á Geir en hann var kúl. Rólegur og kúl.
Edda: Krónan verður bráðum minni eitt.
Brjánn: Góður.
Laufey: Maður er búin að fá nóg.
Hrönn:Vá var það gúllassúpa. Flott á því í kreppunni?
Takk öll fyrir góð komment.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 07:25
Gísli fargin Marteinn eltir Geir vonandi í enn verrri ógöngur..
Sorry... im nasty
DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 07:43
Alltaf sorglegt þegar fólk syngur sinn eigin svanasöng. Bless Gísli minn, það var gaman að kynnast þér!
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.