Sunnudagur, 5. október 2008
Ég bíð og bíð
Ofsalega er orðið þreytandi að bíða eftir að fá fréttir af ástandi mála úr Ráðherrabústaðnum.
En enginn segir orð.
Blaðamennirnir ættu að fara heim og bíða eftir að það verði hringt í þá, það verður gert um leið og jakkafötin hafa eitthvað að segja. Bílífjúmí.
Pétur Blöndal skammaðist yfir því í Silfri Egils að fólk væri með svartsýnisraus.
Halló karlugla, rólegur á kröfunum, það er líf okkar venjjulega fólksins í landinu sem er undir í þessum hildarleik kapítalismans.
Ágúst Ólafur og Pétur Blöndal voru eiginlega aumkunarverðir í tilraunum sínum til að vera landsföðurlegir og ábyrgir bjargvættir okkar múgsins.
Ekki einn einasti ráðamaður getur látið eins og hann sé frír frá ábyrgð af þessum ósköpum.
Og ég veit ekkert hvað mér finnst um að lífeyrissjóðirnir reddi málunum með því að færa peningana okkar til Íslands. Auðvitað er leitað til almennings þar líka þegar allt er komið í þrot.
Ég er alls ekki viss um hvort ég treysti landstjórninni fyrir okkar lífeyrissjóð.
En allir verða að standa saman og ladídadída og það er auðvitað rétt.
Þess vegna bíð ég spennt eftir að bankarnir fari að losa um eignir í útlöndum.
Ég myndi vilja sjá margramilljónkallana fara á venjuleg laun í takt við annað fólk í þessu landi.
Lárus Welding, skila 300 milljónunum takk, þetta er minn banki og nú eru breyttir tímar í bissniss.
Tími ykkar Þyrlupallanna er vonandi að líða undir lok.
Við erum öll á sama báti sagði Pétur Blöndal í Silfrinu en ég bendi honum og hinum jakkafötunum á að við almenningur erum ennþá lónandi í okkar hefðbundnu kænu en nú bregður svo við að snekkjufólkið vill stökkva yfir til okkar.
Þar kom að því. Undur og stórmerki.
Make room for the rich and fucking famous.
Já ég er reið. Er það nema von.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
heyr heyr!!
María Guðmundsdóttir, 5.10.2008 kl. 16:06
Mikið er ég sammála þér! Ég er svo hrædd um það að þegar þessi blessaða aðgerðaráætlun verður kynnt, verði hún ekki nógu kjarkmikil til að gera það sem raunverulega þarf að gera. Ég held að Geir hafi ekki kjark í að skipta t.d seðlabankastjórninni út og hreinsa til eins og þarf. Og bullið um að ekki eigia að vera að eyða tímanum í að finna sökudólga, það kemur að því að það þarf að gera, eins og gerðist í Noregi, sem endaði þar með fangelsisdómum. Er ekki kominn tími á það á Íslandinu góða að einhver axli ábyrgð og nú held að ég að mistökin séu nógu stór, alla vega gagnvart almenningi í landinu sem á nú að stíga fram og leggja lífeyrissparnaðinn sinn í þessa botnlausu hít!
Ég held svei mér þá, að ég sé líka reið !
Sunna Dóra Möller, 5.10.2008 kl. 16:13
Er ekki svo bjart framundan? Svo segir Geir H og co! Þetta eru allt saman fávitar!
Himmalingur, 5.10.2008 kl. 16:21
Heyr heyr
Jónína Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 16:26
svo sammála
Líney, 5.10.2008 kl. 16:42
ÉG tel mig ekki vera á sama báti og Lárus Welding, Bjarna Ármanns, Hannes Smárason eða hvað þeir heita nú allir þeir ágætu menn sem hafa verið með tugi milljóna króna í laun á mánuði og kaupréttarsamninga sem venjulegt fólk hefur ekki hugmyndaflug til að gera sér í hugarlund. Þessir menn hafa grætt milljarða á stjórnvisku sinni og komið þeim peningum úr landi. >:(
Nei, þeir mega bara róa sína leið - árans beinin.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.10.2008 kl. 17:14
Er semsagt pínu pirruð líka ;)
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.10.2008 kl. 17:15
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.10.2008 kl. 17:18
Heyr heyr orð í tíma töluð
Helga skjol, 5.10.2008 kl. 17:31
Ég er bara döpur. - Annars er ég bara sæmileg.
Edda Agnarsdóttir, 5.10.2008 kl. 17:48
orð í tíma töluð.
Eyrún Gísladóttir, 5.10.2008 kl. 17:57
Þetta er ein pólitísk spilling eins og hún hefur verið árum saman. Vonum það besta eða næstbesta. Persónulega ber ég ekkert traust til ráðamanna minnar þjóðar. Allir eiga VNI hér og þar innan veggja nefnda, banka........uss uss. Hef ekki fengið í magann ennþá en brot af pirrrrrr.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 5.10.2008 kl. 18:08
VINI vildi ég skrifa en ekki VNI
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 5.10.2008 kl. 18:09
Bare et liten beskjed fra Berlin. Grosse grosse
Jóna Á. Gísladóttir, 5.10.2008 kl. 18:38
Thú ert bara svo gódur penni, ad thad er alltaf gott ad lesa pistlana thína, thó their fjalli um svona erfida og pirrandi hluti. Heyr heyr.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.10.2008 kl. 18:49
you said it woman!! klippt og skorið.....eins og oftast ;)
Heiða B. Heiðars, 5.10.2008 kl. 20:36
Það er alveg hægt að hafa jafn gaman af þér & þínum pistlum, þó maður í sveit 'gryfjudetti' stundum í að vera sammála þér líka.
Steingrímur Helgason, 5.10.2008 kl. 20:44
Það er mikið virðingarleysi sem stjórnvöld sýna okkur almenningi í þessum landi. Fyrir hálfum mánuði neituðu þau að horfast í augu við að eitthvað væri að. Ég held ekki að það sé allt unnið vel núna í ráðherrabústaðnum. Vinna sem er unnin með svona miklum hraði af fólki sem hefur svona litla innsýn í hvað er að gerast í heiminum getur ekki orðið annað en flaustursverk.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.10.2008 kl. 22:01
Ég er pirruð, hrædd, vonsvikin og afar döpur. Frábær færsla hjá þér Jenný og segir allt sem segja þarf.
Sigrún Jónsdóttir, 5.10.2008 kl. 23:48
Biðin er á enda, það þarf ekkert að gera allt er í góðum gír. Geirharður segir að þetta upphlaup var bara allt í plati upphlaup, það er nóg af peningum málinu er bjargað Þeir halda að fólk sé fífl.. Arg garg...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.10.2008 kl. 02:15
á sama báti uss og fruss. Bara enn eitt dæmið um að það vantar algerlega tenginu við veruleika pöpulsins. Ég er sko líka reið.
Rut Sumarliðadóttir, 6.10.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.