Leita í fréttum mbl.is

Nasdakk og Doddi Djóns

Það eru ákveðin forréttindi að vera bara jónajóns út í bæ.

Ég, til dæmis, er jónajóns út í bæ og hef þetta því frá fyrstu hendi.

Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort það myndi ekki vera dásamlegt að eiga hauga af peningum og geta lifað áhyggjulaust í vellystingum.

Jú takk, vildi alveg prófa það ef einverjum björgúlfinum dytti í hug að gera á mér góðverk aldarinnar sem ég er ekki svo viss um að eigi eftir að gerast.  En lengi er von á einum. 

Og þá kem ég að forréttindum "litla fólksins" (aumkunarvert hugtak um venjulegt fólk af öllum stærðum og gerðum).

Þar er ég á heimavelli.  Ég á ekki hlutabréf, ekki sparnað, ekki peninga á bókum sem bíða eftir því að verða notaðir í skelfilega merkilegum fjárfestingum, ó nei.

Eins og ég hef skrifað um áður þá var ég ekki í uppsveiflu né heldur finn ég neitt rosalega mikið fyrir niðursveiflunni, eða það hélt ég.

Umræðan er nefnilega farin að ná mér.  Neikvæðniboðskapurinn um að allt sé að fara til helvítis síast inn í hausinn á okkur "litla fólkinu" og við verðum þunglynd, stressuð og svefnvana.

Ég vaknaði upp á mánudagsmorguninn sem vellríkur hluthafi í banka.

Mér skilst að ég sé búin að græða milljarða á þessum kaupum.

Líf mitt eins og ég þekki það er hins vegar óbreytt.

Ég reyni að láta peningana mína duga fyrir skuldum eins og ævinlega.

Það tekur daginn að tæma reikninga heimilisins og dreifa peningunum á rétta staði og svo heldur lífið áfram sinn vanagang.  Afskaplega lítið dramatískt við bankaviðskipti kærleiksheimilisins.  Eiginlega alveg hryllilega döll, því miður.

Nasdakk og Doddi Djóns eru ekki heimilisvinir hér.  Veit ekki einu sinni hvernig þeir líta út félagarnir.

Svo held ég áfram að berjast við að sníða af mér skapgerðargallana sem eru nokkuð margir og svo áset ég mér að  vera góð við þá sem mér þykir vænt um og þeir eru líka margir.

Þegar upp er staðið þá er niðurstaðan í raun klisjukennd.

Ég er heppin og ágætlega sett.

Mér líður bara nokkuð vel miðað við allt þetta fólk sem nú er að tapa sparnaðinum sínum.  Venjulegt heiðarlegt fólk sem leggur fyrir hefur verið rænt með einu eða tveimur pennastrikum.

Mér finnst það sárt.

Fyrir nú utan það að mig langar ekkert til að eiga banka eða í banka.

Það á að vera fólk í því sem kann til verka.

Í dag einset ég mér að lesa ekki fleiri bömmerfréttir um fjármálaástandið.

Óke, ég get ekki staðið við það en ég ætla svo sannarlega að leggja mikið á mig til að láta þetta ekki ná mér enn frekar.

Farin út að reykja - í helvítis úlpunni.


mbl.is Sjóðir Glitnis opnaðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með nýju úlpuna þínaÉg er sko búin að vera í fréttafríi í nokkra daga

Jónína Dúadóttir, 1.10.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ástandið á heimili dóttur minnar hér í gærkvöldi var eins og í stríðshöndum, síminn logaði hér á milli vinanna og vangaveltur og spekulasjónir voru að gera mig ennþá gráhærðari.  Skiljanlegt jú þar sem þau áttu allt sitt sparifé í þessum sjóðum.

Ég mamman reyndi að róa liðið aðeins niður því mér var farið að ofbjóða þessu múgæsing sem var í gangi.  Auðvitað voru mínar athugasemdir ekki teknar til greina og ég fékk sko að heyra það að þarna væri fokið nýja sófasettið og ég veit ekki hvað og hvað.

Í morgun létti mér við að lesa að þetta var ekki svo slæmt og þau róuðust aðeins niður en þá var farið að tala um að taka bara allt út úr Glitni og þá vandaðist málið hvert átti að færa gommuna.  Ég hélt KJ, enda bara vitlaus mamma sem skilur ekki svona hluti. Fegin er ég að eiga enga peninga hér heima ekki grænan túskilding með gati!

Farin líka í helvítis úlpufjandann að reykja.

Ía Jóhannsdóttir, 1.10.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Góðan daginn frú mín góð. Nákvæmlega þetta er staðreynd á stórum hluta íslenskra heimila. Er sjálfur af alþýðufólki kominn og þekki ekki hvernig það er að lifa í björgólfskum forsendum. Skil það vel að það fari um fólk þessa dagana. Hef einu sinni misst mítt inn í hítina, þegar fyrirtæki sem ég átti í rúllaði, og mátti ekki eiga neitt í nokkur ár á eftir. Fólk sem er í sömu sporum í dag á alla mína samúð. Það sem hjálpaði mér mest var að skilja það, að þrátt fyrir allt er hægt að taka gleði sína á ný og klisjan sem þú nefnir er mikils virði í þeim aðstæðum. Maður verður að fara í endurmat. Á þeim tíma fór ég í fjölmiðlabidindi eins og Jónína. Fólk sem stendur frammi fyrir þeirri nöturlegu staðreynd að allt er farið, þarf á öllu öðru en bölmóði að halda. Flott færsla eins og einkennir afurðir kærleiksheimilisins

Heyrðu mig, er ekki möguleiki að fá MYND AF ÞÉR Í ÚLPUNNI góðu???

Var að skutla Pong í íslenskutíma í morgun og brrrrr hvað það er kalt. Þarf að versla úlpur JAB hefur lagt tískulínuna fyrir komandi vetur.

Skál í kaffibollanum.

Einar Örn Einarsson, 1.10.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á ekkert að blogga um hælisleitendurnar í Reykjanesbæ núna, í ljósi nýjustu frétta?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.10.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gunnar: Alveg örugglega.  Þú verður að bíða rólegur bara.  Anda inn, anda út.  Helvítis meðferð á fólkinu bara.

Einar Örn: Mynd af mér í úlpunni verður tekin og látin í kistuna mína nema að þú sért tilbúin að reiða fram milljónir fyrir sýningarréttinn.

Ía: Við skiljum hvor aðra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 10:49

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hjúkk! ég sem var farinn að hafa pínu áhyggjur, eftir að hafa fengið á tilfinninguna að þú værir jafnvel að gæla við að hætta að reykja.

gott að vita að svo er ekki, heldur hafirðu gert annað betra. fengið þér úlpu

Brjánn Guðjónsson, 1.10.2008 kl. 11:14

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Ég er ekki hætt að reykja og ekki sérstaklega á leiðinni og þó.

Eftir að ég flutti og færði reykstöðina út fyrir dyrnar þá hefur tóbaksneyslan minnkað um ca. 80% og ég gleymi að ég reyki tímunum saman.  Hvar endar þetta?

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 11:20

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Haha. Tekurðu hlutabréf??? Í Glitni kannski? eða Gaum, Haug , Trú eða von?

Einar Örn Einarsson, 1.10.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

EÖ: Í öllu þessu.  Hahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 11:31

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Dow Jones býr í Nassdak á Grænlandi.

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 13:22

11 identicon

Við erum tvíbbar í þessum hugsunum eins og svo mörgum öðrum  nema ðaddna þessari síðustu. Ég er ekki memm þar, hvorki úlpa né retta fyrir mig þankjúverímöts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 2987164

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband