Leita í fréttum mbl.is

Úlputerror

ulpa 

Brrrrrrrrrrrrr veturinn er kominn.  Gaman samt, en það er búið að vera kalt í dag.

Varðandi kulda þá dettur mér í hug að úlpur eru góðar til að klæða sig í þegar kalt er.

Só?

Það er nefnilega þannig að þetta er úlpufærsla.  Úlpur hafa verið örlagavaldur í lífi mínu og enn er ekki lát á.

Ég þoli ekki úlpur.  Ég veit vart ljótari klæðnað nema ef vera skyldu bomsur og bleyjur fyrir fullorðna.

Þegar ég var ellefu fékk ég þessa forláta kuldaúlpu, þ.e. forráðamenn mínir voru svona líka glaðir með þetta bláa útblásna fyrirbæri sem gerði mig að litlu ellefu ára Michelinbarni.

Í úlpufjandann skyldi ég með góðu eða illu.  Þarna gerðist eitthvað.  Einhver aðkenning að gelgju og mér blæddi undan ofbeldinu sem beindist að líkama mínum en ég var hlýðin og klæddi mig í úlpuna.  Þegar ég var komin að Meló klæddi ég mig úr henni og faldi undir steinahrúgu.

Og var svo að deyja úr kulda úti í frímó. Lúkkið var allt hjá litla Michelinbarninu.

Svo leið og beið.  Úlpurnar voru komnar til að vera.

Konur í úlpum klæða af sér allan elegans.  Já fáið þið kast, þetta er mín síða og ég segi það sem mér finnst.

Systur mínar eru líka úlpuhatarar eins og ég.  Úlpurnar með skinnkantinum á hettunni, bæði síðar og stuttar voru skírðar bangsaúlpur af okkur og þróuðust síðan út í að vera kallaðar bomsuúlpur.  Þær voru svo helvíti bomsu-eitthvað.

Ég man eftir því þegar maður sá flottar konur í þröngum pilsum um hné, stígvélum eða hælaskóm og í friggings mittisúlpunni við, að það gerði manni hluti.

Ekki var það minna sárt fyrir fegurðarskynið þegar maður sá flotta stráka í Klúbbnum og rakst síðan á þá fyrir utan í úlpufjandanum, það var törnoff sem entist ævina út.

Ég man líka eftir því lettdáni sem fólst í því að fara á ball með spariskóna í poka.  Ekki að það sé ekki skiljanlegt vegna veðráttu  en það er eitthvað svo lítið hipp og kúl að vera með skóna í poka.

Það er ekki hægt að vera með sannfærandi attjúd íklæddur í bomsur.  Ekki frekar en þú sláir fólk sem fótnett og glæsileg í viðkomandi ógeðisskóm.

En það er útidúr.  Ástæðan fyrir þessu úlpuflippi er sá að Sara dóttir mín var að gefa mér eina bosmamikla, hnésíða og með hettu.

Ég byrjaði á því að hugsa henni þegjandi þörfina en þakkaði fyrir með hundshaus.

Síðan hef ég farið í henni út að reykja, út að ganga, að vísu eftir myrkur og mér hefur aldrei verið svona hlýtt.

Ég lít út eins og fífl í flíkinni en það er í lagi, ég er hálfgert fífl hvort sem er.

Ég sé mig og Hljómsveitina í anda þegar við steðjum í leikhúsið í vetur. 

Ég í dragtinni, hælaskónum og friggings úlpunni.

Hljómsveit með hauspoka en...

Þá má með sanni segja að ég sé loksins orðin fullorðin.


mbl.is Víða éljagangur og hálka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...ég fór heldur aldrei í úlpur fyrr en ég keypti fínu hvítu Calvin Klein (merki sko) úlpuna mína í Boston fyrir  tveimur árum! Það er orðið svo kalt allt í einu að hér á var skundað í búðina sem öllum finnst skemmtilegast að versla í keyptir kuldaskór og flísföt! Jamm það er að koma vetur og senn koma jólin.....

Sunna Dóra Möller, 30.9.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ertu nú ekki helst til ung til að verða fullorðin... ?

Jónína Dúadóttir, 30.9.2008 kl. 19:20

3 identicon

Dúa góð.Ég á svartan dún og er eins og svartur snjóbolti í henni.En er ekki kalt.Læt mig hafa það að hjóla með hjálm svo það er fátt sem toppar það hallærislega útlit.Nema , hjóla með hjálm og í dún.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 19:25

4 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst konur flottar sem klæða sig eftir veðri. Mér finnst argasta hörmung að sjá ungar konur glænæpast úti við í frímerkjafatnaði og á hælaskóm í stórhríð og ofankomu.

There!

I said it -on your blog...

Hehe og nú kem ég æðandi að sjá skutluna í úlpunni hehe

Ragnheiður , 30.9.2008 kl. 19:36

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég elskaði Álafossúlpuna mína sem ég gekk í þar til hún datt í sundur. Fást einhvers staðar Álafossúlpur núorðið?

Helga Magnúsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:47

6 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Er orid svona kalt á klakanum? Eins gott ad ég fékk mér fíflalega flotta hnésída Íslandsúlpu í sídustu viku- er tilbúin í kuldaslaginn á Klakanum eftir tvær vikur!! Annars er hálf napurt í DK í kvöld - þurfti ad kveikja upp í arninum til ad hlýja upp í kotinu mínu

Birna Guðmundsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:48

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mig langar í Álafossúlpu ... Birna, fyrsti alvörukaldi morgunninn rennur víst upp í fyrramálið!!! Brrrrrrr

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:59

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Álafossúlpur eru allt annar handleggur.

Það eru ekki bomsur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 20:04

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ ég nenni ekki að pæla í útliti þegar mér er kalt.....man nu eftir konu í pelsi með rautt flísteppi yfir sér uti undir vegg að reykja Er sú kona komin í hlýja góða úlpu....frábært!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 20:21

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Þó það skipti kannski ekki höfuð máli hér á þessari kvennasíðu hvað mér finnst, þá læt ég það flakka.

Úlpur utan um konur á að banna, alla vega meta til umhverfisáhrifa.

Þröstur Unnar, 30.9.2008 kl. 20:34

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég klæðist hverju sem er ef það heldur á mér hita! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:51

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég skil þig fullkomlega.  Hef aldrei viljað klæðast svona flík, frekar lét ég mér verða kalt alla leið inn í beinin. En..... hér hjá henni dóttur minni má ég ekki reykja inni svo ég hertók helvítis dúnið og verða að viðurkenna að það hefur bjargað mér þessar vikur hér.

Guð hvað ég verð fegin að komast heim og verða aftur sjálfstæð manneskja, úlpulaus.

Ía Jóhannsdóttir, 30.9.2008 kl. 21:32

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Dúa farðu fram á meðan ég tala við fólkið hérna.

Þröstur Unnar, 30.9.2008 kl. 21:42

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð hvað þið eruð biluð vinir mínir.

En hva... ég er svo umburðarlynd að ég get elskað ykkur þrátt fyrir það.

Dúa: Hermannaúlpa er í lagi en það eru þessar bólgnu sem ég hef illan bifur á.

Ía: Systir mín í úlpumálunum.

Þið eruð krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 22:31

15 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Það eru nú alveg til pæjulegar úlpur, en ég skil alveg hvað þú ert að meina, það er líka til hellingur af úlpum sem gera ekkert fyrir útlitið. Mér finnst ég allavega alveg geta verið pæja í fallegri úlpu sem er ekki of síð, góðum gallabuxum og flottum háhæluðum stígvélum. Þarna eru það sko stígvélin sem bjarga lúkkinu.

Sigríður Þórarinsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:31

16 Smámynd: Karl Tómasson

Mín kæra Jenný Anna!!!

Áttir þú aldrei úlpu úlpnanna???

Það er Álafoss úlpu? Af hverju finnst mér eins og þú eigir að hafa átt eina slíka?

Þær voru smart.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 30.9.2008 kl. 23:31

17 identicon

Þetta er svo heftandi fjandi. Maður verður eins og spýtukall í þessu, svona eins og þessi í Galdrakallinum í OZ sem þurfti að smyrja.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:40

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha ég sé þig í næstu viku í einhverju hádeginu addna. í stuttu úlpunni minni með skinnkantinum á hettunni. Ohhh hvað það var gott að komast í þá flík núna fyrir nokkrum dögum. Brrrr mér er svo andskoti skítkalt. Ég nenni ekki vetrinum...

Jóna Á. Gísladóttir, 30.9.2008 kl. 23:48

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Síða svarta úlpukápan mín hefur bjargað mér í tvö ár, þar sem ég reyki bara úti.  Stundum er ég í úlpu utanyfir úlpukápunni minni, þegar blæs úr norðri.     Svo var ég frekar skrítinn unglingur, þegar rigndi fór ég í stígvélum í skólann, Nokia stígvélunum mínum.  Og með ullarhúfuna sem amma prjónaði á mig.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2008 kl. 02:19

20 Smámynd: Rebekka

Mín dúndurflotta 66norður úlpa (skærappelsínugul auðvitað), lætur mér líða eins og blöndu af Kenny úr South Park og björgunarsveitarkonu.

Það er góð tilfinning, og svo er mér ekkert kalt!

Rebekka, 1.10.2008 kl. 06:05

21 Smámynd: Laufey B Waage

Þú ert náttla bara leidí - og átt að vera í pels í íslenska vetrinum.

Laufey B Waage, 1.10.2008 kl. 08:33

22 Smámynd: Laufey B Waage

Ég verð að fara að athuga hvort ég kemst aftur í gamla pelsinn minn. Þú fengir sennilega flog ef þú mættir mér í kraftgallanum. Ég elska þá báða (pelsinn og kraftgallann).

Laufey B Waage, 1.10.2008 kl. 08:35

23 Smámynd: Linda litla

Kuldi-vetur= förum undir sæng.

Linda litla, 1.10.2008 kl. 08:59

24 identicon

Hvernig finnst ykkur gömlu norsku anorakkarnir, þessir rauðu úr hreinni bómull m/vasa með loki að framan og ekta skinnkanti á hettunni? Gæti alveg hugsað mér einn slíkan uppfærðann með flísfóðri.

Eskimódel (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:58

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hætta bara að reykja kelli mín og hætta þessu utandyraúlpuhangsi¨.

Málið dautt!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 22:09

26 Smámynd: Marta B Helgadóttir

brrrrrrrrrr

Marta B Helgadóttir, 2.10.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 2987164

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband