Leita í fréttum mbl.is

Edrú í boðinu

Ég svaf út í morgun, þ.e. ég vaknaði 8,30 í staðinn fyrir 07,00 eins og venjulega.

Svo settist ég með mína sígó út í reyk og kaffibollinn var oss til samlætis.  Þið vitið að allir konungbornir eru í fleirtölu þannig að vér verðum að gangast við voru bláa blóði af og til.

Og þar sem vér sátum þarna og reyktum í ró og næði sló það oss í höfuðið að núna eftir nokkra daga eru tvö ár síðan vort nýja líf hófst hér við hirðina.

Þann 5. október 2006 fór ég í meðferð og síðan hef ég ekki verið söm.

Á hverjum degi síðan þá (fyrir utan 12 daga lyfjafallið í janúar) hef ég upplifað hvern byrjaðan dag sem fyrirheit.

Ég er ein af þeim sem hef hlaupið í gegnum lífið og leitað að lífshamingjunni á bak við hverja hæð og hvern hól, þrátt fyrir að hafa  verið með hana í vasanum allan tímann.

Ég trúði því svo innilega að lífshamingjan hlyti að vera eitthvað stórt og merkilegt og ég lagði mig alla fram í að finna lykilinn sem mér fannst að sjálfsögðu liggja í stórum afrekum, miklum veraldlegum sigrum og troðfullum fataskáp (djók með fataskápinn, væmnijöfnun).

Stundum tókst mér vel upp stundum mistókst mér hrapalega.

Ekki misskilja mig, lífið er ögrun og það er hægt að gera stóra hluti - og njóta þeirra, en aðeins ef maður getur þolað sjálfan sig.

Svo var ég stoppuð illilega af.  Ég fór að drekka og éta róandi til að slá á sársaukann innan í mér sem mér tókst ekki að hlaupa frá.

Alkinn ég var mættur í vinnuna. Varúð, varúð!  Og þar sem ég hef alltaf farið heilshugar í öll verkefni, til góðs og ills þá eyddi ég hartnær 12 árum give or take, misslæmum auðvitað í stöðugum faðmlögum við Bakkus, við vorum samvaxin á mjöðm félagarnir og sambandið var afskaplega ástríðufullt.  Einn langdrægur sleikur þar sem ég kom aðeins upp til að anda.  Úje bara.

Í sambandinu við þennan slóttuga félaga má segja að ég hafi farið að praktísera og leggja rækt við mína frábæru skapgerðarbresti.

Jájá.

En nú sit ég hér, ekki teljandi daga, heldur með það á hreinu hvenær ég kom til mannheima og fór að lífa lífinu á eigin safa.  Ekkert hugbreytandi fyrir mig takk.

Svo fékk ég þessa fínu áminningu í janúar þegar ég fékk lyf við Heimskringluáverkanum á löppinni á mér og hóf fljótlega upp úr því 12 daga lyfjafyllerí og endaði inni á Vogi.

Ég er þakklát fyrir þá áminningu svona eftir á að hyggja, alkinn er aldrei kominn í mark.

Ég er frasahatari.  Ég berst gegn frösum hvar sem ég til þeirra næ.  S.k. skyndibitar sálarinnar gera mér hluti.

Samt hef ég tekið í fóstur eitt frasakvikindi og það er frasinn um daginn í dag.  Ég hef bara daginn úr að moða og það virkar algjörlega fyrir mig.

Ég hef verið svolítið fráhverf því undanfarið að skrifa í alvöru um minn alkóhólisma vegna þess að ég hef tekið nærri mér þegar óvandað fólk er að beita honum gegn mér í bloggheimum þegar rökin þrjóta, en eftir smá hugarleikfimi og þankastorm upp á fleiri metra á sekúndu komst ég að því að það má einu gilda hvað öðrum finnst um mig á meðan ég er sjálfri mér trú.

Svo er yndislegt fólk í stórum og yfirgnæfandi meirihluta í lífi mínu.

Og víst er ég alveg friggings þakklát fyrir það (væmnijöfnun 2).

Svo skuluð þið skammast til að eiga góðan dag þið öll sem komið hér inn á síðuna mína.

Þetta með að rífa kjaft er auðvitað della, ég er alltaf góð, alltaf glöð og alltaf að skiptast á.

Og þegiðu svo Jenný Anna Baldursdóttir, alkóhólisti og sykursýkissjúklingurHalo

Verum edrú í boðinu.

Úje

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert yndisleg, væmin eða ekkiSkammastu svo líka sjálf til að eiga góðan dag

Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 10:19

2 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Þetta með daginn í dag er algjör snilld.Eigðu góðan dag

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 27.9.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Dagurinn í dag. Nota þennan frasa á hitt og þetta. Aðallega þetta. Nei, í alvöru góða helgi og gangi þér vel í edrúmennskunni.

Rut Sumarliðadóttir, 27.9.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rut: Takk fyrir það.

Eigið þið góðan daginn öll villingarnir ykkar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2008 kl. 10:45

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú stendur þig vel Jenný Anna og það er gott að vera þér samferða í gegnum bloggfærslurnar

Sigrún Jónsdóttir, 27.9.2008 kl. 10:56

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þú algjörlega frábær, það er bara þannig

Sunna Dóra Möller, 27.9.2008 kl. 11:15

7 Smámynd: Brynja skordal

þú ert yndi hlakka alltaf til að lesa næstu færslu frá þér Jenný hafðu ljúfa og góða helgi Elskuleg

Brynja skordal, 27.9.2008 kl. 11:20

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Þú ert frábær...hvort sem þú skammast eða ert bullandi væmin....

Á meðan þú stendur með sjálfri þér er allt gott...þú ert nebbla frábær eins og þú ert...Jenný Anna Baldursdóttir....og skammastu svo sjálf til að eiga ánægjulegan og innihaldsríkan dag addna!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 27.9.2008 kl. 11:25

9 identicon

Þessi pistill er svo mikið þú. Óstjórnlega fyndinn en í leiðinni svo einstaklega fín pæling og þörf áminning um það hvað skiptir mestu í lífinu. Elsku Jenný mín, það eru forréttindi hafa kynnst þér. Knús að norðan  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:33

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábærust!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.9.2008 kl. 11:41

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er yndisleg, ég er góð

Þú stendur þig eins og hetja kona góð! Dáist að því og þér þá í leiðinni 

Hrönn Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 11:45

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi góða besta! Ekki láta þessa vitleysinga snerta við þér! Þær eru bjánar, verða bjánar og það er ekkert við því að gera. Sumu fólki er bara ekki viðbjargandi!
En þú hefur sýnt að þér er viðbjargandi og það er óþægilegt fyrir svona pjakk :)

Heiða B. Heiðars, 27.9.2008 kl. 11:49

13 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þú ert flott.

Til hamingju með þennan árangur sem er algjörlega frábær.

Anna Margrét Bragadóttir, 27.9.2008 kl. 11:50

14 identicon

Þetta er yndislegt blogg.

Grúsja (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:54

15 Smámynd: Hugarfluga

Konungur gjörir kunnugt: Vér buktum oss og beygjum og sendum yður fingurkoss.

Hugarfluga, 27.9.2008 kl. 12:11

16 Smámynd: M

Spáum ekki í morgundaginn, en áttu daginn í dag góðan.

M, 27.9.2008 kl. 12:36

17 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Edrú í boðinu.  Nákvæmlega þetta, að vera frjáls gagnvart áliti annara er einn af sigrunum. Alkaknús á þig mín kæra

Einar Örn Einarsson, 27.9.2008 kl. 12:51

18 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég segi eins og Heiða B...þér var viðbjargandi en ekki hinum bjánunum, að gera lítið úr veikindum fólks sýnir bara skítlegt eðli þess sem gerir það, innilega til hamingju með árin 2 ( ok eftir nokkra daga) og bloggaðu sem mest þú mátt um snúrur, húrra fyrir þér....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.9.2008 kl. 13:47

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert komin skrefi, ef ekki skrefum lengra í viðkvæmni gegn skítkasti, ég byrjaði svo bláeyg á blogginu, eins og fleiru í lífinu.... er komin með nokkuð góðan skráp, þó ég verði alveg örugglega aldrei "immune"..

Sumt fólk er svo taklaust að það hálfa væri nóg. Aldrei verður það grimmara en þegar það er króað af út í horni og fer í rökþrot, þá koma upphrópanirnar og skotin undir beltisstað.

Well, best að koma sér að efninu; eitt er víst að ert aldrei leiðinleg Jenný mín  og ég efa ekki að það eru margir sem fá að hanga á vagninum með þér;  þ.e.a.s. þeir skrifa ekki eins opinskátt (eða ekki neitt)  um alkóhólismann, en finna fyrir samkennd og jánka þegar þeir lesa það sem þú skrifar. Að lifa dag í senn, eitt andartak í einu, það er galdur sem við þurfum öll að læra.

Takk og bloggknús

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.9.2008 kl. 14:10

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert flott, það er ekki spurning og stolt máttu vera af sjálfri þér og þínum dugnaði.  Til lukku með hvað vel gengur og þetta með daginn í dag, það er sko satt, við eigum ekkert annað.  Hafðu það gott skonsan mín og verum edrú. 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 15:28

21 Smámynd: María Guðmundsdóttir

flott færsla og já,thú stendur thig vel og haltu bara áfram ad standa med sjálfri thér.

hafdu thad gott

María Guðmundsdóttir, 27.9.2008 kl. 16:02

22 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Takk fyrir mig! Er sko líka edrú í boðinu, og passar mér fínt. Hef svosem eins og þú oftar en ekki sleppt því að tjá mig um þann raunveruleika, til að fá ekki holskefluna yfir mig. En orðið nokkuð síðan ég áttaði mig á því að fólk sem þarf að kasta skít af engu tilefni öðru en því að kona var bytta fyrir allan peninginn, hefur ekkert að gera með það hver ég er, hver ég var, hvaðan ég kem eða hvert ég er að fara. Þessvegna er ég löngu hætt að tala rósamál, og segi á hreinni íslensku að ég var helvíti frábær bytta og dópisti, og stóð mig rosalega vel í því í mörg ár, fyrir allan peninginn, en er búin að vera edrú í boðinu í þónokkurn tíma. Kemur ekki í veg fyrir að mig langi stundum í brennivín - ja eða eitthvað annað - en þá er það sem þetta blessaða fólk kemur til aðstoðar: Ég get bara ekki fyrir mitt litla líf látið það eftir þessu fólki að hrynja í það með stæl og leyfa þeim að hafa rétt fyrir sér! Hehehehe!!! Hafðu góða helgi sjálf, skömmin þín, og njóttu hennar! Ætla að gera slíkt hið sama - eins mikið og hægt er í yfirstandandi fárviðri - og þakka pent fyrir mig!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 27.9.2008 kl. 18:22

23 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er nefninlega það, það hlaut að vera eitthvað mikið á bakvið svona rosalega orðmikla og flotta konu.

Maður rekst oft á vitlausar brautir, bara mismargar áður en maður kemst á þá réttu, mér finnst þú frábær og ég veit ekki hvernig hægt er að nota þetta gegn þér - það kemur þér ekkert við því það er búið.

Þetta er einmitt það sem hræðir mig, ég hef ekki smakkað áfengi að undanskildu þegar ég var 5 ára og mamma var að sannfæra mig um að rjómalíkjör væri ekki kakó - ég tók alveg gúlp sopa og fannst þetta alveg svakalega ógeðslegt.
Er rosalega fljót að grípa slæma ávana, svo ég vil ekki byrja á einhverju því ég á sjúklega erfitt með að hætta. Það eina sem er líka rosalega slæmt sem ég geri núna er að braka í mjög mörgum liðum líkamans, m.a. öllum liðum f. neðan olnboga, höfði, baki, kjálka og tám...... verð örugglega með mikla liðagigti seinna meir...

En ÞÚ Jenný mín, ert alveg rosalega flott, og skrifin þín ef ég má sletta meika alltaf meira og meira sens hjá mér með degi hverjum. Þar sem ég skil alltaf meira og meira hvað þú ert að tala um.

Eigðu gott laugardagskvöld

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.9.2008 kl. 19:37

24 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

 

Ía Jóhannsdóttir, 27.9.2008 kl. 20:11

25 Smámynd: Sunna Guðlaugsdóttir

Það er æðislegt að þú talir svona opinskátt um eitthvað sem er svona rosalegt tabú enn þann dag í dag, þótt að allir viti hvað þetta er útbreiddur sjúkdómur. Þú hjálpar fleirum en þú heldur!

Eigðu yndislega helgi

Sunna Guðlaugsdóttir, 27.9.2008 kl. 20:12

26 Smámynd: Steingrímur Helgason

Svona bara til að nefna það með í hópsálinni, þá ert þú ~uppáhaldzfemínyzdazygurzígizþurralkabeljan~ mín & mér finnzt þú brill hetjukonudýr á bloggi.

Enda oftar sammála þér en ekki, nema sjaldan sem stundum & þá á ég til  ~örlítið~ að nefna það, & reyni að skrifa mjög laust á lyklaborðið.

Steingrímur Helgason, 27.9.2008 kl. 20:51

27 Smámynd: Linda litla

Alkarnir eru besta fólkið, það er fólk sem hefur skilning.

hafðu það gott Jenný og haltu áfram að ganga vel

Linda litla, 27.9.2008 kl. 21:35

28 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Þú ert uppáhalds femýnýztabeljinn minn.

Takk öll fyrir frábærar umræður og ekki er verra að fá allar þessar fallegu kveðjur. Skelli þeim beint í hjartastöðina.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.9.2008 kl. 21:36

29 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

have I told you lately...?

Jóna Á. Gísladóttir, 27.9.2008 kl. 21:50

30 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þú ert hetja Jenný, eigðu góða helgi.

Hallgrímur Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 23:07

31 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað annað en dásemd frá þér - love you darling!

Edda Agnarsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:02

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brynjar: Af hverju segirðu að ég hafi hent þér út af bloggvinalistanum?  Damn, þetta er í annað skipti á tveimur dögum sem það gerist.  Ég held að ég ætti að hætta að fikta og draga upp og niður.  Villtu vera bloggvinur minn?

Takk Hallgrímur.

Jóna: Ég elska þig líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 00:03

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 00:48

34 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Takk.

S. Lúther Gestsson, 28.9.2008 kl. 02:38

35 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég vildi óska að allir hefðu þinn kjark til að viðurkenna og takast á við.  Þá væri lífið svo miklu betra fyrir svo marga:)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.9.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 2987156

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.