Leita í fréttum mbl.is

Alkasamfélagið

Hebbi er edrú, hann hætti í búddismanum og snéri sér til Krists.

Edrúmennska margra byggir á trúarbrögðum, allt gott um það að segja.  Hver velur sína leið.

Til hamingju með það Hebbi.

Merkilegt en stundum þá les maður eitthvað svona rétt á eftir eigin pælingum um svipað efni.

Ég er nefnilega dálítið að bíða eftir bók stórvinar okkar hjóna honum Orra Harðar, en hún kemur út 3. október og heitir Alkasamfélagið.

Orri lýsir þar hvernig er að koma úr meðferð og fara inn í leynifélagið.

Ég ætla ekki að fara að ræða neitt sérstaklega um viðkomandi leynifélag en ég hef alltaf átt erfitt með að kasta örlögum mínum í hendurnar á "æðri mætti" sem ég veit ekki einu sinni hvort er til.  Hallast þó að því á góðum dögum.   Mín fílósófia er einföld.  Ef ég gef mér að alkóhólismi sé sjúkdómur og innan vestrænna læknavísinda er hann skilgreindur sem slíkur, þá er mér meinilla við að láta nokkurn annan en sjálfa mig taka ábyrgð á mínum sjúkdómi.

Ég ber hins vegar fullt traust til þeirra lækna sem hafa meðferðað mig til heilsu og til þeirrar sjúkrastofnanar hvar þeir starfa.

Það meikar einfaldlega engan sens fyrir mér að setja jafn mikilvægan hlut og alkóhólismann, sem gengið hefur svo nærri heilsu minni að ég þakka fyrir að vera ofanjarðar, í hendurnar á óskilgreindu afli sem mögulega er ekki einu sinni að hlusta væri það til.

Svo má nota sumt, reynslu annarra bæði góða og slæma í batanum.  Það geri ég.

Kannski er svarið fundið.  Það má vera að leynifélagið sé svarið og það þurfi ekki að leita lengra en það væri þokkalegt.

Hér erum við Billarnir og Bobbarnir frá 193tíuogeitthvað og við erum komnir með lokasvar.

Samt hrynja alkarnir eins og flugur.

Ekki illa meint en má ekki leita víðar?

En að þessu skemmtilega í edrúmennskunni.  Vogur er ákaflega merkishlaðið orð.  Hann er á Vogi (rómur lækkar um 100 desibel).  Ég og mín fjölskylda sem eru með alkann mig á borðinu notum þetta orð eins og flest önnur.  Ekkert merkilegt við það.  Spítali og ekki orð um það meir.

Núna er ég að taka þátt í rannsókn á vegum SÁÁ um alkóhólisma.  Í gær þurfti ég upp á Vog í blóðprufu og til að ná í pappíra.  Hljómsveitin keyrði mig.

Á meðan ég var inni hringdi náinn ættingi minn í Hljómsveitina og var að leita að mér.

Einar: Þú hefur ekki náð í Jenný, ég er fyrir utan Vog, var að skutla henni.

Sá náni: Jesús minn góður guð, er hún komin inn á Vog!!!!! Hvenær féll hún?????W00t

Það tók við áfallahjálp á ættingjanum í gegnum símann.

Annars góð og  það er Svarthöfði líka, þ.e. ef bloggarar hafa húmor fyrir sjálfum sér.

Later.


mbl.is Herbert: Kokteill af bjór, kannabis og kókaíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Svarthöfði góður...hehehe, annars góðan og blessaðan daginn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.9.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Svarthöfði er frábær

Jónína Dúadóttir, 26.9.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Jenný er langbest , hvernig dettur honum þetta í hug .

Gunnar Gunnarsson, 26.9.2008 kl. 09:34

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:34

5 identicon

Jenný, spurðu Guð bara að því hvort hann sé til.  Þá er málið leyst.

Andri (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:41

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hvað segiru Jenný - ertu "Vogari" .. úff.. Nei, skil 100% hvað þú ert að tala um. Þetta er ekki ósvipað eins og var með með Klepp annars vegar og geðdeild hinsvegar. Flest eigum við ættingja sem hafa átt við geðsjúkdóma að stríða, eða höfum átt við það sjálf að etja. "Að fara inn á Klepp" hljómaði einhvern veginn miklu verr en "að leggjast inn á geðdeild" eða bara inn á spítala, þrátt fyrir að það væri sami hluturinn.

Svo er það spurning hvort að við tilkynnum þegar við förum inn til að láta fjarlægja botnlanga eða eitthvað. "Ég er að leggjast inn á skurðdeild 11E" ...neiiii... held ekki, við erum bara að fara á spítala, síðan þurfa ættingjar að hringja nokkur símtöl til að komast að því á hvaða 11E eða 12G  eða hvað það nú heitir, hvar við erum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.9.2008 kl. 09:49

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Góðan daginn. Eitt sem ég vil nefna í þessu samhengi Jenný, er það að trúarbrögð eru ekki að hjálpa alkanum, heldur einfaldlega trú.

Trú á það að við sjálf erum ekki Alfa og Omega, að við erum ein agnarögn í mannhafinu mikla. Vegna þess að í öngstræti neyslunnar er eins og við trúum því að við séum miðpunktur alls og allt snúist í kring um okkar "supersize ego" sem Palli sálugi flug kallaði EGO=Ease God Out. Það að trúa því að eitthvað , einhver kraftur í heimi hér sé okkur æðri og sterkari er grundvallaratriði. Trúarbrögðin hins vegar eiga það til að flækja málin fyrir mörgum alkanum, vegna þess að við förum að velta okkur upp úr hisminu, en skiljum kjarnann eftir. Trúarbrögðin eru aðeins umbúðir utan um ákveðna lausn, lausn frá óttanum um hið endanlega og óumflýjanlega, það að við skulum hverfa aftur til duftsins og hvað verður þá um MIG? (Dáliðið mikil einföldun en svona sé ég þetta.)

 Eftir að alkinn hins vegar hefur fundið sinn Guð eða æðri mátt, finnur hann sitt trúfélag... nú eða ekki, allt eftir því hver sá æðri máttur er. Málið er bara að viðhalda þessari vitneskju, að við getum treyst því að það er æðri máttur sem heldur þessum heimi gangandi, ekki ein forgengileg manneska.

Leynifélagið rúmar öll trúarbrögð, það er einn af töfrunum.

Ég verð alltaf dálítið óttasleginn þegar einhver ætlar sér að fara að skrifa um leynifélagið góða, vegna þess að tilvera þess byggist meðal annars á því að okkar persónulegu skoðanir rúmast ekki þar inni, aðeins það að hjálpast að að lifa með þessum sjúkdómi og lausnin felst í því að frelsast frá þessum ruglaða haus okkar sem segir okkur að við séum þessi æðri máttur, sem við erum vitanlega ekki.

Án leynifélagsins væri ég allavega handónýtur, svo einfalt er það.

Sorrý hvað þetta er langt, þetta ýtti mér í gang, takk fyrir góða færslu.

Einar Örn Einarsson, 26.9.2008 kl. 10:07

8 Smámynd: Sverrir Einarsson

Jenný þú segist vera "Vogari" ertu þá ekki líka "SÁÁari"  og meðlimur í Leynifélaginu AA?

Ég fór líka þarna upp á Vog og lét þá gata mig til að þeir gætu skoðað blóðið úr mér (eins og að það sé eitthvað öðruvísi). Síðan jú fékk ég lesefni frá þeim til að taka með heim.

Varðstu alki af því að þú drakkst svo mikið brennivín, eða drakkstu svona mikið brennivín af því að þú ert alki, það er spurningin.

Sumir þurfa alltaf að flækja hlutina, aðrir hafa þá bara einfalda,

sama hvað svarið er og gera þessa einföldu hluti sem þarf að gera og allt er í himnalagi.

Ef fólk verður edrú af því að það gekk í hinn eða þennann trúflokkin, skiftir það máli?. Eða að fólk heldur að það hafi dottið í það aftur af því að það gekk í þennann eða hinn trúflokinn en ekki tekið þá ákvörðun að fá sér sopa, skiftir það máli? Þó svo það taki ákvörðun um  að hætta af því það hefur "fengið nóg" og tekur ákvörðun  um að hætta og gengur svo í einhvern trúflokk.....skiftir það raunverulega máli.

Eigði svo góðann dag elskurnar (það ættla ég að gera).

Sverrir Einarsson, 26.9.2008 kl. 10:16

9 identicon

Ég hlakka til að lesa alkabókina sem þú vitnar til en margur AA maðurinn á eftir að líta svo á að honum sé ógnað, þe. trúarruglukollarnir

það er náttúrulega fáránlegt að starfsmaður heilbrigðiskerfisins eyði 5 min í að greina geðsjúkdóm og hendi svo sjúklingnum í hendurnar á költi en svona bara er það.....................

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:27

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott samantekt hjá þér Jenný mín, eins og þitt er lagið.  Það sem þú gerir er að færa alkan inn í samfélagið, og gerir hann að manneskju.  Fyrir það er ég þér þakklát.  Veit ekki hvort þú skilur hvað ég meina.  En fólk sem hefur misst fótana, missir líka mörg mannréttindi í leiðinni, sérstaklega hjá yfirvöldum, til að mynda lögreglunni.  Þeir verða dýr sem ekki þarf að sinna, eins og jóni og séra Jóni,  reyndar hafa þeir ekki lengur tíma fyrir jóna lengur, hvað þá börn.  Þeir eru alltof fáir, og þeir sem koma inn, eru látnir í súpermanngalla, og eiga að ráðast til atlögu við fólk, sem einhverjir óskilgreindir telja hættulega.  Veit ekki á hvaða leið við erum lengur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2008 kl. 10:42

11 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Einmitt þetta komment hjá sála ,hinum nafnlausa, er það sém ég óttast. Skítkastið byrjar með uppnefningum og svo að tengja nafn samtakanna við trúarruglukolla.

Viðkomandi samtök eru vettvangur fólks sem er að koma margt hvert úr miklum hremmingum og er skaddað og brotið. Það er engum til gagns að draga umræðuna á þetta plan. Það bitnar á þeim sem síst skyldi, þeim sem eru að reyna að fóta sig í þessum heimi edru. Eina skjólið eru þessi samtök, sem við hljótum að geta leyft að vera í friði. Viðkomandi samtök eru regnhlíf yfir allslags fólk sem glímir við sameiginlegan vanda, við sem leitum í þessi samtök erum öll ruglukollar. Þau eru öllum opin.

Við þurfum ekki á deilum eða dómum að halda, slíkar deilur bitna á veikustu einstaklingunum og viljum við það?

Einar Örn Einarsson, 26.9.2008 kl. 10:48

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fagna þessari umræðu og mér finnst hún þörf.

Hver og einn fer sína leið og ekki er ég að ráðast að leynifélaginu enda hef ég sótt þangað bæði styrk og von.

En ég tel að við verðum að ræða hlutina út frá þeim grundvallar útgangspunkti að þekking sé viðbót.  Það er það eina sem vakir fyrir mér.

Við erum öll ólík og við reynum að feta brautina hvert á sinn hátt.  Ég persónulega á svo meira en nóg með sjálfa mig og er breyskari en fjandinn sjálfur.´

Einar Örn minn kæri félagi: Ég vil ekki stofna til deilna en málefnalegar umræður eru nauðsynlegar.

Ég er á því að það sé langt í land með að sjúkdómurinn alkóhólismi verði þekkt stærð.  Á meðan spyr maður sig hvernig best skuli haldið á málum og hvað beri að forðast.

Og varðandi trúarnöttara þá eru þeir allsstaðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 11:00

13 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Skil þig Jenný, tek undir með þér að öll umræða og þekking er af hinu góða. Var ekki að halla á færsluna þína síður en svo.

Mér líkar bara ekki þegar menn grípa til uppnefninga í þessu samhengi, líkt og hinn nafnlausi sáli gerir. Þekki mitt fólk, um leið og slíkar uppnefningar byrja þá byrja menn að fylkja sér um hismið en ekki kjarnann vil ég meina.

Ekkert er fullkomið í þessum heimi, sem dæmi um hvernig trúarbrögðin geta farið út á tún, má nefna að á sínum tíma eyddi kirkjan miklu púðri í pælinguna um hvort Kristur hafi haft hægðir eða haft kynhvöt í jarðvistinni. Hefur það eitthvað með trú að gera?

Samtökin eru um hóp fólks með ólíkar skoðanir. Skoðanir gera engan edru það er nokkuð ljóst. Og deilur gera það ekki heldur.

Hef enga patent lausn á meðferðarmálum, ég er einn þeirra sem varð edru eingöngu með lausninni sem býðst í leynifélaginu góða. Kannski er það mín gæfa í dag. Minn sponsor var með engar innrætingar, bara með leiðbeiningarnar sem eru í bókinni.

Meðferðin er eitt, samtökin annað. Líkt og þetta með trúna og svo trúarbrögðin.

 Samtökin eru ekki trúfélag og verða það aldrei, það að einhver hópur/hópar  innan þeirra tilheyri einhverju trúfélagi/trúfélögum, hefur ekkert með samtökin að gera. Það á hvorki að draga taum trúfélags eða stjórmálaflokks í meðferð, tek undir þann punkt í umræðunni.

Einar Örn Einarsson, 26.9.2008 kl. 11:25

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe ættingi í áfallahjálp... sendu blóm.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.9.2008 kl. 11:46

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 26.9.2008 kl. 12:03

16 identicon

Jenný, ég er sjálfur alkahólisti og stoltur meðlimur í AA samtökunum.

Ég hef oft reynt að hætta að drekka upp á mínar eigin spítur. Ég fór í ræktina og ætlaði að verða rosalega duglegur. Ég hellti mér á fullt í vinnu og ætlaði að vera rosalega duglegur þar.  Áður en ÉG vissi af þá var ég búinn að finna mér afsökun til þess að fara á fyllerí aftur.

AA snýst ekki um það að þú komir og látir Jesú eða allah eða hvað þú villt kalla það lækna þig.

AA snýst um að ég viðurkenni það að ég sem einstaklingur hafi ekki stjórn á eigin lífi. Og þurfi á hjálp einhvers æðri mátt að halda.
Þessi æðri máttur getur verið hvað sem þú villt, guð, allah, jesú, foreldrar þínir þessvegna. 

Svo þegar ég er búinn að viðurkenna það að ég hafi ekki stjórn á mínu eigin lífi þá hefst batinn.

Batinn felst svo í því að við losum okkur við allt sem að pirrar okkur, fyrirgefum öllum sem hafa svikið okkur og hættum að vera stöðugt reið. ( Það er ótrúlegt hvað maður verður millu glaðari og skemmtilegri þegar maður hættir að vera reiður).

Og svo að lokum þá bætum við fyrir allt sem að við höfum gert rangt.

Svo kemur að því að við lifum í stöðugri sjálfsrannsókn og um leið og við gerum eitthvað vitlaust þá lagfærum við það strax í staðin fyrir að byrgja það inni.

Svo kemur aftur mergur málsins að við erum til staðar fyrir aðra sem að þurfa á hjálp okkar að halda og hjálpum öðrum sem að gefur lífinu gildi.

Ég hef oft farið til sálfræðinga og allavegana og það bara virkar ekki neitt.  þeir geta fundið út hvað er að en hvað á maður svo að gera ?

Eða eins og ég heyrði um daginn þá má líkja alkahólisma við að vera fastur ofan í holu, fyrst labbar venjulegur maður framhjá og spyr hvað þú sért eiginlega að gera í þessari holu og afhverju þú drullar þér nú ekki upp úr henni.
- Alkahólistinn svarar til baka að hann kunni ekki leið uppúr holuni.
Næst á sálfræðingur leið framhjá hann spyr alkahólistann: hvernig komstu ofan í holuna ? Já og hvernig líður þér með það ? ( kemur honum ekki uppúr holuni )

Næst á eftir kemur prestur framhjá og segir við alkahólistann. Biddu guð að hjálpa þér að komast úr holuni.
- Ennþá er alkahólistinn fastur í holuni

Að lokum gengur annar alkahólisti (AA maður ) framhjá og hoppar ofan í holuna til hins alkahólistans.
Alkahólistinn spyr furðu lostinn hvað ertu að gera afhverju stekkuruðu ofan í holuna til mín ertu eitthvað vitlaus ?
- Þetta er allt í lagi ég kann leiðina út úr þessari holu, svarar AA maðurinn

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 12:31

17 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hehe góður Arnar

Einar Örn Einarsson, 26.9.2008 kl. 12:45

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arnar: Góður og ég er í stórum dráttum sammála þér og það er rétt að við hættum ekki að drekka upp á eigin spýtur.

Takk fyrir góða umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 12:52

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel skrifuð grein Jenný Anna, og tek ég heilshugar undir að þessi umræða er afar þörf.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2008 kl. 13:01

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þessi umræða á að vera stöðugt í gangi. Einn náinn ættingi minn er að drepa sig á drykkju. Hann hefur farið milljón sinnum í meðferð, er þurr í smátíma og svo er hann fallinn aftur. Alveg nákvæmlega væri mér sama hvað yrði til þess að bjarga honum, trú, AA, bara eitthvað. En því miður held ég að hann eigi ekki langt eftir ef hann heldur áfram á þessari braut.

Helga Magnúsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:50

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kvitt og kveðja, þú ert alltaf flottust.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 16:20

22 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 Já thú klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

hafdu góda helgi

María Guðmundsdóttir, 26.9.2008 kl. 17:24

23 identicon

athyglivert...  þannig!

Kristin Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 19:10

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristín: Hættu að fokka í tölvunum hjá Kennaraháskólanum kona ekki nota netfang opinberra stofnana til að láta eins og fífl.

Takk öll fyrir skemmtilega umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 19:21

25 identicon

Mikið ofboðslega lýst mér illa á það að Orri hafi ákveðið að skrifa bók til að gagnrýna AA samtökin sem hafa virkað fyrir milljónir alka í gegnum árin..Þeir sem ekki ná bata eru þeir sem ekki fara einlæglega eftir því sem bókin segir okkur og einmitt þeir einstaklingar verða eins og Orri gagnrýna og finna að einu leiðinni sem til dagsins í dag hefur virkað langbest.

Orri á ekki eftir að sjá það en þetta á eftir að koma mörgum alkanum í vanda því þeir sem lesa þessa bók og eru sjálfir í vanda staddir og með sjúkdómin alkóhólisma reyna að feta þá leið sem hann segir að virki fyrir sig og vitið til það kemur ekki til með að virka nema kannski fyrir brota brot þannig er það bara , það er löngu komin reynsla á svona skyndilausnir og sérleiðir og þær eru aldrei góðar.

Bill og Bob gáfu alkóhólistum ákveðna uppskrift að edrúmennsku og þeir sem hafa fylgt þeirri uppskrift til hlýtar eru yfirleitt þeir sem ná besta árángrinum í AA.

Annað sem við skulum líka hafa í huga og það er að í AA eru fullt af fólki sem telur sig vera alkóhólista en það er í raun bara ofdrykkjumenn sem gátu hætt drykkju af sjálfsdáðum og án hjálpar AA leiðarinnar bara ef þeir fengu nægilega góða ástæðu til.

Ástæðan fyrir því að í AA samtökunum er svona mikið af ofdrykkjumönnum er að á Vogi er alltof vítt hugtak um það hvað það er að vera alkóhólisti og því miður hefur sú stefna Vogs skaðað í raun AA mikið því þeir senda alla sem til Vogs leita út í AA aftur sorglegt en satt.

Nafnlaus AA félagi. (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 20:29

26 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Félagi nafnlaus, tek undir þín orð

Einar Örn Einarsson, 26.9.2008 kl. 20:40

27 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þörf umræða hér á ferð.  Mér finnst bara rábært að nota orðið bati er fólk nær heilsu frá veikindum sínum.  Jenný þú ert frábær penni og vekur máls á mörgum þörfum málefnum.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.9.2008 kl. 08:06

28 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábært vildi ég segja en ei rábært. hahah

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.9.2008 kl. 08:07

29 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sammála.

Það hefur sýnt sig að ham meðferðin (hugræn athyglis meðferð) gefur sama árangur og 12 sporin fyrir alkahólista. Það er svo af og frá að fólk sem verður allsgáð eftir margra ára neyslu að það sé nóg að berja AA bókina í hausinn á þeim. Margir Alkahólistar eru illahrjáðir af annarskonar kvillum eins t.d þunglindi eða annars háttar geðsýki að "trúarofboðið" myndi gera þeim illt verra. 

Ég hef átt ansi marga félaga sem hafa farið í meðferðir og mig sárnar að margir þeirra hugsa til "alkasamfélagsins"  pirringslega einfaldlega vegna þess að það er verið að pranga þessu trúboði yfir á þá. Þeir kjósa því frekar að fara aðrar leiðir og þar sem þeir eru enn í neyslu hef ég áhyggjur að eftir einhverja uppgjöfina fargi þeir sér.

Mér finnst hið besta mál að fólk velji sér jesú og félaga eða vill lúta lögmálum búddismans svo framanlega að fólk megi velja sér trúlausar leiðir til að halda sér allsgáðum.

Brynjar Jóhannsson, 27.9.2008 kl. 10:31

30 Smámynd: Laufey B Waage

Vona að þú finnir sem allra fyrst þinn æðri mátt og náir að treysta tryggðarböndin við hann bæði á góðum dögum og slæmum. Þú þarft alls ekki að persónugera þinn æðri mátt, - og hann þarf alls ekki að hafa nokkuð með trúarBRÖGÐ að gera. Þú auðvitað finnur sjálf hvaða æðri máttur virkar fyrir þig. Ég bara veit að allir fíklar hafa náð að lifa svo miklu betra lífi án fíknar, ef þeir ná að treysta sínum ÆM fyrir sínu daglega lífi og líðan.

Úps, best að drífa sig á (leynifélags-) fund. 

Laufey B Waage, 27.9.2008 kl. 11:03

31 identicon

Brynjar ef þetta veitir þeim ekki þá lausn sem það ætti að gera þá hafa þeir ekki stundað prógrammið heiðarlega.

Ef þú þekktir þetta prógram og hefðir gert það heiðarlega og heilshugar þá fyrst værir þú fær til að leggja orð í belg.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband