Þriðjudagur, 23. september 2008
Grímulaus hrokinn og mannfyrirlitningin
Eftir að Haukur Guðmundsson hjá Útendingastofnun í félagi við Björn Bjarnason, klúðruðu máli Paul Ramses eins og frægt er orðið, mátti greina smá auðmýkt og jafnvel manneskjulega hlið á manninum. Það fór honum nokkuð vel.
Og Ramses fékk að koma heim á meðan mál hans er í vinnslu.
Haukur er greinlega búinn að jafna sig síðan Ramses málið var á skömmustustiginu og nú hefur hann færst allur í aukanna.
Þeir eru með vitöl við hælisleitendur sem löggan réðst inn á með ofbeldi á dögunum og gerðu upptæka peninga sem þeir mátu sem svo að væru mögulega, kannski og ef til vill illa fengið fé.
Og mannvinurinn Haukur segir svo í viðtengdri frétt:
Í einstökum tilvikum erum við búin að segja fólki að við ætlum ekki að greiða fyrir það kostnað í bili. Reykjanesbær ætlar þá að leyfa fólkinu að greiða sjálft það sem framfærslan kostar. Annars getur fólk bara farið á hótel ef það vill, segir hann. Það hefur verið fullyrt að yfirvöld skuldi skýringar á þessum aðgerðum. Við erum búin að svara þessu og segja af hverju aðgerðin var gerð. Það var grunur um fölsuð skilríki og fólk var með furðulegar sögur um það af hverju það væri hér á landi. Reynslan hefur kennt okkur hvað þarf að gera."
Fólkið getur bara farið á hótel ef það vill segir mannvinurinn mikli.
Sniðug hugmynd. Það er ekki svo geðslegt húsnæðið sem fólkinu er boðið upp á í Njarðvík. Gömul verbúð sem ætti löngu að vera búið að rífa.
Væri töff hugmynd að tékka sig inn á hótel ef það væri ekki búið að rífa af "fólkinu" hverja krónu sem það átti.
Haukur er að segja okkur Íslendingum, í hvers umboði hann starfar, að "fólkið" geti étið það sem úti frýs.
Við erum nú meiri andskotans mannvinirnir Íslendingar.
Ég held að við eigum skilið að hafa Hauk Guðmundsson við störf.
Svo held ég að við sem viljum að komið sé fram við hælisleitendur sem hingað koma af lágmarks kurteisi ættum að fara að virkja grasrótina.
Það þarf mótvægi við alla heiftarpostulana sem hrópa húrra fyrir svínslegum ofbeldisaðferðum löggunnar á Suðurnesjum.
Ég vil ekki hafa svona útlendingapólitík.
Þessi karlaklúbbur í útlendingapólitíkinni snýr við í mér maganum.
Og nei, ég vil ekki hvern sem er inn í landið.
Og já, ég vil eftirlit með þeim sem hingað leita þar til þeim hefur verið veitt landvistarleyfi.
Ég er bara algjörlega með það á hreinu að það má koma fram við fólk á fleiri en einn veg.
Og Útlendingastofnun ásamt honum þarna lögreglustjóra á Suðurnesjum mættu hafa það í huga hvernig hægt er að koma hlutum í framkvæmd án þess að meiða og særa.
Skítapakk leyfi ég mér að segja.
Hælisleitendur í viðtölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Haukur er náttúrulega perla! Það ætti að stoppa hann upp og hafa hann í Leifsstöð! Hælisleitendum til viðvörunar
Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 09:22
Nú á að taka á málunum þeir eru nefnilega búnir að læra af reynslunni hehehhe... og vegna alls seinagangs á nú fólkið hvort sem það er hér með alla pappíra í lagi, eða skítug vegabréf, að koma sér hið snarasta á hótel. Á meðan klóra þeir sér í hausnum og draga ýsur.
Ía Jóhannsdóttir, 23.9.2008 kl. 09:35
Ég hundskammast mín fyrir þessa stofnun. Og hrokan sem þar ríkir gagnvart fólki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2008 kl. 09:39
Furðuleg aðferð, fyrst að taka af þeim peningana og segja þeim svo að fara og fá sér hótelherbergi...
Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 09:46
Hvers konar hysteria er þetta. Er ekki nauðsynlegt að skilja frá svindlara og glæpamenn frá raunverulegum flóttamönnum? menn sem eru að vinna vinnuna sína eru svo rægðir niður með svona bulli eins og þessu bloggi. Er það þinn vilji að landið sé öllum opið glæpamönnum sem öðrum?
Jón (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 09:53
Ótrúlegir mannvinir...
Gulli litli, 23.9.2008 kl. 10:59
merkilegt hvað fólk getur farið misvel með það vald sem því er veitt! Stundum mætti segja að valdið bæru menn ofurliði og eitthver keimur finnst mér vera af því hér, svo ekki sé meira sagt!
Sunna Dóra Möller, 23.9.2008 kl. 11:14
Ykkur finnst semsagt í lagi að við borgum undir þá sem eru hér á fölskum forsendum?
Lögreglan sinnti skyldu sinni með því að gera þessa leit vegna gruns um misferli. Það kom í ljós að það var rétt - þ.e. það voru aðilar þarna sem höfðu villt á sér heimildir og með fúlgur fjár.
Mér finnst það ekki í lagi að þjóðin sé höfð að fíflum með því að við kyngjum hvaða skýringum sem næsta útlendingi dettur í hug að ljúga upp þegar hann kemur hingað til að fá sér íslenskan passa.
En ég verð víst stimpluð útlendingahatari fyrir þessa skoðun mína. Mér er sama um það en finnst verst hvað mikið af sæmilega og vel gefnu fólki hérna á blogginu er tilbúið til að líta bara á aðra hlið málsins - og þessi hópur er alltaf tilbúinn um leið að rakka niður þegar farið er að lögum og reglum hérna. Það eru börn ykkar sem vaxa upp í að breiða út óvirðingu um lögreglu og fleiri stéttir.
Hanna, 23.9.2008 kl. 11:28
ég tek undir með Hænuni. Það er bara vitleysa að það sé borgað endalaust undir einhverja hælisleitendur.
Framfærslan hjá þeim slagar hátt í 7000 krónur á dag og meðal mánuðurinn er með 30 daga sem þíðir 210 þús á mánuði bara undir þetta flótta fólk. íslendingur með 250 þús í mánaðarlaun hefur minni peninga á milli handana mánaðarlega. Örykrjar og ellilífeyrisþegar ÍSLENDINGAR hafa minna á milli handana.
Þetta fólk á ekki að láta hanga þarna í einhverjum búðum. Ef það getur ekki gert skil á þvi hver það er þá fær það ekki landvistarleyfi og það er bara verið að framlengja málunum með því að geyma fólkið þarna á okkar kostnað.
Ef að fólkið getur ekki fært sönnur á því hver það er þá á bara að senda það beinustu leið heim aftur og segja því að koma aftur þegar það getur sannað það hver það er. Og ef það verður uppvíst afþví að koma með fölsuð skilríki þá á bara að meina því algerlega inngöngu.
Það gerir fólkinu ekkert gott að hanga þarna og það er líka fjandi kostnaðarsamt fyrir okkur íslenska ríkið.
Og að sjálfsögðu átti að taka af þeim þessa peninga sem þarna voru.
Þetta er ekki fólk með atvinnuleyfi, og grundvöllur þess að það sé þarna á fríu uppihaldi er sá að það á ekki bót fyrir rassgatið á sér og getur ekki séð um sig sjálft. En hvað var þetta fólk þá að gera með það að hafa þessa peninga þarna ?
Jú hafa íslenska ríkið að fíflum og lifa bara á okkur eins og blóðsugur.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 11:36
Ég er alls ekki að segja þetta í einhverjum fórdóma kasti, ég bara er alfarið á móti þessum seinagangi í þessu kerfi sem nú er við líði.
Fólkið á bara að fá að koma beint inn í landið ef það getur fært sönnur á því hver það er og fara beint á vinnumarkaðinn ( annars fær það ekki að koma inn í landið lögum samkvæmt) og það er bara rögulsháttur í stjórnvöldum að vera ekki búin að vísa þessu fólki úr landi.
Það þorir enginn að taka ákvörðun um það afþví að þá verður fólkið stimplað fordómafullir rasistar.
Þetta er ekki rasismi þetta er raunsæi.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 11:39
Arnar, veistu af hverju það kostar 7000 kall á dag? Ekki sé ég ástæðu fyrir því.
Ég er kannski einfaldur, en mér finnst þetta ekki svo flókið mál. Þeir sem koma á fölskum forsendum, með fölsuð vegabréf eða fremja glæpi mega fra heim til sín með næstu vél. Hin málin verður að skoða og á meðan það er gert er það sjálfsagt mál að leyfa fólki að lifa við sæmilega aðstöu. Get ekki séð að það þurfi að kosta 7000 á dag.
Villi Asgeirsson, 23.9.2008 kl. 13:59
Villi: Sammála. En það þarf að skoða hvert mál fyrir sig. Þeir sem koma á fölsuðum vegabréfum geta hafa þurft að flýja vegna mikillar hættu og það á að rannsaka þau mál vel.
Hænan: Mér finnst þú ekki beinlínis vera búin að skoða málið frá annarri hlið en þinni eigin. Frekar þröngur hjá þér sjóndeildarhringurinn.
Arnar: Við erum í grundvallaratriðum algjörlega ósammála. En það er ekkert að því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 14:12
Það er rétt Jenný. Oft komast íranskir hommar og tíbetskir munkar ekki að heiman nema með fölsuðum pappírum. Fannst ekki taka því að taka að fram að við megum undir engum kringumstæðum senda fólk út í dauðann.
Villi Asgeirsson, 23.9.2008 kl. 14:22
Ace, Jenný sagði meðal annars: Og nei, ég vil ekki hvern sem er inn í landið. Og já, ég vil eftirlit með þeim sem hingað leita þar til þeim hefur verið veitt landvistarleyfi.
Ertu viss um að þú hafir lesið færsluna áður en þú kommentaðir?
Villi Asgeirsson, 23.9.2008 kl. 14:30
Ace: Þú ert ansi fljótur á þér eins og Villi bendir þér á.
Ég er í fullum rétti til að gagnrýna störf lögreglunnar sem er í vinnu hjá almenningi og þar á meðal mér.
Ég skil ekki þetta gagnrýnileysi á íslenska valdhafa. Hvernig á að vera hægt að betrumbæta hlutina ef við þökkum bara fyrir og hneigjum okkur og þá er ég ekki að tala einungs um lögreglustjóra og dómsmálaráðherra.
Það eru allsstaðar ljótir karlar, mér er slétt sama af hvaða þjóðerni þeir eru.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 14:58
Jenný finnst þér það þá bara í lagi að fólkið komi hingað til lans og beri við fátækt og peningaleysi og lifi á ríkinu en eigi svo bara fullt af peningum ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:12
Ace: Mér finnst ekki í lagi að fólk komi til landsins almennt undir fölsku flaggi en í sumum tilfellum er fólk að flýja skelfilegar aðstæður og hefur jafnvel engin persónuskilríki. Þá er það í lagi.
Svo finnst mér út í hött að tala eins og að það að gefa fólki að borða sem má ekki vinna á meðan mál eru rannsökuð sé eitthvað mál og koma með tal um fátækt á Íslandi.
Hvorutveggja er sjálfsagður hlutur, fólk á ekki að búa við fátækt hér á landi og það er ekki hælisleitendum um að kenna að stjórnvöld skuli láta það viðgangast.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 16:03
Jenný, málið er að ef að fólk kemur með fölsuð skilríki á að víkja því beint úr landi.
Það er lágmarkskrafa að fólkið reyni heiðarlega og geti þá sótt um hæli eða eitthvað því um líkt.
Svo ef fólkið getur ekki sannað hvert það er þá á það ekki að taka 3 ár að finna út hvort það er það sem það segir eða ekki.
Ef það er ekki hægt að ná sambandi við viðkomandi stjórnvöld þá er ekkert annað að gera í stöðuni en að senda fólkið út aftur.
Ekki getum við haldið fólkinu bara inná einhverri verbúð til frambúðar ?
Það sem að ég er mest á móti er hvað það er látið vera þarna í langan tíma og hvað það kostar mikið.
Venjulegur íslendingur sem að vinnur fyrir 250 þús á mánuði hefur minna peninga á milli handana heldur en er sett í þetta flóttafólk.
ég er ekki að segja að við eigum að henda þessu fólki strax til baka heldur á að taka ákvöðrun um þetta strax. Það gerir fólkinu ekki neitt gott að láta það dúsa þarna. og það er mjög kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið.
Og það fólk sem að vísvitandi villir á sér heimildir er að brjóta lög sama hverjar ástæðurnar eru. Eigum við þá ekki bara að láta bankarækningja sleppa ef að þeir eru að ræna banka til að brauðfæða fjölskylduna ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:11
Í öllum siðmenntuðum löndum er skilningur á því að þeir sem eru á flótta vegna þess að lífi þeirra og limum er ógnað, hafa ekki aðstöðu til að flýja með pappíra í lagi.
Það hlýtur þú að skilja Arnar.
Eða heldur þú að svona ákvarðanir séu teknar yfir kvöldmatnum við arineld?
Gerir þú þér einhverja grein fyrir úr hvaða ástandi fólk er á flótta undan?
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 16:29
Nú vill svo til að í El Salvadorskri fjölskyldu minni, sem flúði hingað vegna ofbeldis Mafíu, er ein dóttirinn sem býr í San Salvador með fjölskyldu sinni, orðin fórnarlamb mafíósanna. Þeir hafa komið inn á heimilið og rænt öllu af eiginmanninum, og vita hvar þau eiga heima, sem er í þessu landi mjög alvarlegt mál. Nú vill faðirinn reyna að koma dóttur sinni og fjölskyldu hingað heim, en ég er ansi hrædd um að það sé erfitt. Hvernig á maður líka að bera sig að, hvar á að byrja á því ferli ? Þetta er þyngra en tárum taki, og tíminn er naumur, því sífellt þjarma þessir villimenn meira og meira að fjölskyldunni, hirða af þeim allt sem þeir geta. Reyndar eru örugglega margir í sömu sporum, en þessi fjölskylda er beintengd hingað heim. Tek fram að þessi fjölskylda er harðdugleg og elskulegt fólk, sem ekki má vamm sitt vita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2008 kl. 19:07
Ef við getum gert eitthvað Ásthildur þá máttu trúa því að ég er til.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 20:12
Já margt af þessu fólki er hér á fölskum forsendum eins og franski ríkisborgarinn sem var með vegabréf sitt falið ásamt slatta af lausafjármunum kemur hingað villir á sér heimildir og vinnur svart og meðan borga ég reikninginn og aðrir skattborgarar.Það er fullt af eymd í heiminu en það er líka fullt af fólki hér Íslendingum sem þarf að hjálpa og sýna samkennd en nei við erum svo flott á því að þeir mega svelta og missa ofan af sér ungt fólk jafnvel sem er að byrja að feta sig áfram í lífinu með sitt fyrsta eða annað barn.
Tökum til í okkar eigin garði áður en við förum að bjarga heiminum við erum bara eins og eitt lítið hverfi í stórborg vanþróaðs lands og ættum að fara að læra það að enginn veit af Ísandi nema þeir sem eitthvað telja sig geta grætt á veru sinni hér eða haft það betra hér en heima hjá sér vegna einfaldleika og friðsemdar þessarar smáþjóðar sem heldur að hún sé stærst í heimi.
Varðandi Herðubreið og skjaldbreið þá er það betra húsnæði í dag en margur af minni kynslóð ólst upp í og hefur verið tekið í gegn þó svo það sé ekki fimm stjörnu hótel sem við setjum þetta blessaða fólk á fyrr má nú vera og ættum við að fara að skammast okkar fyrir að ausa peningum í íburð sem enga gleði veldur aðra en að margur heldur sig meiri en annan og ekki fer það með okkur í gröfina.
Förum að hugsa um sálartetrið frekar en aðra og annara velsæld eða vésæld hugsum um okkur og okkar fólk börnin okkar og það sem okkur þykir vænst um okkur sjálf látum annað mæta afgangi því að af nógu er að taka börnin okkar eru að drukkna í eiturlyfjum því við foreldrar erum svo upptekinn við vinnuna til að geta borgað öll flottheitinn að þau gleymast og ala sig sjálf.
Gudmundur (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:14
Svo verð ég að minnast á annað en sjálfur dvaldi ég heilt ár meðal þjóðar í Norður Afríku og fann mikið til með fólki vegna fátæktar þess en síðar er leið á dvöl mína þarna ogég eignaðist vini og fór að ræða við fólk og spyrja varð mer á að spyrja einn af þessum innfæddu vinum mínum hvort ekki væri erfitt að vera svona fátækur og ræddi þetta í góðum anda og með það sama slitnaði þessi vinskapur og maðurinn rak mig á dyr,en fáfræði mín þessa manns frá vesturlöndum sem allt hafði til alls menntaður vel og átti allt varð til þess að særa tilfinningar manns sem var ríkur í sínu heimalandi.
Hann átti bárujárnsklæddan skúr óeinangraðan þar sem hann svaf með sinni konu og börnum hann átti land þar sem tré uxu og á þeim voru appelsínur og nóg af villibráð hann átti allt sem han þurfti til að láta sér líða vél hann vann aðeins stund úr degi við að tína til ávexti jarðar sinnar í matin og veiða fisk eða dýr til matar lifði afslöppuðu lífi ekkert sem raskaði ró hans og fjölskyldunar og áhyggjurnar voru engar því hann þekkir þær ekki.
Fátækt er eitthvað sem við troðum upp á aðra með lífstíl vesturlanda þó svo að eymd sé til og hungursneyð þá er hún ekki vegna þess að fólkið kunni ekki að bjarga sér heldur vegna stríðsherra í þeim ríkjum Afríku sem svo er komið fyrir.
Fátækt er hugtak sem við fundum upp og þeir sem ekki eru jafnir okkur eru þá sennilega fátækir en þeir geta allavega sagt ég er fátækur en mér líður miklu betur en þér svo að þetta er allt orðin spurning um hver er fátækur
Gudmundur (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 20:28
Jenný: Og HVAÐ með það hvað fólkið sé að koma úr stríðshrjáðum löndum og hafi svo mikið bágt.
Ef fólkið getur ekki sýnt að lágmarki þá tilitsemi að koma heiðarlega fram og segja þá yfirvöldum það strax við komu að þau séu að leita sér að nýju og betra lífi og geti ekki gert grein fyrir sér. Þá á þetta fólk bara ekki heima hérna alveg sama hvað það kemur frá slæmum aðstæðum.
Og hvernig ætlar þú að sía í sundur hvaða fólk kemur með fösluð vegabréf hérna sem að er í lagi og hvað af því eru afbrotamenn að flýja dómstóla í sýnu heimalandi ???
Annaðhvort er þetta fólk heiðarlegt eða ekki! það er ekki flóknara en það. Það er ekki til sá hlutur sem heitir grá lygi eða réttmætur óheiðarleiki. Þar af leiðandi ef að fólkið getur ekki sagt satt og rétt frá í byrjun þá á það ekkert erindi inn í landið.
Ég er engann veginn að gera lítið úr vandamálum þessa fólks ég er bara að segja að það er út í hróa hött að við ausum meiri peningum í eitthvað flóttafólk sem getur ekki einu sinni komið heiðarlega og rétt fram heldur en við eyðum í íslenska ríkisþegna.
Ég þekki til dæmis 24 ára stelpu sem að þurfti að hætta í skóla til þess að geta séð fyrir sér og stelpuni sinni.
Föðurinn er það mikil ræfill að hann getur ekki borgað meðlög eða neitt og hún hafði ekki efni á að borga fyrir hana dagvist og hún gat þar af leiðandi ekki klárað skólan og þarf nú að fara út á vinnumarkað.
Hvernig væri að eyða jafn miklum peningum í þá sem hafa það skítt hérna heima á íslandi og við erum að gera í einhverja aðra.
Það tekur okkur kannski 10-20 ár að eyða fátækt á íslandi og þá fyrst erum við í stakk búin til að fara að hjálpa öðrum.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:52
Og svona til að sýna þér aðeins meira svart á hvítu hvað þetta er ósangjarnt gagnvart íslenskum ríkisþegnum.
Þá fékk þessi stelpa um 70 þús í styrk mánaðarlega til að geta verið í skóla. Húsaleigubætur fyrir um 20 þús og barnabætur.
Með þessa peninga milli handana þarf hún að sjá fyrir sér og barni, leigja sér íbúð og borga dagvistun fyrir stelpuna og borga skólagjöld!
Svo koma einhverjir flóttamenn sem eiga alveg ægilega mikið bágt og það er alveg sjálfsagt að ausa í þá fullt af peningum!
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:55
"Í einstökum tilvikum erum við búin að segja fólki að við ætlum ekki að greiða fyrir það kostnað í bili. Reykjanesbær ætlar þá að leyfa fólkinu að greiða sjálft það sem framfærslan kostar. Annars getur fólk bara farið á hótel ef það vill,"
Leyfi mér að vitna í fréttina.
"einstökum tilvikum" = "nokkrum" eða "fáum" tilvikum, ekki allir.
Ég leyfi mér að giska á að þessir nokkrir einstaklingar séu þeir aðilar sem eiga engan rétt að vera í hælismeðferð, þetta eru örugglega þeir sem komu hingað með lögleg vegabréf eða eru með dvalarleyfi annarstaðar innan EES eða bara einfaldlega þeir sem uppfylla ekki skilyrði hælisleitenda, og er það ekki rökrétt að þeir eiga ekki rétt á uppihaldi?.
Og hvernig væri svo að fara að taka til í okkar eigin bakgarði áður en við tökum til í bakgörðum nágrannana? Væri ekki tilvalið nýta fjármunina sem fara í þetta hælisleitendaprógram til að hjálpa t.d. fólki sem er heimilislaust eða hefur af einhverjum ástæðum orðið undir í samfélaginu?.
Ég tel mínum skattpeningum betur borgið til að hjálpa Íslendingum að komast á lappirnar og gerast aftur virkir meðlimir samfélagsins frekar en að flytja inn sambærileg "vandamál" því það leysir ekki þau vandamál sem eru fyrir.
Og Ásthildur, hvar á að byrja á því ferli ? Væntanlega á heimasíðu hinnar hötuðu stofnunar sem er Útlendingastofnunar eða hérna http://www.utl.is/leyfi/utan-ees/
Fjölskyldan getur verið hér á landi í allavega 3 mánuði, án vegabréfsáritunar.
Jóhannes H (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 02:26
Ég er svo rosalega hissa á þessum tittlingaskít sem verið er að telja hér fram í krónum og aurum til að klóra yfir það eitt að fólk vill ekki taka þátt í að sinna þeirri skyldu að aðstoða fólk sem er hundelt vegna skoðana sinna svo dæmi sé tekið.
Ég hreinlega nenni ekki að ræða þetta mál á þessum forsendum Arnar.
Jóhannes: Eftir þrjá mánuði þá hvað?
Heim aftur reikna ég með.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2008 kl. 10:33
Jenný málið snýst alls ekki um það að við viljum ekki hjálpa þessu fólki. Málið snýst hisnvegar um að þetta fólk kom óheiðarlega fram og sama hvað þú vorkennir þessu fólki mikið þá réttlætir það ekki að það komi hingað með fölsuð vegabréf.
Ég er alls ekki að dæma þig fyrir það að vilja fólkinu vel, og ef þjóðin okkar væri undir það búin þá myndum við sjálfsögðu taka vel á móti þessu fólki.
Málið er bara að staðreyndin er sú að það eru margir íslendingar sem hafa það bara alls ekki svo gott þó svo að þú lifir góðu lífi.
Og það er líka grundvallar atriði til þess að fólkið eigi skilið okkar hjálp að það komi hreint fram og taki það þá strax fram við komu sína hingað að það sé að flýja og hafi ekki nein skilríki.
Ef það falsar skilríki og reynir að svinda sér í landið þá er þetta fólk að brjóta lög og það er ekkert sem afsakar það. Það hefur hinn möguleikann að segja satt og rétt frá og ætti þá að velja hann.
Ímyndaðu þér svo þar sem þú ert væntanlega móðir og eflaust amma. hvað börnin þín hefðu orðið sár ef þau hefðu komið heim með skrámur en þér hefði verið skítsama þú værir bara að pæla í því að setja plástur á börnin hans péturs út í bæ.
Hugsaðu þér samt hvað börnunum þínum hefði fundist þau eiga æðislega mömmu sem að er alltaf til í að gera allt fyrir vini sína.
Bottom line'ið er að þú verður að hugsa um þín eigin börn framyfir annara manna börn. Og þetta verður ríkisstjórnin að sjálfsögðu að gera líka við okkur ríkisþegna.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.