Leita í fréttum mbl.is

Andskotans kreppan?

Þrátt fyrir staðfasta ætlun mína um að láta krepputalið ekki ná tökum á mér var það búið að læða sér að mér bakdyramegin og núna í vikunni var gekk ég stynjandi um allt.

Ég hrökk við í hvert skipti sem ég stundi, hávaðinn var ógurlegur.

Þar sem mér leiðist hljóðmengun sá ég mér ekki annað fært að gera kreppuúttekt á lífi mínu, en kreppa er hvergi nema í hausnum á venjulegu fólki sem finnur hvorki fyrir upp- né niðursveiflum þannig að mark sé á takandi.

Þetta er útkoman:

1. Ég á heima á góðum stað þar sem mér er líður vel.

2. Ég á mat og aðrar lífsnauðsynjar og mun fyrirsjáanlega hafa á komandi árum.  Þ.e. ef ég verð ekki dauð úr einhverju.  Það verður amk. ekki hungur sem kemur mér fyrir kattarnef.

3.  Ég á sígó enda með góðan og pottþéttan díler.  Dópið er með ríkisábyrgð.  Heppin ég.

4. Ég er allsgáð og dett ekki um allt og ætla ekki að gera ef ég fæ því ráðið, sem ég geri auðvitað, einn dag í einu.

5. Ég á bestu foreldra í heimi, bestu systkini, bestu dæturnar og barnabörnin, besta eiginmanninn og frábærustu vinkonurnar.  Ég á líka fína fyrrverandi þannig að kreppan bitnar ekki á tengslum mínum við fólk.

6. Ég get farið í bíltúra um Stór- Reykjavíkursvæðið og jafnvel suður með sjó ef ég nenni.  Enginn hefur enn dáið vegna þess að þeir þurfi að aflýsa Londonferð að hausti.  Fúlt en þolanlegt og án verkja.

Ergó: Kreppan er í lágmarki af því að væntingarnar eru í eðlilegu hlutfalli við þá stöðu sem ég er í.

Ég er þokkalega glöð með það.

En...

Er ég sátt við stjórnmálamenn og hvernig þeir ráða málum okkar almennings?

Aldeilis ekki.  Matarverð er hroðbjóður, öll þjónusta, lækniskostnaður, bensín, föt, sápa (jájá) og allur fjandinn er á ólýsanlegu lygaverði.  Ég er algjörlega í stjórnaraðstöðu héðan frá kærleiksheimilinu. Be fucking sure about it.

 En það breytir ekki því að ég get verið nægjusöm með það sem ég hef, þó dragtin og skóhaugurinn verði að bíða betri tíma.  Ég lifi það af.

En það er af því að það er búið að sarga úr mér neysluhyggjuna.  Ekki af því ég er svona svífandi kona með englageð.  Ég er bara svo heppin, getum við sagt að hafa aldrei verið í neinni uppsveiflu.

Enda er það ekki hinn almenni maður sem hamast í lífsbaráttunni sem hefur keyrt þessa þjóð á kaf inn í kaldan klakann.

Ónei, þeir vita hverjir þeir eru og við hin andlitslausi massi erum ekki í þeirra hóp.

En mikið rosalega er þessi lína hér fyrir ofan ofsóknarkennd hjá mér.W00t (Ætli ég fari að heyra raddir innan skamms?).

Hvað um það, kreppan leggst ágætlega í mig.

Farin að tína hafra.


mbl.is Lánshæfismat ríkisins staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður hefur svo sem lent í kreppu áður og lifað hana af. Ástandið undanfarin ár var ekki eðlilegt og það vissu það allir nema ráðamenn að það gæti ekki endað nema illa. Nú er bara að þreyja Þorrann og Góuna og bíða eftir betri tíð með blóm í haga.

Helga Magnúsdóttir, 18.9.2008 kl. 14:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Þröstur Unnar

.......suður með sjó?

Er þá Kreppan í Göngunum?

Fullt af Höfrum við Akrafjall, vestantil.

Þröstur Unnar, 18.9.2008 kl. 16:46

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bara bíltúrar á Suðurnesjum ... hnusss, áttu ekki guðdómlega bloggvini á Skaganum sem myndu ekki selja þér kaffibolla, heldur bjóða þér?

Annað: Þú leikur aðalhlutverkið í bíómynd sem var frumsýnd á blogginu mínu fyrir nokkrum mínútum ... múahahahhaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2008 kl. 17:32

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ætli maður sé bara ekki alveg bærilegur þrátt fyrir að hin meinta kreppa sé að éta upp íbúðina mína ....hef sossem alveg nóg og er bara nokkuð sátt!

Láttu mig vita ef þú ferð að heyra í einhverjum föllnum stórstjörnum eins og Lennon eða jafnvel Jesú sjálfum.....ég hef nokkrar spurningar fram að færa !

Sunna Dóra Möller, 18.9.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

já thetta eru engar smá sveiflur. Nú sat ég hér í danmørku, eins og venjulega, og fylgdist med íslandi í fjarlægd. Hér var uppsveifla, en mér fannst virkilega eins og ég væri ad missa af einhverju á Íslandi, thad var eins og allir sem ég thekkti og hitti hefdu unnid í lottói...

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband