Leita í fréttum mbl.is

Dittinn og dattinn dagsins í dag

 

Ég vaknaði í vondu skapi.

Jájá, ég var nefnilega hangandi fram á nótt þvert ofan í mína betri vitund sem greinilega flutti ekki með mér og sveimar um í Seljahverfinu í góðu rokki.

Ástæða geðvonskunnar var Íslandspóstur.  Mig langar að senda það fyrirtæki út í ystu myrkur.

Sko..

Ég flutti fyrir viku.  Ég var búin að breyta heimilisfangi gegnum netið daginn áður.  Íslandspóstur virðist vera mjög nútímalegt fyrirtæki og býður upp á allskonar ditttinn og dattinn á sinni heimasíðu.

Ég fékk staðfestingu í pósti á mánudaginn, á mitt nýja heimilisfang um að breytingin væri komin til skila.

Og síðan ekki söguna meir.

Við höfum þurft að fara á gamla heimilið til að ná í póstinn og húsband hélt ribbaldanum í mér föstum og sagði fullur bjartsýni að þetta myndi smella í gegn á morgun.  Það hefur hann fullyrt á hverjum degi.

Þess vegna vaknaði ég arfaill þar sem ég sá póstmanninn steðja fram hjá íbúðinni minni hvar ég stóð og smókaði mig út í morgunkulinu.  Kannski var hann bara að steðja í vinnuna hvað veit ég en það var ekki júníforminu að kenna að ég sá rautt.

Í símann.  Blablabla.  Sóandsó.  Skýringar gefnar í lengd og breidd.

Íslandspóstur í kvenmannslíki: Þú verður að koma og borga fyrir áframsendingar.  Kostar sóandsó á mánuði.

Ég: Er ekki nóg að vera búin að tilkynna flutning?

Íík (sárlega misboðið): Þú hefur ekkert tilkynnt flutning.  Ég sé það hér í MINNI tölvu.

Ég: Jú ég gerði það fyrir viku.

Íík (hló yfirlætislega): Já er það, hehe, og við hvern talaðir þú (alveg; mér þætti gaman að sjá þig sanna mál þitt)?  Hefur þú eitthvað skriflegt í höndunum?

Ég: Ég gerði það á netinu.

Íík (búin að ggera það að verkefni dagsins að setja þessa konu på plads í eitt skipti fyrir öll): Þið verðið þá bara að halda áfram að sækja póstinn þangað til þetta hrekkur í gegn.  Nú eða borga fyrir áframsendinguna sem ég var að segja þér frá.  En það kostar auka. (Hlakkandi).

Ég: Það er þá ekki til neins að tilkynna flutning gengum heimasíðu?  Hvað langan tíma tekur svona lagað að virka?
ÍíK: Því get ég ómögulega svarað.

Ég: Arg.

Og ég er ekki að ljúga.

En ég er betri núna.  Búin að pústa og lemja í veggi.

Háeffin eru ekki endilega til að hrópa húrra fyrir.

Ég fékk það sterklega á tilfinninguna að kona þessi væri ráðin til að halda viðskiptavinunum frá fyrirtækinu.

Vink á hana.

En ég er góð.

Kveðja inn í daginn frá ribbaldanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Aha...svona er þetta stundum ..

Ragnheiður , 18.9.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ótrúlega gremjulegt, ég varð alveg pirruð að lesa um þessi samskipti við ísl.póst , henti mér næstum í vegg til að sýna samstöðu!

Morgunkveðjur til þín.....vona að betri vitundin rati heim í nýjan stað !

Sunna Dóra Möller, 18.9.2008 kl. 10:23

3 identicon

Ég var búin að búa hér í 4 ÁR þegar einhver hjá Íslandspósti ákvað að ég væri flutt.Hvert vissi enginn.Ég hef ekki enn fengið að vita hvert ég flutti.Ég varð að tilkynna mig nýflutta á gamlastaðinn aftur,það er einhver tregi(ekki blús heldur að vera tregur) í gangi þarna.Og viðskiptamannafælurnar eru nokkrar.Góðan dag annars .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hringdu aftur! Þú ert alltof róleg

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 10:28

5 identicon

ótrúlegt!

 En bara flutt!! Hvar var ég eiginlega....búin að missa af öllu!

alva (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:17

6 identicon

Það er yndislegt að eiga samskipti við fólk sem talar til mann yfirlætislega. Maður kemst alltaf í gott skap, eða... ekki.

Uppáhaldið mitt er þó að hringja í fyrirtæki í Bandaríkjunum (bjó þar í mörg ár). "Thank you for calling So And So Inc., remember you are a valid costumer and we appreciate your call". Síðan bíður maður og bíður og fær svo að lokum að tala við fólk sem veit ekkert í sinn haus.

Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.