Leita í fréttum mbl.is

Ég vildi að ég væri bindishnútur

Tækifærin til að leggjast í þunglyndi koma á færibandi þessa dagana.

Jarðskjálfti í morgun og hamfarir um allan heim gefa ekki tilefni til sérstakrar gleði.

Fjármálaheimurinn er á þvílíkri hraðferð til helvítis að enginn yrði hissa þó fólk yrði flutt í förmum á geðdeildir heimsins.

Bindishnútarnir í heiminum sem eru ábyrgir fyrir fjármálakreppunni keppast við hver um annan þveran að útskýra málið og sjá; þeir hafa ekkert með ástandið að gera, "utanaðkomandi og ófyrirsjáanlegar aðstæður" er glæpasnifsið í málinu.

Það er catch 22 hundalógían sem blívur.

Enginn er ábyrgur þessa dagana.

Ekki Geir, ekki Solla, ekki Áddni og svo yppa allir öxlum og hrista hausinn.

Við almenningur misskiljum bara og náum ekki (sökum heimsku vænti ég) hvað allir eru að fórna sér biggtæm fyrir okkar hönd.

Hundalógían er í hávegum höfð hjá lögreglustjóranum í Reykjanesbæ.

Við skiljum ekki málið, segir hann ábúðarfullur, rökstuddur grunur er fyrir hendi um ólöglegt athæfi hælisleitenda.

Þess vegna má rífa af þeim allt lauslegt. 

Ef einhver hringdi á bjöllunni hjá mér núna frá ríkislögreglustjóra og segði við mig að ég væri grunuð um landráð þá færi ég auðvitað á límingunum vitandi að ég er búin að rappa þjóðsögnin og taka hann í öllum öðrum mögulegum útgáfum og það er bannað með lögum.

Ég myndi spyrja fyrir hvað eins og hvítþvegin engill í andlitinu.

Og þeir væru eins og sprúttsalar í framan og myndu segja mér að það væri rökstuddur grunur um að ég hafi framið voðaverk gegn landi og þjóð.

Ég: Rökstuddur grunur?  Hver er hann?

Þeir: Við látum ekkert upp um það, við verðum að halda heimildum okkar leyndum.

Svo yrði ég sett í bönd, leidd út í Blökku Maríu og látin í svarthol.

Rökstuddur grunur er öflugt vopn í baráttunni við vonda og hættulega fólkið.

Ég vildi óska að ég væri bindishnútur.

Þá væri bókstaflega andskotans ekkert mér að kenna.

Blame it on the weather!

Annars í stuði og ég hjala eins og geðgott smábarn.

Later my friends.


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alva (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:03

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 16.9.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef aldrei kunnað að binda bindishnút, kenni bara kvefi um allt í dag! Eigðu góðan dag, það er að koma stormur með kvöldinu og stutt í jól !

Sunna Dóra Möller, 16.9.2008 kl. 09:15

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Yndislegt hjal...

Jónína Dúadóttir, 16.9.2008 kl. 09:20

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kann ekki heldur að binda bindishnút. En það er mikið rétt, ástandið er ekki bindunum að kenna. Þetta er bara svona. Og að lokum, farir þú í svarthol geturðu huggað þig við að við fylgjum á eftir þegar öreindirnar skella saman. Eða hvað?

Villi Asgeirsson, 16.9.2008 kl. 09:22

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sko þar sem ég er svona ökkla eða eyra kona og vil ekki leggjast í þunglyndi, hef ég ákveðið að leggjast í léttlyndi .....

p.s. örugglega skárra að vera bindishnútur er umferðahnútur

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.9.2008 kl. 09:26

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

..ég er líka perfeksjónisti og verð að leiðrétta mig, það vantar eitt í þarna inn í setningu hjá mér, það á að vera ....í ökkla eða eyra ....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.9.2008 kl. 09:28

8 identicon

Ég hef rökstuddan grun um ótrúlegt virðingaleysi stjórnvalda gagnvart launakröfum ljósmæðra. Það er dapurlegt á að horfa og geta ekki aðhafst neitt......eða hvað? Er ekki komin tími á samúðarverkfall kvenna

Klara Jakobsdottir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 10:11

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Klara: Það er kominn tími á að við konur rísum upp á afturfæturna varðandi ljósmæðradeilduna og vegna ömurlegs ástands í launamálum kvenna yfirleitt í þessu landi.

Þið eruð skemmtileg að venju og Villi gott að fá félagsskap í svartholið.  Híhí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 11:15

10 Smámynd: Anna Guðný

Þegar ég leit yfir fyrirsagnirnar á athugasemdnunum við þessa frétt til að skoða hverjar væru mest spennandi. Þú áttir vinninginn

Jarðskjálfti v. bindishnútur. Verð að sjá það

Anna Guðný , 16.9.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband