Leita í fréttum mbl.is

Matarnostalgía

 

Sniðug sýning hjá Laufeyju um mataræði á Reykvískum heimilum í 100 ár.

Ég var barn upp úr miðri síðustu öld og ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hvað matarvenjur hafa breyst.

Seytt rúgbrauð með smjöri og osti á morgnanna eða korfnlexi og alltaf Sanasól þar sem ég strækaði á lýsið. 

Osturinn úti í SS á Bræðró var skorinn niður við búðaborðið og ég man eftir að það voru tvær tegundir á borðum.  Svo var bitanum pakkað inn í sellófan.

Áleggin í sömu búð voru skinka, malakoff (bleikt með stórum fituskellum), spægipylsa, steik (lambakjöt) og hangikjöt.  Og það var beðið um eitt eða fleiri bréf af álegginu.

Fransbrauðið þetta hvíta fengum við með rabbbarasultu ofaná og ég er viss um að næringarráðgjafar nútímans flippuðu út ef þeir hefðu séð aðfarirnar.Mjólkin var í pottum, þe. heils- eða hálfslítra.

Þegar hyrnurnar komu, þessar köflóttu þá var það bylting.

Saltkjöt, Gunnusteik, Kótelettur í raspi, lærisneiðar í raspi sömuleiðis og læri eða hryggur á sunnudögum.  Pylsur á laugardögum - þvílík hamingja.

Fiskur alls staðar þess á milli.  Karlarnir komu svo alltaf heim í hádeginu.  Fólk borðaði stöðugt.

Klukkan þrjú görguðu mömmurnar á börnin.  Dreeeeeeeekkutími.

Konurnar voru stöðugt eldandi, bakandi, saumandi, prjónandi og þeim entist ekki dagurinn.  Stelpur, mæður okkar voru súperkonur, ekkert minna.

Grænmeti var nánast ekki til nema gulrófur, gulrætur, hvítkáll, tómatar og agúrka.

Fiskurinn var þá eins og nú vandamál fyrir hina klígjugjörnu mig. Ég borðaði hann steiktan en tók á rás út ef ég fann suðulykt af fiski.  Hlýt að hafa verið rækja í fyrra lífi.

Halldór Laxness sagði einhvers staðar að Íslendingar borðuðu ekki ófríða fiska.

Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið.

Ég er komin í nostalgíukast þar sem ég sit og skrifa um mat fyrir "nokkrum" árum.

Mig langar í snúð, eða vínarbrauð, eða franska vöfflu, nú eða eitthvað svona bernsku.

Ég mann ennþá eftir bragðinu af djúsþykkninu.  Svo dísætt að það var óhugnanlegt. 

Þetta fór maður með í skólann á flösku og brauðsneið með.

Dagar víns og rósa í fákeppnilegum skilningi.

Ég kann betur við nútímann þegar kemur að því að kaupa í matinn.

P.s. Ég hef aldrei látið hamsatólg eða annan slíkan feitiviðbjóð inn fyrir mínar varir en ég man lyktina af henni.

Farin að gubba.  Fyrirgefðu hamsatólg.


mbl.is Reykvíkingar sólgnir í þrumara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég man, ég man... Steini fisksali á einu horninu, mjólkurbúðin á hinu, Reynisbúð og seinna SS með sjálfsafgreiðslu sem var bylting - annars allt yfir búðarborðið... pund af þykku, súru skyri, vínarbrauðsendar...

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.9.2008 kl. 17:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég smurði mér franskbrauðsamloku með sultu og kæfu og seiddu rúgbrauði.....

Namm - Það var gott ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2008 kl. 17:50

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Pabbi kom alltaf heim með fisk. Skellti honum í eldhúsvaskinn með haus og öllu. Sigin grásleppa, sjósiginn fiskur, rauðmagi. Ég hataði fisk og var álitin umskiptingur á heimilinu. Svo kom í ljós þegar ég var orðin fullorðin að ég hef bullandi ofnæmi fyrir honum. Hamsatólg, segirðu. Lyktin af henni er eins og ilmvatn miðað við lyktina af vestfirskum hnoðmör sem var vel myglaður.

Helga Magnúsdóttir, 15.9.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Ég fæ nú bara nostalgíukast við að sjá sanasol flöskuna hér, er þetta annars ennþá til? Hef allavega ekki séð sana sol lengi. Mín nestisflaska var einmitt sana sol flaska  og oftast með kakómalti í.

Þegar ég gisti hjá afa og ömmu vaknaði ég oft við ilminn af nýbökuðum flatkökum eða nýsteiktum kleinum eða pönnukökum.

Já og fransbrauð með rabarasultu nammi namm.  En ég var alveg rosalega matvönd og komst oftast upp með það heima en hjá afa og ömmu átti ég að borða og ef það var fiskur eða bjúgu eða eitthvað annað sem ég gat bara ekki borðað  þá hljóp ég í felur og kom ekki fram fyrr en eftirmatur var komin á borð.  Ég hef verið svona 4 ára þarna og faldi mig í búrinu á annari hæð á bak við hveiti sekk í kolniðamyrkri. Þar datt engum í hug að leita.  Úff langloka er þetta  

Sigríður Þórarinsdóttir, 15.9.2008 kl. 19:24

5 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Namm mig langar í Sana Sol!

Sigrún Ósk Arnardóttir, 15.9.2008 kl. 20:58

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég krumpast alveg þegar ég sé myndina af Sana solinu....OMG ég tók þetta á hverjum morgni...! Ég man líka eftir kallinu í drekkutímann....og þegar allt var steikt í raspi, ég bara hverf alveg 25 ár afturábak ! Sonur minn kom hein með pakka af malakoffi um daginn...og borðar nú brauð með smjöri og malakoffi alveg í stórum stíl og finnst það æði !

Sunna Dóra Möller, 15.9.2008 kl. 21:34

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Almáttugur hvað þetta voru skemmtilegir tímar. Sanasól, Sínalkó, Míranda og Spur. 7up í lítilli grænni flösku. Lakkrísrör, hræringur hjá ömmu, jólakökur og heimabakaðar kleinur.

Pabbi átt litla hverfisbúð í hverfinu. Þar stóð maður vaktina og sneiddi niður álegg eins og þú nefnir. Skyr var viktað á smjörpappýr úr stóru fati. Ferðir í Búrfell á Lindargötu (að mig minnir) að sækja kjötfars og niður á Granda að sækja fisk í búðina eru ógleymanlegar. Stoppað yfir einum kaffibolla á Kaffivagninum og hnátan fékk appelsín og kleinu.

Pylsur voru bara í afmælum, litaðar rauðar pylsur. Þá var hamingja. Drekkutími á hverjum degi og búðir lokaðar frá 12:30 til 14:00.

Fiskur segiru. Fiskur var á borðum alla daga en á laugardögum var alltaf saltfiskur og skata í hádeginu, herramannsmatur ... með hamsatólgi  og bræddu smjörlíki.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 16.9.2008 kl. 00:17

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Veit ekki hvaðan ý-ið kom í pappírinn. Afsakaðu það!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 16.9.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband