Leita í fréttum mbl.is

Farðu - vertu - skildu - hættu

Ég hef þekki fólk í gegnum tíðina sem eru fæddir sérfræðingar í öllum málum.

Ég man eftir lækni sem var með fastan dálk í gamla DV og hann gaf ráð maðurinn.

Hann var sérfræðingur í notuðum bílum, hvernig á að hengja upp gardínur,  hvert væri best að ferðast, hvað væri best við ilsigi og hann sagði okkur hvað væri eðlileg tíðni fullnæginga hjá konum um fertugt og mönnum um sextugt.  Hann vissi líka hvernig best væri að kaupa OG selja hús.  Maðurinn var nefnilega líka fasteignasali án þess að hafa nokkurn tímann nálægt því komið.

Það var ekki til sá hlutur sem læknirinn var ekki með sérþekkingu á .

Þetta er ákveðin tegund af fólki sem sérfræðingast launalaust og því miður án þess að nokkur fari fram á aðstoðina.

Ég hef verið sérfræðingur, aðallega í samböndum - ráðlagt á báða bóga og tók aldrei krónu fyrir viðvikin.  Ég minnist þess ekki heldur að hafa verið beðin sérstaklega um aðstoð nema endrum og sinnum og af því ég var mjög afgerandi í minni ráðgjöf, sem var í pjúra boðhætti, dæmi: Farðu, vertu skildu, hættu, hlauptu, minnkaði eftirspurnin snarlega.

Á ráðgjafatímanum var ég í vondum málum sjálf sambandslega séð.  Híhí.

En ég lærði mína lexíu.

Það er allt fullt af sérfræðingum í kringum okkur.

En þegar nánar er að gáð þá er það oft fólk sem er ekki í góðum málum sjálft.

Fólkið sem er með allt niðrum sig í samböndum.

Fólkið sem er að missa allt í vaskinn í fjármálunum, ráðleggur gjarnan öðrum hvernig kippa eigi þeim í liðinn.

Ráðgjafar sem hafa valið sér það að hugsjón í frítímanum eru óþolandi fyrirbrigði.

Ég fæ aulahroll þegar ég les um leiðindakokkinn Ramsey sem er með þætti þar sem hann kennir fólki að reka veitingahúsin sín.

Hann virðist nefnilega vera í vondum málum í eigin rekstri.

Rólegur á ráðgjöfinni karlinn.

Ég er flutt - á Teigana jájá og veit ekki hvað ég heiti, er búin að vera brjálæðislega bissí.

En það er allt að verða voða fínt hjá mér.

Enda búin að vera í stöðugu sambandi við ráðgefandi flutningsaðila.

DJÓK!

Svo segi ég eins og Jóna vinkona mín: Eruð þið ekki að fokking kidda mig hvað ég er búin að sakna ykkur á þessum sólarhring sem ég hef verið netlaus.

Á eftir.

Er góð.


mbl.is Ramsey í klandri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Ráðlegg þér að hætta við að flytja í Teigana.

Þröstur Unnar, 15.9.2008 kl. 14:37

2 identicon

Til hamingju með nýja húsnæðið

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með nýja heimiliðHafðu mín ráð og gerðu þetta nákvæmlega eins og þér finnst best... boðháttur

Jónína Dúadóttir, 15.9.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Velkomin aftur gamla mín.  Það sem maður er búin að sakna þín hér í dag, bara búin að vera ómöguleg, vafrað hér um og ekkert orðið úr verki.  Var bara að hugsa um hvað þú hefðir nú brjálaðis mikið að gera núna og það varð til þess að mér féllust hendur. 

Annars átti hér bara að standa:  

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA HEIMILIÐ YKKAR!!!!!!  

 Barstu ekki örugglega salt og brauð inn fyrst? 

Ía Jóhannsdóttir, 15.9.2008 kl. 15:51

5 identicon

Á teig.Gott hjá þér.Til hamingju.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 16:17

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með nýja húsnæðið.  Flott og gróið hverfi, Teigarnir.

Sigrún Jónsdóttir, 15.9.2008 kl. 16:26

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Teigarnir!?!?!?!? - Já, er stefnan tekin á miðbæinn? 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.9.2008 kl. 18:22

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Teigarnir eru skemmtilegt hverfi. Til lukku með nýja húsnæðiðþ

Helga Magnúsdóttir, 15.9.2008 kl. 19:11

9 identicon

Ég flutti í Teigana fyrir hálfu ári og er mjög ánægð með hverfið, eiginlega bara himinlifandi. Yfirleitt afskaplega rólegt og notalegt (nágrannar eiga það jafnvel til að heilsa :)).

Ég segi þá bara velkomin í hverfið og það er aldrei að vita nema maður sjái þig úti á götu (þú ert svoddan celeb) :)

Takk fyrir skemmtilegt blogg, ég fylgist mjög oft með skrifum þínum en hef aldrei kvittað fyrr.

Solla

Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:54

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gott að flutningarnir eru yfirstaðnir. Til hamingju með nýja heimilið Jenný mín og megi gæfan fylgja því og fjölskyldunni um ókomin ár.

Eva Benjamínsdóttir, 15.9.2008 kl. 21:09

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með nýtt húsnæði.....!

Sunna Dóra Möller, 15.9.2008 kl. 21:36

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er verið að blogga á fokking makkann eða er Einsi tæknó búinn að redda péséanum?

Jóna Á. Gísladóttir, 15.9.2008 kl. 23:22

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónsí: Er á friggings lappanum kona.  Þarf að sækja nýjan rouder á morgun.

Takk öll sömul fyrir góðar óskir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband