Laugardagur, 13. september 2008
Fasismi og ofsóknir
Það er ekki oft sem maður sér hælisleitendur hér á landi hafa sig í frammi.
En nú er það að gerast og á þessari stundu situr Farzad Rahmanian fyrir utan löggustöðuna í Reykjanesbæ og er í hungurverkfalli vegna þess að lögreglan tók af honum tvöhundraðþúsund krónur.
Hælisleitendur mega greinilega ekki eiga peninga.
Ég veit ekki hvað þessi lögregluárás á fimmtudaginn á að fyrirstilla annað er að sýna fólkinu sem bíður afgreiðslu sinna mála í ljótu húsunum í Njarðvík (sumir árum saman) hver ræður og að það megi brjótast inn á það hvenær sem er telji lögreglan sig hafa "rökstuddan" grun um eitthvað.
Þá fara þeir tugum saman inn á heimili þessa fólks, brjóta niður dyr og leita í dyrum og dyngjum af einu og öðru.
Peningum þar á meðal.
Við skulum heldur ekki gleyma hundunum ónei, fólkið hlýtur að vera svo ógnvekjandi.
Ef grunur er um að eitthvað misjafnt sé í gangi af hverju er þá ekki farin hefðbundin leið?
Nú er slatti af fólki sem vinnur svart það vitum við öll.
Ég myndi ekki vera mikið heima ef ég væri það - víkingasveitin gæti verið á leiðinni. Ný vinnubrögð almennt í afgreiðslu mála eða beinist þetta bara að útlendingum?
Og þessi lögreglustjóri þarna er að kafna úr fordómum fyrir utan það hvað hann virðist vera yfir sig sannfærður um eigin mikilvægi, amk. í mynd.
Löggurnar eru svo í bófaleik. Verst að leikurinn er ójafn. Þarna er ráðist inn á fólk sem nýtur greinilega ekki friðhelgi á herbergjum sínum.
Að þessu sinni ætla ég að leyfa mér að kalla þessa lögregluaðgerð famsima með bullandi mannréttindabrotum.
Fasismi og ofsóknir.
Ég veit að það er klisjukennt en ég er ekkert ofsalega stolt af þjóðerni mínu stundum.
Þetta er eitt af þeim skiptum.
Hælisleitandi mótmælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Já Jenný, hugarfar þeirra sem vinna á útlendingastofnun er áhyggjuefni - svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Ég var líka að blogga um þetta rétt í þessu.
Af hverju mega pólitískir hælisleitendur ekki eiga peninga? Er það glæpur? Mér líður bara illa að hlusta á málflutning lögregluyfirvalda/útlendingastofnunar í þessu máli. Segi það satt.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.9.2008 kl. 20:14
ójú, hugarfar spilar svo sannarlega inn í. Það er nefnilega ekki sama hvernig farið er að því að framfylgja lögum - sem svo geta verið misgóð og réttlát.
Sjá komment við færslu Sigurðar Þórs, síðan í gær.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 20:53
Ólína: Já búin að lesa hjá þér. Þetta er til háborinnar skammar.
Hallgerður: Lög og reglur hvað???? Stendur einhvers staðar að svona skuli fara fram? Ég held ekki. Og ekki klína meðvirknistimpli á þetta mál. Hefur ekkert með það að gera.
Hildigunnur: Kíki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 20:59
Alltaf á ég jafn erfitt með að þola, þegar komið er fram við fólk af mannfyrirlitningu og vanvirðingu, - ekki síst þegar það er gert í skjóli reglna.
Laufey B Waage, 13.9.2008 kl. 21:12
"Ef grunur er um að eitthvað misjafnt sé í gangi af hverju er þá ekki farin hefðbundin leið?"
Hvað er "hefðbundin leið" við svona aðstæður? Getur ekki verið að einhverjir í þessum hópi séu ekki allir þar sem þeir eru séðir? Ætli það skili meiri árangri í þeirra tilfellum að löggan hringi á undan sér og mæti með blóm og konfekt?
Guðmundur Benediktsson, 13.9.2008 kl. 21:17
Mér finnst ekkert afsaka svona aðferðir sem notaðar voru, ryðjast inn með hundum og sýna fólkinu algjöra óvirðingu. Algjörlega til skammar. Það er enginn að tala um blóm og konfekt, bara að virða sjálfsögð mannréttindi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 23:15
Jæja grát kórin komin af stað! Tetta er ekki flókið er tað? Tetta fólk sagðist ekki eiga krónu og tá var tað sett á styrk! Svo kemur í ljós að tað er margt að vinna svart og er svo ofan á allt annað ekki tað sem tað segist vera! Eruð tið fávitar hérna?
óskar (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 23:23
Hvernig liti þetta út ef einhver íslenskur ríkisborgari sem býr í blokk væri grunaður um eitthvað misjafnt og þá myndi lögreglan til öryggis tækla alla blokkina?
Víðir Benediktsson, 13.9.2008 kl. 23:24
Mig les náttúrlerga enginn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.9.2008 kl. 23:43
Hvað leggur þú til að gert verði Jenný ?
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.9.2008 kl. 02:36
Nú eru fokið í flest skjól, að þið skulið voga ykkur að gagnrína þegar er verið að stemma stigu við glæbum og misnotkun á kerfinu????
Afhverju má ekki fara í þessa aðgerð? Það var rökkstuddur grunur sem reyndist réttur notabene og ekki nóg með að fólkið sé á fölskum forsendum á okkar kerfi heldur gefa allir þessir peningar í ljós að hugsanlega er einhverjir glæpir líka í gangi!
Haldið þið að að fara og biðja fólkið góðfúslega að játa að það sé á fölskum forsendu eða að það leyni uppl. til að geta misnotað okkur lengur dugi,,,?
Nei í guðana bænum ekki láta svona, það á að gera kröfur til þeirra sem vilja fytja hingað og ef fólk ekki uppfyllir ekki þessar kröfur á að taka því með fullri hörku annars verðum við undir og hér mun grasera stórir hópar af fólki sem smitar frá sér ljótan stimpil til þeirra sem eru hér heiðarlega.
Óskar Þór (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 09:01
Óskar Þór: Rökstuddur grunur? Að lögreglan segi að það sé rökstuddur grunur er þá allt í lagi að fara fram með ofbeldi?
María: Það er einfalt mál. Ég legg til að komið sé fram við ALLA af virðingu. Líka þá sem grunaðir eru um eitthvað. Var búið að dæma einhvern þarna í húsinu? Ég held ekki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 09:05
Gurrí: Heyr, heyr.
Sigurður Þór: Jú ég les þig og núna allir sem koma við hér. Sorrí hefði átt að linka á þig.
Víðir: Góður, nákvæmlega svona hugsaði ég.
Hallgerður: Ég skil ekki afstöðu þína í þessu máli. Sorrí.
GB: Hefðbundnar leiðir í að yfirheyra grunaða eru yfirleitt að gera það á stöðinni en bösta ekki heilu húsin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 09:08
Laufey: Sammála.
Ólafur: Hvaða merkileg heit eru þetta?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 09:08
Ég held að fólk sé hér að rugla tvennu saman, eins og fram hefur komið hjá Jenný.
Okkur þykir alveg örugglega öllum sjálfsagt að farið sé að lögum, "með lögum skal land byggja" .. og allt það. En það er verið að gagnrýna aðferðina við framfylgingu laganna.
Það hlýtur að vera hægt að framkvæma húsleit á virðingarverðan hátt.
Þegar við komum svona fram við þá sem leita hér hælis (þó það séu svartir sauðir inn á milli) þá bregðast þeir við í vörn og verða viðskotaillir, allir tapa. Gömul saga og ný.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.9.2008 kl. 09:32
Ég er fegin að lögreglan hefur frumkvæði að því að vinna vinnuna sína með þeim aðferðum sem þeir viðurkenna.
Ég held að almenningur viti oftast minnst um bakland svona aðgerðar. Virðingarleysi gagnvart lögreglunni hefur líka aukist mikið og það er ekki okkar hagur.
Maddý (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 09:52
Maddý: Virðing er áunnin. Það þarf að vinna sér hana inn og viðhalda henni.
Reyndar er ég ekki að ráðast á almenna lögreglumenn, þeir eru að hlýða skipunum frá sínum yfirmönnum.
Ég er alls ekki sammála því að við eigum ekki að gagnrýna það sem miður fer í valdstjórninni. Lýðræði krefst þátttöku þeirra sem búa við það.
Jóga: Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 10:00
Heyr heyr.
Rut Sumarliðadóttir, 14.9.2008 kl. 11:54
Svona aðgerðir þekkjast nú bara þegar lögrleglan er að riðjast inn í íslensk fyritæki og heimili, hef sjálfur lent í slíku alsaklaus, löggan bauð mér upp á kaffibolla og kjötsúpu í sárabætur sem ég þáði. Rökstuddi grunurinn sem þeir höfðu var saga sem útúr lyfjaður geðsjúklingur sagði þeim. Reyndar lenti nágrannakonan mín í svipuðum aðgerðum eftir að geðveikur fyrverandi kærasti hafði logið upp á hana í lögguna. Það þarf ekki mikið til að löggan tali um rökstuddan grun.
Svo er nú búið að segja að 10 af 40 "flóttamönnunum" þarna verði sendir úr landi, og ætla að ég að vona að "pólitíski flóttamaðurinn" frá Frakklandi sé þar á meðal. Þeta væri svona eins og ef Óli F myndi sækja um hæli sem pólitískur flóttamaður í Noregi.
Því miður er staðreyndin sú að stór hluti þess fólks sem kallar sig flóttamenn eru flóttamenn frá lögum og reglum sem það hefur brotið ekki undan pólitískum ofsóknum eða vosbúð. Í Evrópu er talað um þetta fólk sem vandmál, hérna vill fólk allt fyrir það gera og trúir engu slæmu upp á það.
Fólk sem vill ekki vinna með íslensku stjórnvöldum og er að fela fortíð sína það á að senda það strax úr landi ekki leyfa því að velkjast um í kerfinu eins og margir vilja. Við eigum bara að vera hröð við þetta lið svo að fólkið sem kemur til landisn af réttmætum ástæðum geti frekar komið hingað og lifað óáreitt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:40
Málið er að þegar kemur að lögum að þá eru allir jafnir og allit trítaðir jafn illa, íslendingar, dópsalar, flóttamenn eða stjórnendur fyrirtækja. Löggan er ekki að gera neinn mannamun enda væri það rangt.
Þeir hefðu kannski átt að hringja á undan sér til að látga þá vita að þeir væru á leiðinni að leita. Þá hefðu menn örugglega haft tíma til að fela vegabréfin og peningana sem fólkið sagðist ekki eiga þegar það var spurt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:44
Hérm var farið að lögum og reglum, aðgerðin var réttmæt.
það eru til hælisleitendur sem eru ekki að flýja ofsóknir eða hættur, bara að leita að betra lífi. Það fólk á ekki að sækja um hæli, þau eiga að flytja til landsins eftir öðrum leiðum. Í ljós kom í þessu tilfelli að fólk var að villa á sér heimildir, þ.a.l. að skemma fyrir raunverlulegum hælisleitendum sem eru að flýja erfiðar aðstæður.
Við þurfum að fara varlega í þessi mál, skoða mál hvers og eins ofan í kjölinn. Vita bakgrunn fólks og vinna málin faglega.
Aðgerðin bar árangur enda 10 manns vísað úr landi tafarlaust. Sigldu hér undir fölsku flaggi. Vonum bara að raunverulegir hælisleytendur fái svo lausn sinna mála, raunverulegir hælisleitendur.
Örvar Þór Kristjánsson, 14.9.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.